Umdeildar breytingar leikskólamála sagðar ganga vel Árni Sæberg skrifar 14. september 2023 14:31 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, er ánægð með breytingarnar. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Kópavogs segir fyrstu niðurstöður varðandi breytingar á leikskólamálum bæjarins vera mjög jákvæðar. Breytingarnar voru mjög umdeildar þegar tilkynnt var um þær í sumar. Breytingarnar, sem kynntar voru í lok júlí voru þær helstar að sex klukkustunda vist á dag yrði gjaldfrjáls en gjald færi stigvaxandi eftir því hversu lengi börn eru vistuð. Mikil ólga var meðal foreldra leikskólabarna í bænum og þeir sögðu margir að leikskólakostnaður þeirra hækkaði gríðarlega eftir breytingarnar. „Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ sagði einn þeirra. Skóla fullmannaðir og dvalartími styst Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að breytingarnar hafi gengið vel og haft jákvæð áhrif. Flestir leikskólar sé fullmannaðir og dvalartími barna hafi styst verulega. Námsumhverfi og skipulag leikskóladags allra barna í leikskólum sé afslappaðri, áreiti minna og viðvera starfsfólks með börnum meiri og rólegri. Með sama áframhaldi muni stöðugleiki og gæði í starfi leikskólanna aukast foreldrum og börnum til hagsbóta. Færri börn séu í leikskólum á morgnana og seinnipart dags sem skapi betri aðstæður og rólegra umhverfi fyrir þau börn sem dvelja lengur á leikskólanum. Þannig hafi breytingarnar jákvæð áhrif fyrir öll börn hversu langur sem dvalartíminn er. „Þessar fyrstu niðurstöður eru afar jákvæðar sem bendir til þess að breytingarnar, sem byggja á tillögum starfshóps skipaður fulltrúum helstu hagsmunaðila, eru að skila árangri. Að mati leikskólastjóra gengur mönnun í leikskólum mun betur miðað við fyrri ár, dvalartími barna er að styttast og foreldrar eru að nýta sér aukinn sveigjanleika til að stytta daga vikunnar. Markmið breytinganna var að efla leikskólastarfið með betri mönnun og bættri þjónustu, ég trúi ekki öðru en að við séum að ná því markmiði,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra. Tæplega þriðjungur stytt dvöl Þá segir að tæplega tvö þúsund börn séu innrituð í leikskóla Kópavogs. Tæplega þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna sinna og um nítján prósent barna, séu nú skráð í sex tíma eða minna á dag, samanborið við tvö prósent í fyrra. Meðaldvalarstundir barna, miðað við samþykktar umsóknir, hafi farið úr 8,1 tíma haustið 2022 niður í 7,5 tíma á dag. Á síðastliðnu skólaári hafi 85 prósent barna, um 1.700, verið í átta tíma dvöl eða meira en í dag séu um 56 prósent barna, um 1.100, í átta tíma dvöl eða meira. Þess megi geta að umsóknir breytingu á dvalartíma séu enn að berast og taki fjöldatölur því stöðugum breytingum. Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Breytingarnar, sem kynntar voru í lok júlí voru þær helstar að sex klukkustunda vist á dag yrði gjaldfrjáls en gjald færi stigvaxandi eftir því hversu lengi börn eru vistuð. Mikil ólga var meðal foreldra leikskólabarna í bænum og þeir sögðu margir að leikskólakostnaður þeirra hækkaði gríðarlega eftir breytingarnar. „Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ sagði einn þeirra. Skóla fullmannaðir og dvalartími styst Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að breytingarnar hafi gengið vel og haft jákvæð áhrif. Flestir leikskólar sé fullmannaðir og dvalartími barna hafi styst verulega. Námsumhverfi og skipulag leikskóladags allra barna í leikskólum sé afslappaðri, áreiti minna og viðvera starfsfólks með börnum meiri og rólegri. Með sama áframhaldi muni stöðugleiki og gæði í starfi leikskólanna aukast foreldrum og börnum til hagsbóta. Færri börn séu í leikskólum á morgnana og seinnipart dags sem skapi betri aðstæður og rólegra umhverfi fyrir þau börn sem dvelja lengur á leikskólanum. Þannig hafi breytingarnar jákvæð áhrif fyrir öll börn hversu langur sem dvalartíminn er. „Þessar fyrstu niðurstöður eru afar jákvæðar sem bendir til þess að breytingarnar, sem byggja á tillögum starfshóps skipaður fulltrúum helstu hagsmunaðila, eru að skila árangri. Að mati leikskólastjóra gengur mönnun í leikskólum mun betur miðað við fyrri ár, dvalartími barna er að styttast og foreldrar eru að nýta sér aukinn sveigjanleika til að stytta daga vikunnar. Markmið breytinganna var að efla leikskólastarfið með betri mönnun og bættri þjónustu, ég trúi ekki öðru en að við séum að ná því markmiði,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra. Tæplega þriðjungur stytt dvöl Þá segir að tæplega tvö þúsund börn séu innrituð í leikskóla Kópavogs. Tæplega þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna sinna og um nítján prósent barna, séu nú skráð í sex tíma eða minna á dag, samanborið við tvö prósent í fyrra. Meðaldvalarstundir barna, miðað við samþykktar umsóknir, hafi farið úr 8,1 tíma haustið 2022 niður í 7,5 tíma á dag. Á síðastliðnu skólaári hafi 85 prósent barna, um 1.700, verið í átta tíma dvöl eða meira en í dag séu um 56 prósent barna, um 1.100, í átta tíma dvöl eða meira. Þess megi geta að umsóknir breytingu á dvalartíma séu enn að berast og taki fjöldatölur því stöðugum breytingum.
Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira