Listin að segja...og þegja Magnús Þór Jónsson skrifar 18. september 2023 13:31 Málfrelsi er ein undirstaða lýðræðisins og grunnur samfélagsgerðarinnar. Við sem búum við það eigum þar sannarlega lífsgæði sem að því miður eru ekki sjálfsögð eða öllum gefin. Öllu frelsi fylgir ábyrgð og frelsi einstaklingsins takmarkast við frelsi og réttindi annars fólks. Í því felst ekki heimild til að ganga á frelsi annarra og rétt þeirra til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Ljóðskáldið Einar Ben minnti á það fyrir allnokkru að þörf sé á aðgát í nærveru sálar. Þau orð eiga svo sannarlega við í dag þótt þau hafi verið látin falla á tímum þar sem samskipti og samskiptaleiðir voru aðrar. Sér í lagi nú þegar við hvert og eitt getum í raun verið okkar eigin fjölmiðill. Ábyrgð einstaklingsins á nýtingu málfrelsisins er alger. Orð hafa áhrif og geta meitt, hvort sem þau eru sögð, rituð á blað, í bók eða á alnetið. Lög og reglur eru settar til þess að tryggja að frelsi eins gangi ekki gegn frelsi annarra og þannig er reynt að stýra umræðunni á réttar brautir. Starfsstéttir setja sér mjög oft siðareglur sem eru viðmið um hlutverk starfs síns. Við kennarar höfum um langa hríð átt slíkar reglur. Þær eru grunnur starfs okkar með nemendum á öllum aldri. Í þeim er farið yfir þá fagmennsku sem við gerum kröfu á okkur sjálf að fylgja. Í þeim segir meðal annars: Kennari ber virðingu fyrir fjölbreytileika nemenda og ólíkum þörfum þeirra, virðir réttindi þeirra og lætur sig hagsmuni og velferð nemenda varða. Hann eflir og eykur víðsýni þeirra. Kennari hefur jafnrétti að leiðarljósi og vinnur gegn hvers kyns fordómum, áreitni, ofbeldi og mismunun í samfélaginu. Kennari gætir að framkomu sinni á opinberum vettvangi og er meðvitaður um samfélagsábyrgð sína. Annað ljóðskáld orti nú nýverið „burtu með fordóma og annan eins ósóma“. Það er mér persónulega afskaplega sárt að sjá þá umræðu um hinseginleikannsem nú fer um íslenskt samfélag og meiðir og særir. Við höfum ávallt treyst skólum til að búa börn undir ólíka tilveru. Það er sjálfsögð krafa að íslensk börn fái fræðslu um margbreytileika mannlífs í skólanum sínum, og hefur svo verið um langa hríð, í gegnum alls konar samfélagsbreytingar. Fræðsla er eitt mikilvægasta hlutverk skóla og kennara. Hlutverk sem byggir meðal annars á þeim siðareglum sem ég vísa í hér að ofan. Hvert einasta barn í íslenskum skólum á þar skjól. Börnin eru sannarlega ólík og það hefur sem betur fer orðið gjörbreyting á viðurkenningu á fjölbreytileika þeirra. Á mínum ferli eru sérstaklega eftirminnileg þau augnablik að kynnast nemendum sem hafa staðið upp, haft hugrekki til að segja heiminum frá því að þau eru eins og þau eru og fá algera viðurkenningu vina sinna. Þar hafa verið mölbrotin tabú sem fólk á mínum aldri og upp úr bjó við og ollu ólýsanlegri vanlíðan fólks sem troðið var „inn í skápa“ samfélags sem ekki hafði kjark í að mæta fjölbreytileikanum. Það er ótrúlega mikilvægt að sú afturför sem okkur er að birtast í málefnum hinsegin fólks verði ekki til þess að nokkuð einasta barn lendi í slíkum skáp. Börn eiga að fá að vera nákvæmlega eins og þau eru og njóta stuðnings skólafélaga sinna og samfélagsins alls. Aðeins þannig tryggjum við velferð þeirra. Þar er hlutverk skólans auðvitað gríðarlegt og það er trú mín að kennarar séu með mér í þeirri vegferð að ryðja burt allri þröngsýninemendum sínum til heilla. Við höfum öll áhrif. Það hvað við segjum og gerum hefur áhrif. Á sama hátt hefur það hvað við segjum ekki og gerum ekki áhrif. Framtíðin ræðst ekki bara af því hvað sumt fólk segir, heldur líka hvort annað fólk þegir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Tjáningarfrelsi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Málfrelsi er ein undirstaða lýðræðisins og grunnur samfélagsgerðarinnar. Við sem búum við það eigum þar sannarlega lífsgæði sem að því miður eru ekki sjálfsögð eða öllum gefin. Öllu frelsi fylgir ábyrgð og frelsi einstaklingsins takmarkast við frelsi og réttindi annars fólks. Í því felst ekki heimild til að ganga á frelsi annarra og rétt þeirra til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Ljóðskáldið Einar Ben minnti á það fyrir allnokkru að þörf sé á aðgát í nærveru sálar. Þau orð eiga svo sannarlega við í dag þótt þau hafi verið látin falla á tímum þar sem samskipti og samskiptaleiðir voru aðrar. Sér í lagi nú þegar við hvert og eitt getum í raun verið okkar eigin fjölmiðill. Ábyrgð einstaklingsins á nýtingu málfrelsisins er alger. Orð hafa áhrif og geta meitt, hvort sem þau eru sögð, rituð á blað, í bók eða á alnetið. Lög og reglur eru settar til þess að tryggja að frelsi eins gangi ekki gegn frelsi annarra og þannig er reynt að stýra umræðunni á réttar brautir. Starfsstéttir setja sér mjög oft siðareglur sem eru viðmið um hlutverk starfs síns. Við kennarar höfum um langa hríð átt slíkar reglur. Þær eru grunnur starfs okkar með nemendum á öllum aldri. Í þeim er farið yfir þá fagmennsku sem við gerum kröfu á okkur sjálf að fylgja. Í þeim segir meðal annars: Kennari ber virðingu fyrir fjölbreytileika nemenda og ólíkum þörfum þeirra, virðir réttindi þeirra og lætur sig hagsmuni og velferð nemenda varða. Hann eflir og eykur víðsýni þeirra. Kennari hefur jafnrétti að leiðarljósi og vinnur gegn hvers kyns fordómum, áreitni, ofbeldi og mismunun í samfélaginu. Kennari gætir að framkomu sinni á opinberum vettvangi og er meðvitaður um samfélagsábyrgð sína. Annað ljóðskáld orti nú nýverið „burtu með fordóma og annan eins ósóma“. Það er mér persónulega afskaplega sárt að sjá þá umræðu um hinseginleikannsem nú fer um íslenskt samfélag og meiðir og særir. Við höfum ávallt treyst skólum til að búa börn undir ólíka tilveru. Það er sjálfsögð krafa að íslensk börn fái fræðslu um margbreytileika mannlífs í skólanum sínum, og hefur svo verið um langa hríð, í gegnum alls konar samfélagsbreytingar. Fræðsla er eitt mikilvægasta hlutverk skóla og kennara. Hlutverk sem byggir meðal annars á þeim siðareglum sem ég vísa í hér að ofan. Hvert einasta barn í íslenskum skólum á þar skjól. Börnin eru sannarlega ólík og það hefur sem betur fer orðið gjörbreyting á viðurkenningu á fjölbreytileika þeirra. Á mínum ferli eru sérstaklega eftirminnileg þau augnablik að kynnast nemendum sem hafa staðið upp, haft hugrekki til að segja heiminum frá því að þau eru eins og þau eru og fá algera viðurkenningu vina sinna. Þar hafa verið mölbrotin tabú sem fólk á mínum aldri og upp úr bjó við og ollu ólýsanlegri vanlíðan fólks sem troðið var „inn í skápa“ samfélags sem ekki hafði kjark í að mæta fjölbreytileikanum. Það er ótrúlega mikilvægt að sú afturför sem okkur er að birtast í málefnum hinsegin fólks verði ekki til þess að nokkuð einasta barn lendi í slíkum skáp. Börn eiga að fá að vera nákvæmlega eins og þau eru og njóta stuðnings skólafélaga sinna og samfélagsins alls. Aðeins þannig tryggjum við velferð þeirra. Þar er hlutverk skólans auðvitað gríðarlegt og það er trú mín að kennarar séu með mér í þeirri vegferð að ryðja burt allri þröngsýninemendum sínum til heilla. Við höfum öll áhrif. Það hvað við segjum og gerum hefur áhrif. Á sama hátt hefur það hvað við segjum ekki og gerum ekki áhrif. Framtíðin ræðst ekki bara af því hvað sumt fólk segir, heldur líka hvort annað fólk þegir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun