„Illsku er ekki treystandi“ Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. september 2023 07:45 Úkraínuforseti heldur ræðu sína á 78. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. AP Photo/Richard Drew Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Hann hvatti heimsbyggðina til þess að sameinast í því að binda enda á árásárstríð Rússa á land hans. Ræða forsetans var ástríðufull og honum var mikið niðri fyrir þegar hann sagði að það verði að stöðva yfirvöld í Moskvu, sem ráði yfir kjarnorkuvopnum, í að ýta heimsbyggðinni út á brún allsherjarstríðs. Selenskí lagði mikla áherslu í ræðu sinni á þá hættu sem heiminum sé búin af völdum Rússa. Þá sagði hann að öll önnur vandamál, eins og loftlagsváin, sitji á hakanum vegna hegðunar Rússa. „Vopnvæðinguna verður að stöðva, stríðsglæpamönnum verður að refsa, fólk sem hefur verið flutt úr landi verður að koma til baka og innrásarherinn verður að hörfa til síns heima,“ sagði Selenskí meðal annars. Rússar hafa verið sakaðir um að taka úkraínsk börn af hernumdu svæðunum og flytja þau til Rússlands og sakaði Selenskí Rússa um þjóðarmorð í því samhengi. Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín Rússlandsforsetra vegna þess máls í mars síðastliðnum en Rússar hafa ítrekað þvertekið fyrir að standa í ólöglegum flutningi á börnum til Rússlands. Selenskí beindi orðum sínum ekki síst til þeirra landa sem hafa staðið á hliðarlínunni og neitað að taka afstöðu til innrásarinnar eða þeirra sem hafa stutt málstað Rússa. Þar er um að ræða lönd á borð við Indland, Brasilíu og Íran, en þeir síðastnefndu hafa selt Rússum árásardróna sem hafa leikið almenna borgara grátt í Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Hann hvatti heimsbyggðina til þess að sameinast í því að binda enda á árásárstríð Rússa á land hans. Ræða forsetans var ástríðufull og honum var mikið niðri fyrir þegar hann sagði að það verði að stöðva yfirvöld í Moskvu, sem ráði yfir kjarnorkuvopnum, í að ýta heimsbyggðinni út á brún allsherjarstríðs. Selenskí lagði mikla áherslu í ræðu sinni á þá hættu sem heiminum sé búin af völdum Rússa. Þá sagði hann að öll önnur vandamál, eins og loftlagsváin, sitji á hakanum vegna hegðunar Rússa. „Vopnvæðinguna verður að stöðva, stríðsglæpamönnum verður að refsa, fólk sem hefur verið flutt úr landi verður að koma til baka og innrásarherinn verður að hörfa til síns heima,“ sagði Selenskí meðal annars. Rússar hafa verið sakaðir um að taka úkraínsk börn af hernumdu svæðunum og flytja þau til Rússlands og sakaði Selenskí Rússa um þjóðarmorð í því samhengi. Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín Rússlandsforsetra vegna þess máls í mars síðastliðnum en Rússar hafa ítrekað þvertekið fyrir að standa í ólöglegum flutningi á börnum til Rússlands. Selenskí beindi orðum sínum ekki síst til þeirra landa sem hafa staðið á hliðarlínunni og neitað að taka afstöðu til innrásarinnar eða þeirra sem hafa stutt málstað Rússa. Þar er um að ræða lönd á borð við Indland, Brasilíu og Íran, en þeir síðastnefndu hafa selt Rússum árásardróna sem hafa leikið almenna borgara grátt í Úkraínu.
Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira