Á Norðausturland að vera utan þjónustusvæðis? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 16. september 2023 17:00 Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert. Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám. Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings. Beint flug er afar mikilvægt fyrir íbúa svæðisins og atvinnurekstur. Það varðar framtíðaruppbyggingu og viðgang þeirrar umfangsmiklu og mikilvægu starfsemi sem þegar hefur verið byggð upp. Fjöldi fólks þarf að komast regluleg til Reykjavíkur m.a. til að leita sér meðferðar við sjúkdómum og annarrar læknisþjónustu (sem markvisst hefur verið þjappað saman í höfuðborgini). Þekkt er að samgöngur eru eitt af því mikilvægasta sem fyrirtæki líta til við mat á því hvar gott sé að starfa. Það sama á við um einstaklinga þegar þeir taka ákvörðun um hvar þeir vilji búa. Ef flug til Húsavíkur og nágrannabyggða leggst af mun það þó ekki aðeins hafa verulega neikvæð áhrif fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðinu. Það mun einnig hafa mikil og neikvæð efnahagsleg áhrif fyrir Ísland og fyrir ríkissjóð. Þegar skorið er á samgöngur er geta samfélagsins til að nýta kosti sína, byggja upp og auka verðmætasköpun skert. Byggðin fer úr arðbærri sókn í dýra vörn. Það felur í sér aukinn kostnað fyrir ríkið sem þá þarf í meira mæli að styðja við samfélagið í stað þess að njóta tekna af uppbyggingu og verðmætasköpun. Skortur á heildarsýn hefur lengi verið vandamál í svo kölluðum byggðamálum og afleiðingin er dýr vörn fremur en skapandi sókn. Þess vegna hefur Miðflokkurinn frá upphafi talað fyrir leið sem við köllum „Ísland allt”. Þar sem litið er á heildaráhrif og langtímaáhrif. Þegar landið allt virkar sem ein heild gagnast það þjóðinni allri. Vonandi verður einhvern tímann hægt að nálgast málin á þann hátt en í millitíðinni þarf að koma í veg fyrir frekara tjón. Það er miklu dýrara að bæta tjón en að koma í veg fyrir það. Fyrir brotabrotabrot af því sem ríkið áformar að setja í svo kallaða Borgarlínu til að þrengja að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu mætti viðhalda flugsamgöngum við Norðausturland og koma í veg fyrir mikið tjón. Stefan Guðmundsson, atvinnurekandi á Húsavík, setur málið í samhengi við ferðakostnað ríkisins og nefnir að fyrir 3% þess kostnaðar á einu ári mætti bjarga flugi til Húsavíkur. Viðskiptavinir greiði svo að fullu fyrir flugið [og skatta af því]. Friðrik Sigurðsson, flugrekstrarfræðingur, bendir á að flug til Húsavíkur sé þjóðhagslega hagkvæmt og vísar í skýrslu Innanríkisráðuneytisins. Þá stendur eftir spurningin: Munu ráðherrann og ríkisstjórnin líta fram hjá eigin skýrslu og leyfa flugi til Húsavíkur að leggjast af? Mun ríkisstjórn, sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum og fengið furðulítið fyrir, halda áfram að spara aurinn og kasta krónunni? Slíkt skapar ný vandamál og veldur miklu tjóni til lengri- og skemmri tíma. Eða setur hún brot af því sem hefur verið sett í stundum óæskileg og dýr áform í réttmæta og hagkvæma björgun flugs til Húsavíkur? Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fréttir af flugi Norðurþing Byggðamál Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert. Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám. Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings. Beint flug er afar mikilvægt fyrir íbúa svæðisins og atvinnurekstur. Það varðar framtíðaruppbyggingu og viðgang þeirrar umfangsmiklu og mikilvægu starfsemi sem þegar hefur verið byggð upp. Fjöldi fólks þarf að komast regluleg til Reykjavíkur m.a. til að leita sér meðferðar við sjúkdómum og annarrar læknisþjónustu (sem markvisst hefur verið þjappað saman í höfuðborgini). Þekkt er að samgöngur eru eitt af því mikilvægasta sem fyrirtæki líta til við mat á því hvar gott sé að starfa. Það sama á við um einstaklinga þegar þeir taka ákvörðun um hvar þeir vilji búa. Ef flug til Húsavíkur og nágrannabyggða leggst af mun það þó ekki aðeins hafa verulega neikvæð áhrif fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðinu. Það mun einnig hafa mikil og neikvæð efnahagsleg áhrif fyrir Ísland og fyrir ríkissjóð. Þegar skorið er á samgöngur er geta samfélagsins til að nýta kosti sína, byggja upp og auka verðmætasköpun skert. Byggðin fer úr arðbærri sókn í dýra vörn. Það felur í sér aukinn kostnað fyrir ríkið sem þá þarf í meira mæli að styðja við samfélagið í stað þess að njóta tekna af uppbyggingu og verðmætasköpun. Skortur á heildarsýn hefur lengi verið vandamál í svo kölluðum byggðamálum og afleiðingin er dýr vörn fremur en skapandi sókn. Þess vegna hefur Miðflokkurinn frá upphafi talað fyrir leið sem við köllum „Ísland allt”. Þar sem litið er á heildaráhrif og langtímaáhrif. Þegar landið allt virkar sem ein heild gagnast það þjóðinni allri. Vonandi verður einhvern tímann hægt að nálgast málin á þann hátt en í millitíðinni þarf að koma í veg fyrir frekara tjón. Það er miklu dýrara að bæta tjón en að koma í veg fyrir það. Fyrir brotabrotabrot af því sem ríkið áformar að setja í svo kallaða Borgarlínu til að þrengja að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu mætti viðhalda flugsamgöngum við Norðausturland og koma í veg fyrir mikið tjón. Stefan Guðmundsson, atvinnurekandi á Húsavík, setur málið í samhengi við ferðakostnað ríkisins og nefnir að fyrir 3% þess kostnaðar á einu ári mætti bjarga flugi til Húsavíkur. Viðskiptavinir greiði svo að fullu fyrir flugið [og skatta af því]. Friðrik Sigurðsson, flugrekstrarfræðingur, bendir á að flug til Húsavíkur sé þjóðhagslega hagkvæmt og vísar í skýrslu Innanríkisráðuneytisins. Þá stendur eftir spurningin: Munu ráðherrann og ríkisstjórnin líta fram hjá eigin skýrslu og leyfa flugi til Húsavíkur að leggjast af? Mun ríkisstjórn, sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum og fengið furðulítið fyrir, halda áfram að spara aurinn og kasta krónunni? Slíkt skapar ný vandamál og veldur miklu tjóni til lengri- og skemmri tíma. Eða setur hún brot af því sem hefur verið sett í stundum óæskileg og dýr áform í réttmæta og hagkvæma björgun flugs til Húsavíkur? Höfundur er formaður Miðflokksins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun