Að fara og vera, að halda og sleppa, að lifa og deyja Kristjana Atladóttir skrifar 18. september 2023 08:01 Elsku mamma fæddist árið 1947 og verður því 77 ára bráðum. Í dag er það ekki hár aldur, sérstaklega ekki fyrir atorkusama konu sem elskar fjallgöngur og hreyfingu. Stundum, aðallega í fjallgöngum, hitti ég konur á hennar aldri og tek spjallið. Þá hugsa ég um hve gaman væri að geta spjallað við mömmu og hve mikið ég sakna hennar því mamma er ekki sú kona sem við systur þekktum og elskuðum. Við elskum hana enn en konan sem ól okkur upp er horfin í svarthol Alzheimers. Ég get engan veginn sett fingurinn á upphaf einkenna hjá mömmu. Líf hennar einkenndist af streitu árum saman og algengir fylgikvillar streitu eru minnistruflanir og depurð. Þegar ég lít til baka man ég að mamma notaði alltaf minnismiða. Hún hafði jafnan marga bolta á lofti. Hún rak stórt heimili, vann utan heimilis og sinnti ávallt starfi sínu vel, hún var virk í félagsstörfum og tók að sér að bæði sauma- og prjónaverkefni fyrir fólk í bæjarfélaginu. Minnismiðunum fjölgaði með árunum og þegar við systur komum í heimsókn á æskuheimilið veittum við því athygli að hún átti sífellt erfiðara með að ná utan um verkefnin. Hún hætti að taka þátt í félagsstörfum, tók ekki að sér ýmis verkefni lengur og átti erfitt með að takast á við skipulag og álag í kringum hátíðir. Fyrir 25 árum vorum við systur farnar að sjá ýmislegt sem benti til þess að mamma væri að eldast. Hún var þá rétt rúmlega fimmtug. Nú þegar ég nálgast fimmtugsaldurinn sé ég að ástandið var alls ekki eðlilegt hvort sem um var að kenna streitu, andlegum erfiðleikum eða fyrstu einkennum alzheimers. Líklega var um einhvers konar samþættingu á einkennum að ræða og hefði hún tvímælalaust þurft meiri aðstoð en hún fékk. Mamma var greind með alzheimer fyrir 5 árum. Fyrir mér var greiningin eðlilegur hluti af ferli sem hafði verið lengi að þróast og kom mér ekki á óvart. Ég vissum að mamma var með alvarlegar minnistruflanir, nú höfðu þær nafn. Mamma mín breyttist heldur ekki við að fá greininguna, hún var löngu horfin mér. Erfiðustu stundirnar voru tvímælalaust í kringum andlát pabba. Ein af okkur systrum tók að sér að annast mömmu sérstaklega á þessum tíma. Hún þurfti því að segja mömmu oft á dag, í marga daga að eiginmaður hennar til fimmtíu ára væri látinn. Þetta voru gríðarlega erfiðir tímar, fréttin kom mömmu alltaf á óvart og sorgin var sár. Hægt og rólega tókst að flytja þessar fréttir í langtímaminnið. Það kemur samt enn fyrir að mamma bíður eftir að pabbi komi heim og undrast um fjarveru hans. Hún hefur hringt að kvöldi, orðin áhyggjufull um hann og þá er erfitt að vera ekki á staðnum til að færa henni fréttir af láti hans. Slíkar fréttir ætti enginn að fá í síma og fyrir henni er andlátsfregnin ný á þessum tímapunkti. Það sem nú er eftir af mömmu okkar er jákvæðnin og hjálpsemin sem hafa alltaf verið hennar aðalsmerki. Hún hefur sýnt ótrúlega jákvæðni í gegnum veikindin og hefur þann eiginleika að geta hlegið að sjálfum sér þegar sjúkdómurinn hefur leitt hana í ógöngur. Fyrir nokkru fór hún inní hús hjá ókunnugu fólki og fór að taka til. Hún taldi sig vera heima hjá mér. Eftir á gat hún hlegið að uppákomunni og það er svo dýrmætt. Því hvað er annað hægt að gera? Setjast niður og gráta? Hún mundi þá ekki gera neitt annað. Það hefur verið svo sárt að kveðja hana. Og þessi langa kveðja tekur á. Hún þekkir okkur dæturnar ennþá og hún man eftir einstaka hlutum sem hafa ekki breyst mjög lengi. En oftast talar hún bara í hringi eða hreinlega skáldar upp frásagnir. Hún fer í dagvist á hverjum degi og segir hún mér að hún fari í vinnuna. Hún segir mér að hún vinni við að hugsa um gamla fólkið en um árabil starfaði hún á dvalarheimili aldraðra. Mamma býr enn heima hjá sér en það er aðeins gerlegt þar sem systir okkar býr á efri hæðinni og hefur augu með henni og hugsar um hana af ómældri alúð og kærleika. Sjúkdómurinn tekur sífellt meira af getu hennar til daglegs lífs. Mamma fær orku úr náttúrunni og útivist og hún snýst endalaust í kringum hund barnabarnsins sem er mikið hjá henni. En senn verður ekki komist hjá vistaskiptum. Ég vek athygli á ráðstefnu Alzheimersamtakanna sem haldin verður í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 21. september frá kl. 13.00 til 16.00, í tilefni af alþjóðlega Alzheimerdeginum. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymi á vefsíðu Alzheimersamtakanna á alzheimer.is Höfundur er aðstandandi Alzheimer-sjúklings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Elsku mamma fæddist árið 1947 og verður því 77 ára bráðum. Í dag er það ekki hár aldur, sérstaklega ekki fyrir atorkusama konu sem elskar fjallgöngur og hreyfingu. Stundum, aðallega í fjallgöngum, hitti ég konur á hennar aldri og tek spjallið. Þá hugsa ég um hve gaman væri að geta spjallað við mömmu og hve mikið ég sakna hennar því mamma er ekki sú kona sem við systur þekktum og elskuðum. Við elskum hana enn en konan sem ól okkur upp er horfin í svarthol Alzheimers. Ég get engan veginn sett fingurinn á upphaf einkenna hjá mömmu. Líf hennar einkenndist af streitu árum saman og algengir fylgikvillar streitu eru minnistruflanir og depurð. Þegar ég lít til baka man ég að mamma notaði alltaf minnismiða. Hún hafði jafnan marga bolta á lofti. Hún rak stórt heimili, vann utan heimilis og sinnti ávallt starfi sínu vel, hún var virk í félagsstörfum og tók að sér að bæði sauma- og prjónaverkefni fyrir fólk í bæjarfélaginu. Minnismiðunum fjölgaði með árunum og þegar við systur komum í heimsókn á æskuheimilið veittum við því athygli að hún átti sífellt erfiðara með að ná utan um verkefnin. Hún hætti að taka þátt í félagsstörfum, tók ekki að sér ýmis verkefni lengur og átti erfitt með að takast á við skipulag og álag í kringum hátíðir. Fyrir 25 árum vorum við systur farnar að sjá ýmislegt sem benti til þess að mamma væri að eldast. Hún var þá rétt rúmlega fimmtug. Nú þegar ég nálgast fimmtugsaldurinn sé ég að ástandið var alls ekki eðlilegt hvort sem um var að kenna streitu, andlegum erfiðleikum eða fyrstu einkennum alzheimers. Líklega var um einhvers konar samþættingu á einkennum að ræða og hefði hún tvímælalaust þurft meiri aðstoð en hún fékk. Mamma var greind með alzheimer fyrir 5 árum. Fyrir mér var greiningin eðlilegur hluti af ferli sem hafði verið lengi að þróast og kom mér ekki á óvart. Ég vissum að mamma var með alvarlegar minnistruflanir, nú höfðu þær nafn. Mamma mín breyttist heldur ekki við að fá greininguna, hún var löngu horfin mér. Erfiðustu stundirnar voru tvímælalaust í kringum andlát pabba. Ein af okkur systrum tók að sér að annast mömmu sérstaklega á þessum tíma. Hún þurfti því að segja mömmu oft á dag, í marga daga að eiginmaður hennar til fimmtíu ára væri látinn. Þetta voru gríðarlega erfiðir tímar, fréttin kom mömmu alltaf á óvart og sorgin var sár. Hægt og rólega tókst að flytja þessar fréttir í langtímaminnið. Það kemur samt enn fyrir að mamma bíður eftir að pabbi komi heim og undrast um fjarveru hans. Hún hefur hringt að kvöldi, orðin áhyggjufull um hann og þá er erfitt að vera ekki á staðnum til að færa henni fréttir af láti hans. Slíkar fréttir ætti enginn að fá í síma og fyrir henni er andlátsfregnin ný á þessum tímapunkti. Það sem nú er eftir af mömmu okkar er jákvæðnin og hjálpsemin sem hafa alltaf verið hennar aðalsmerki. Hún hefur sýnt ótrúlega jákvæðni í gegnum veikindin og hefur þann eiginleika að geta hlegið að sjálfum sér þegar sjúkdómurinn hefur leitt hana í ógöngur. Fyrir nokkru fór hún inní hús hjá ókunnugu fólki og fór að taka til. Hún taldi sig vera heima hjá mér. Eftir á gat hún hlegið að uppákomunni og það er svo dýrmætt. Því hvað er annað hægt að gera? Setjast niður og gráta? Hún mundi þá ekki gera neitt annað. Það hefur verið svo sárt að kveðja hana. Og þessi langa kveðja tekur á. Hún þekkir okkur dæturnar ennþá og hún man eftir einstaka hlutum sem hafa ekki breyst mjög lengi. En oftast talar hún bara í hringi eða hreinlega skáldar upp frásagnir. Hún fer í dagvist á hverjum degi og segir hún mér að hún fari í vinnuna. Hún segir mér að hún vinni við að hugsa um gamla fólkið en um árabil starfaði hún á dvalarheimili aldraðra. Mamma býr enn heima hjá sér en það er aðeins gerlegt þar sem systir okkar býr á efri hæðinni og hefur augu með henni og hugsar um hana af ómældri alúð og kærleika. Sjúkdómurinn tekur sífellt meira af getu hennar til daglegs lífs. Mamma fær orku úr náttúrunni og útivist og hún snýst endalaust í kringum hund barnabarnsins sem er mikið hjá henni. En senn verður ekki komist hjá vistaskiptum. Ég vek athygli á ráðstefnu Alzheimersamtakanna sem haldin verður í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 21. september frá kl. 13.00 til 16.00, í tilefni af alþjóðlega Alzheimerdeginum. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymi á vefsíðu Alzheimersamtakanna á alzheimer.is Höfundur er aðstandandi Alzheimer-sjúklings.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun