Lýsa yfir óvissustigi og síðar hættustigi vegna mikilla rigninga Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. september 2023 13:13 Hætta er á auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem og líkur á flóðum og skriðuföllum. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna mikilla rigninga á Austfjörðum. Farið verður yfir á hættustig klukkan 18. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. Þar segir að talsverð eða mikil rigning sé í kortunum. „Hætta er á auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem og líkur á flóðum og skriðuföllum, sem geta raskað samgöngum. Aukið álag getur orðið á fráveitukerfi og er fólk hvatt til að sýna aðgát og huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Frá klukkan 18:00 verður farið á hættustig Almannavarna og verður Samhæfingarstöð Almannavarna virkjuð samhliða því. Rétt fyrir hádegi var litakóði vegna úrkomuákefðar ferður úr gulu og upp í appelsínugult á Austfjörðum þar sem ákefðin er mest. Sjá frétt á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Sjá ítarlegar upplýsingar um viðvaranir á vefsíðu Veðurstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni. Nánast samfelldri úrhellisrigningu er spáð fyrir austan næstu tvo sólarhringana. Ráðgert er að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum en við það aukast líkur á aurskriðum. Ester Hlíðar Jensen, ofanflóðasérfræðingur, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að enn hefði ekki verið gripið til rýminga fyrir austan. „Almannavarnir munu taka ákvarðanir um hvaða næsta skref er og það verður fundað með þeim í dag og þau munu stýra aðgerðum ef einhver ástæða er til.“ Eru miklar líkur á aurskriðum? „Eins og staðan er núna, með þessa miklu ákefð og í rauninni í þetta langan tíma - þetta er í rauninni mikil ákefð í tvo sólarhringa alveg samfellt - þá sjáum við fyrir okkur að vatnavextir í farvegum geti orðið það miklir að það verði rof og valdið skriðum.“ Almennt í vatnsveðri sem þessu er brýnt að hreinsa frá niðurföllum til að minna líkur á vatnstjóni. Almannavarnir Lögreglumál Múlaþing Fjarðabyggð Tengdar fréttir Aukin hætta á aurskriðum fyrir austan Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður. 18. september 2023 07:31 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. Þar segir að talsverð eða mikil rigning sé í kortunum. „Hætta er á auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem og líkur á flóðum og skriðuföllum, sem geta raskað samgöngum. Aukið álag getur orðið á fráveitukerfi og er fólk hvatt til að sýna aðgát og huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Frá klukkan 18:00 verður farið á hættustig Almannavarna og verður Samhæfingarstöð Almannavarna virkjuð samhliða því. Rétt fyrir hádegi var litakóði vegna úrkomuákefðar ferður úr gulu og upp í appelsínugult á Austfjörðum þar sem ákefðin er mest. Sjá frétt á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Sjá ítarlegar upplýsingar um viðvaranir á vefsíðu Veðurstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni. Nánast samfelldri úrhellisrigningu er spáð fyrir austan næstu tvo sólarhringana. Ráðgert er að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum en við það aukast líkur á aurskriðum. Ester Hlíðar Jensen, ofanflóðasérfræðingur, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að enn hefði ekki verið gripið til rýminga fyrir austan. „Almannavarnir munu taka ákvarðanir um hvaða næsta skref er og það verður fundað með þeim í dag og þau munu stýra aðgerðum ef einhver ástæða er til.“ Eru miklar líkur á aurskriðum? „Eins og staðan er núna, með þessa miklu ákefð og í rauninni í þetta langan tíma - þetta er í rauninni mikil ákefð í tvo sólarhringa alveg samfellt - þá sjáum við fyrir okkur að vatnavextir í farvegum geti orðið það miklir að það verði rof og valdið skriðum.“ Almennt í vatnsveðri sem þessu er brýnt að hreinsa frá niðurföllum til að minna líkur á vatnstjóni.
Almannavarnir Lögreglumál Múlaþing Fjarðabyggð Tengdar fréttir Aukin hætta á aurskriðum fyrir austan Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður. 18. september 2023 07:31 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Aukin hætta á aurskriðum fyrir austan Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður. 18. september 2023 07:31