Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. september 2023 20:00 Sigurður Ingi, innviðaráðherra, vígði nýja landtengingu fyrir skemmtiferðaskip í dag. Vísir/Einar Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, vígði nýja landtengingu Faxaflóahafna við Faxagarð í dag, og þar með var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt hér á landi. Skipið sem um ræðir er norskt og heitir Maud í höfuðið á skipi Amundsen, þess fræga norska landkönnuðar. Þegar skemmtiferðaskip eru landtengd er slökkt á vélunum á meðan þau liggja við bryggju. Sigurður Ingi segir mikilvægt skref hafa verið stigið í dag. „Við höfum sagt að orkuskiptin séu framtíðin. Það er rangt, þau eru nútíðin. Við höfum verið að styrkja hafnir sem hafa verið að byggjast upp. Þær hafa verið að fara í orkuskipti, Faxaflóahafnir eru auðvitað lang stærsta hafnasamfélagið og hafa gengið á undan með góðu fordæmi. Þess vegna er þetta mikilvægt skref. Skemmtiferðaskipin ramma þetta inn en þau eru um leið áminning, áskorun um að auðvitað verðum við að gera þetta og nýta okkar frábæru grænu orku til þess að létta á umhverfinu.“ Nauðsynlegt að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu Skemmtiferðaskip eru umdeild og samkvæmt Sigurði er unnið að því að styrkja tekjugrunn þeirra. „Það er margt jákvætt við skemmtiferðaskipin, þau dreifa ferðamönnum betur en margt annað. Ég held að þau komi við í þrjátíu og einum höfnum, meðan við erum kannski aðalega með einn flugvöll. Dreifingin er þar af leiðandi umtalsvert meiri. En við þurfum auðvitað að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu og ferðamálaráðherra hefur verið með ákveðnar hugmyndir uppi um það.“ Auk Sigurðar Inga hélt Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafn ávarp, auk Gunnars Tryggvasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Þórdís Lóa og Sigurður Ingi gengust bæði undir aðgerð á dögunum og studdust við hækjur. Vísir/Einar Aðspurður um kostnað við landtenginguna segir Sigurður hana umtalsverða, hann sé þó ekki alveg með á hreinu um hvaða upphæðir ræðir. „Á landsvísu erum við að tala um þónokkuð marga milljarða. Þetta er hinsvegar fjárfesting sem skilar sér á allan hátt. Við erum þá auðvitað að nýta okkar eigin orku, samfélagið á orkuna. Við erum að nýta betur dreifikerfin. Svo erum við auðvitað að koma loftslaginu til verulegrar hjálpar með því að stöðva þessa mengun. Ekki síst frá skemmtiferðaskipunum sem eru kannski helsti gallinn, að mér finnst, við þeirra heimsóknir,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Kostnaðurinn skili sér í verðskránni Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að með því að nota grænt rafmagn sé ekki verið að flytja mengununa til, heldur losa sig algjörlega við hana. „Landtengingin felur í sjálfu sér að skipin sem liggja við hafnarbakkann þurfa ekki að brenna olíu, og þurfa þá ekki að losa loftmengandi efnum eða gróðurhúsalofttegundum,“ segir Gunnar. Nú sé gert ráð fyrir að þrjátíu til fjörutíu prósent flotans sé tengjanlegur í rafmagn. Öll skip þurfi að vera tengd fyrir 2030 en Gunnar á von á að það raungerist fyrr hér á landi. Þá skili kostnaðurinn við verkefnið sér í verðskránni. „Við þurfum að selja rafmagnið dýrt. Það kostar sextíu og fimm krónur hjá okkur. Það er gert til að það skili sér fljótt til baka.“ Norska skemmtiferðaskipið Maud er það fyrsta sem tengdist nýrri langtengingu hér á landi.Vísir/Einar Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Orkumál Hafnarmál Reykjavík Orkuskipti Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, vígði nýja landtengingu Faxaflóahafna við Faxagarð í dag, og þar með var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt hér á landi. Skipið sem um ræðir er norskt og heitir Maud í höfuðið á skipi Amundsen, þess fræga norska landkönnuðar. Þegar skemmtiferðaskip eru landtengd er slökkt á vélunum á meðan þau liggja við bryggju. Sigurður Ingi segir mikilvægt skref hafa verið stigið í dag. „Við höfum sagt að orkuskiptin séu framtíðin. Það er rangt, þau eru nútíðin. Við höfum verið að styrkja hafnir sem hafa verið að byggjast upp. Þær hafa verið að fara í orkuskipti, Faxaflóahafnir eru auðvitað lang stærsta hafnasamfélagið og hafa gengið á undan með góðu fordæmi. Þess vegna er þetta mikilvægt skref. Skemmtiferðaskipin ramma þetta inn en þau eru um leið áminning, áskorun um að auðvitað verðum við að gera þetta og nýta okkar frábæru grænu orku til þess að létta á umhverfinu.“ Nauðsynlegt að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu Skemmtiferðaskip eru umdeild og samkvæmt Sigurði er unnið að því að styrkja tekjugrunn þeirra. „Það er margt jákvætt við skemmtiferðaskipin, þau dreifa ferðamönnum betur en margt annað. Ég held að þau komi við í þrjátíu og einum höfnum, meðan við erum kannski aðalega með einn flugvöll. Dreifingin er þar af leiðandi umtalsvert meiri. En við þurfum auðvitað að tryggja að tekjurnar verði eftir í samfélaginu og ferðamálaráðherra hefur verið með ákveðnar hugmyndir uppi um það.“ Auk Sigurðar Inga hélt Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafn ávarp, auk Gunnars Tryggvasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Þórdís Lóa og Sigurður Ingi gengust bæði undir aðgerð á dögunum og studdust við hækjur. Vísir/Einar Aðspurður um kostnað við landtenginguna segir Sigurður hana umtalsverða, hann sé þó ekki alveg með á hreinu um hvaða upphæðir ræðir. „Á landsvísu erum við að tala um þónokkuð marga milljarða. Þetta er hinsvegar fjárfesting sem skilar sér á allan hátt. Við erum þá auðvitað að nýta okkar eigin orku, samfélagið á orkuna. Við erum að nýta betur dreifikerfin. Svo erum við auðvitað að koma loftslaginu til verulegrar hjálpar með því að stöðva þessa mengun. Ekki síst frá skemmtiferðaskipunum sem eru kannski helsti gallinn, að mér finnst, við þeirra heimsóknir,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Kostnaðurinn skili sér í verðskránni Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að með því að nota grænt rafmagn sé ekki verið að flytja mengununa til, heldur losa sig algjörlega við hana. „Landtengingin felur í sjálfu sér að skipin sem liggja við hafnarbakkann þurfa ekki að brenna olíu, og þurfa þá ekki að losa loftmengandi efnum eða gróðurhúsalofttegundum,“ segir Gunnar. Nú sé gert ráð fyrir að þrjátíu til fjörutíu prósent flotans sé tengjanlegur í rafmagn. Öll skip þurfi að vera tengd fyrir 2030 en Gunnar á von á að það raungerist fyrr hér á landi. Þá skili kostnaðurinn við verkefnið sér í verðskránni. „Við þurfum að selja rafmagnið dýrt. Það kostar sextíu og fimm krónur hjá okkur. Það er gert til að það skili sér fljótt til baka.“ Norska skemmtiferðaskipið Maud er það fyrsta sem tengdist nýrri langtengingu hér á landi.Vísir/Einar
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Orkumál Hafnarmál Reykjavík Orkuskipti Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira