„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2023 22:11 Úr myndbandi leigubílsstjórans af eftirför hans á Sæbrautinni. Eins og sést er hann á hátt í 95 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60. Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. Í myndbandi sem leigubílstjóri sendi fréttastofu á föstudag er skrásettur stórhættulegur eltingaleikur bílstjórans við ökumann rafhlaupahjóls, sem bílstjórinn kemur auga á við akstur inn á Sæbraut í Reykjavík. Ljóst er að rafskútan er langt yfir leyfilegum 25 kílómetra hraða á göngustíg og bílstjórinn grípur til sinna ráða; eykur hraðann svo um munar og fylgir skútunni eftir fjölfarinni götunni á ofsahraða. Þegar mest er ekur bílstjórinn á hátt í hundrað kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er sextíu. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild segir málið skelfilegt; það sé alltof algengt að fólk breyti rafskútum eins og í þessu tilviki. Dæmin séu fjölmörg. „Foreldri var með barn í fanginu á áttatíu kílómetra hraða á stofnbraut. Þessi tæki mega ekki vera á akbraut, þau mega bara vera á gangstígum og hjólastígum,“ segir Guðbrandur. „Því miður höfum við banaslys á þessu svæði og við viljum ekki sjá þau fleiri.“ Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar En hvað með ofsaakstur leigubílstjórans? Mætti ekki segja að hann væri enn hættulegri en akstur þess sem stýrir hjólinu? „Það er allavega ekki minna hættulegt og fráleitt að menn leyfi sér slíkt og er einfaldlega ekki í boði,“ segir Guðbrandur. Þá hafi lögregla orðið vör við ört dýpkandi gjá milli stríðandi fylkinga í umferðinni, eins og þetta dæmi ef til vill sýni. Aukinn fjandskap milli talsmanna einkabílsins og þeirra sem eru frekar fylgjandi öðrum ferðamátum. „Því miður. Í staðinn fyrir að allir taki tillit hver til annars og fari með gætni. Þegar svo er, þá eru hlutirnir í betra standi allavega.“ Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15. september 2023 15:12 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Í myndbandi sem leigubílstjóri sendi fréttastofu á föstudag er skrásettur stórhættulegur eltingaleikur bílstjórans við ökumann rafhlaupahjóls, sem bílstjórinn kemur auga á við akstur inn á Sæbraut í Reykjavík. Ljóst er að rafskútan er langt yfir leyfilegum 25 kílómetra hraða á göngustíg og bílstjórinn grípur til sinna ráða; eykur hraðann svo um munar og fylgir skútunni eftir fjölfarinni götunni á ofsahraða. Þegar mest er ekur bílstjórinn á hátt í hundrað kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er sextíu. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild segir málið skelfilegt; það sé alltof algengt að fólk breyti rafskútum eins og í þessu tilviki. Dæmin séu fjölmörg. „Foreldri var með barn í fanginu á áttatíu kílómetra hraða á stofnbraut. Þessi tæki mega ekki vera á akbraut, þau mega bara vera á gangstígum og hjólastígum,“ segir Guðbrandur. „Því miður höfum við banaslys á þessu svæði og við viljum ekki sjá þau fleiri.“ Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar En hvað með ofsaakstur leigubílstjórans? Mætti ekki segja að hann væri enn hættulegri en akstur þess sem stýrir hjólinu? „Það er allavega ekki minna hættulegt og fráleitt að menn leyfi sér slíkt og er einfaldlega ekki í boði,“ segir Guðbrandur. Þá hafi lögregla orðið vör við ört dýpkandi gjá milli stríðandi fylkinga í umferðinni, eins og þetta dæmi ef til vill sýni. Aukinn fjandskap milli talsmanna einkabílsins og þeirra sem eru frekar fylgjandi öðrum ferðamátum. „Því miður. Í staðinn fyrir að allir taki tillit hver til annars og fari með gætni. Þegar svo er, þá eru hlutirnir í betra standi allavega.“
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Lögreglumál Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15. september 2023 15:12 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15. september 2023 15:12
„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31