Handbolti

Sandra leikmaður umferðarinnar í Þýskalandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sandra Erlingsdóttir byrjar tímabilið af krafti.
Sandra Erlingsdóttir byrjar tímabilið af krafti. getty/Marijan Murat

Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handbolta, var valin besti leikmaður 1. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar.

Eyjakonan átti stórleik þegar Metzingen rústaði Sport-Union Neckarsulm, 34-20. Sandra skoraði níu mörk í leiknum og gaf fjórar stoðsendingar.

Sandra er á sínu öðru tímabili með Metzingen en hún gekk í raðir liðsins frá Álaborg í Danmörku í fyrra. Á síðasta tímabili endaði Metzingen í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og komst í undanúrslit bikarkeppninnar.

Frammistaða Söndru veit á gott fyrir íslenska landsliðið sem tekur þátt á HM í lok árs. Ísland er þar í riðli með Frakklandi, Slóveníu og Angóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×