Vilja stækka Tennishöllina og bæta við sex padel-völlum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2023 17:40 Svona gæti padel-vellirnir sex innanhúss litið út. Former arkitektar Skipulagsráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi við Tennishöllina í Kópavogi. Þar stendur til að byggja húsnæði með sex padel-völlum. Framkvæmdastjóri Tennishallarinnar segir mikinn áhuga á íþróttinni sem sé sérstaklega aðgengileg og félagsvæn. Málið var tekið fyrir hjá skipulagsráði þann 13. september. Rebekka Pétursdóttir, arkitekt hjá Former arkitektum, lagði fram umsókn um breytingu á deiliskipulaginu. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um tíu metra frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 fermetra. Nýr aðalinngangur á nýju húsnæði með sex padel-völlum.Former ARKitektar Þá fylgir tillaga að viðbyggingu við Tennishöllina í Kópavogi sem verður alls um 1800 fermetrar að flatarmáli. Skipulagsráð samþykkti með fimm atkvæðum gegn einu að breytingartillagan verði auglýst. Var málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Nýja byggingin sem sótt er um byggingarleyfi fyrir, séð úr lofti.Former arkitektar Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, segir viðbygginguna hluta af því að vilja byggja upp almenningsíþróttamiðstöð í Smáranum. „Við byrjuðum með padel fyrir fjórum árum og þetta hefur gengið hratt. Vellirnir eru meira og minna fullir öll kvöld og helgar. Áhuginn er mikill og við erum að reyna að svara því,“ segir Jónas Páll. Hann lýsir padel sem blöndu af tennis og skvassi. „Nema miklu auðveldari íþrótt. Þess vegna er hægt að mæta á völlinn, spila leik og fá sama kikk og maður fær þegar maður hefur verið lengi í tennis,“ segir Jónas Páll. Vinir og vinahópar mæta Mikið sé um að vinahópar og vinnufélagar mæti í padel enda nái leikmenn fljótt tökum á íþróttinni. „Áhuginn hefur verið mikill, það er stemmning fyrir þessu og fólk að kalla eftir fleiri völlum.“ Þá segir Jónas Páll að metnaður hafi verið lagður í hönnunina við padelvellina tvo sem fyrir eru. Sá metnaður haldi áfram. Þau sæki innblástur til Spánar þar sem padel er spilað utandyra. Þess vegna er lögð áhersla á að sólin fái að kíkja í heimsókn til padelspilara, innan skynsemismarka þó, og padel-spilarar upplifi smá suðræna stemmningu. Tengd skjöl Tillaga_að_breyttu_deiliskipulagiPDF7.4MBSækja skjal Tennis Kópavogur Skipulag Padel Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Málið var tekið fyrir hjá skipulagsráði þann 13. september. Rebekka Pétursdóttir, arkitekt hjá Former arkitektum, lagði fram umsókn um breytingu á deiliskipulaginu. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um tíu metra frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 fermetra. Nýr aðalinngangur á nýju húsnæði með sex padel-völlum.Former ARKitektar Þá fylgir tillaga að viðbyggingu við Tennishöllina í Kópavogi sem verður alls um 1800 fermetrar að flatarmáli. Skipulagsráð samþykkti með fimm atkvæðum gegn einu að breytingartillagan verði auglýst. Var málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Nýja byggingin sem sótt er um byggingarleyfi fyrir, séð úr lofti.Former arkitektar Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar, segir viðbygginguna hluta af því að vilja byggja upp almenningsíþróttamiðstöð í Smáranum. „Við byrjuðum með padel fyrir fjórum árum og þetta hefur gengið hratt. Vellirnir eru meira og minna fullir öll kvöld og helgar. Áhuginn er mikill og við erum að reyna að svara því,“ segir Jónas Páll. Hann lýsir padel sem blöndu af tennis og skvassi. „Nema miklu auðveldari íþrótt. Þess vegna er hægt að mæta á völlinn, spila leik og fá sama kikk og maður fær þegar maður hefur verið lengi í tennis,“ segir Jónas Páll. Vinir og vinahópar mæta Mikið sé um að vinahópar og vinnufélagar mæti í padel enda nái leikmenn fljótt tökum á íþróttinni. „Áhuginn hefur verið mikill, það er stemmning fyrir þessu og fólk að kalla eftir fleiri völlum.“ Þá segir Jónas Páll að metnaður hafi verið lagður í hönnunina við padelvellina tvo sem fyrir eru. Sá metnaður haldi áfram. Þau sæki innblástur til Spánar þar sem padel er spilað utandyra. Þess vegna er lögð áhersla á að sólin fái að kíkja í heimsókn til padelspilara, innan skynsemismarka þó, og padel-spilarar upplifi smá suðræna stemmningu. Tengd skjöl Tillaga_að_breyttu_deiliskipulagiPDF7.4MBSækja skjal
Tennis Kópavogur Skipulag Padel Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum