ESB jók framlög til landbúnaðar um 430 milljónir evra í sumar Erna Bjarnadóttir skrifar 20. september 2023 09:31 Þann 26. júní sl. samþykkti framkvæmdastjórn ESB að auka framlög til landbúnaðar í aðildarríkjunum til að koma til móts við áhrif af óhagstæðu veðurfari, hækkun framleiðslukostnaðar og fjölbreyttum markaðs- og viðskiptatengdum áskorunum. Nýi stuðningspakkinn samanstendur af 330 milljónum evra sem renna til bænda í 22 aðildarríkjum. Að auki hefur verið veitt samþykki fyrir 100 milljóna evra stuðningspakka fyrir bændur í Búlgaríu, Ungverjalandi, Póllandi, Rúmeníu og Slóvakíu, sem kynntur var framkvæmdastjórninni í maí. Samanlagt er því um að ræða viðbótarstuðning við landbúnaðinn að upphæð 430 milljónir evra eða sem nemur 62,5 milljörðum íslenskra króna. Af hverju aukinn stuðningur til bænda? Í umfjöllun um málið og fréttatilkynningu framkvæmdastjórnarinnar er bent á að landbúnaður hefur þurft að taka á sig þungar klyfjar undanfarin ár, fyrst í Covid-19 heimsfaraldrinum og síðan hækkun á orkuverði og ýmsum landbúnaðaraðföngum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Framkvæmdastjórn ESB samþykkti fyrst 500 milljón evra stuðningspakka fyrir landbúnaðinn í mars 2022, auk þess sem hún taldi upp margvíslegar aðgerðir til að tryggja aðgengi að áburði og möguleika bænda til kaupa á honum í nóvember 2022. Hratt lækkandi verð á landbúnaðarafurðum til bænda í ESB síðasta árið á meðan aðföng hafa lækkað hægar í verði - veldur bændum lausafjárvanda, einkum í korn- og olíufræræktun, mjólkurframleiðslu sem og annarri búfjárrækt, vínrækt og í ræktun á ávöxtum og grænmeti. Vegna matvælaverðbólgu færðist eftirspurn neytenda einnig frá ákveðnum vörum, eins og víni, ávöxtum og grænmeti og lífrænum vörum, sem olli framleiðendum enn frekari erfiðleikum. Auk þessarar almennu óhagstæðu efnahagsþróunar hafa þurrkar ollið erfiðleikum á Íberíuskaganum á meðan sum svæði á Ítalíu hafa orðið fyrir barðinu á alvarlegum flóðum sem ollu skemmdum á staðbundinni landbúnaðarframleiðslu og innviðum. Aukinn stuðningur í öllum aðildarlöndum ESB Bændur í Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Þýskalandi, Eistlandi, Írlandi, Grikklandi, Spáni, Frakklandi, Króatíu, Ítalíu, Kýpur, Lettlandi, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Hollandi, Austurríki, Portúgal, Slóveníu, Finnlandi og Svíþjóð munu njóta góðs af umræddum stuðningi upp á 330 milljónir evra úr sjóðum sem tilheyra CAP (e. Common Agricultural Policy). Aðildarríkin mega ennfremur bæta við þennan stuðning frá ESB sem nemur allt að 200% með sínu eigin landsfé. Sérstakur 100 milljón evra stuðningspakki var einnig samþykktur fyrir bændur í Búlgaríu, Ungverjalandi, Póllandi, Rúmeníu og Slóvakíu. Bændur í þessum fimm aðildarríkjum standa frammi fyrir miklum erfiðleikum í kjölfar mikils innflutnings á tilteknum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu eftir að tollar á þeim voru afnumdir vorið 2022. Sérstakar og tímabundnar fyrirbyggjandi ráðstafanir vegna innflutnings á takmörkuðum fjölda vara frá Úkraínu tóku gildi 2. maí sl. en átti síðan að afnema í áföngum fyrir 15. september 2023. Rétt er að geta þess að lagt er til að allur þessi aukni stuðningur (430 milljónir evra) verði greiddur til bænda fyrir 31. desember 2023. Því má þó bæta við að þótt innflutningsbannið til Austur-Evrópuríkjanna hafi átt að enda 15. september þá hafa nokkur Austur-Evrópuríki tekið upp einhliða innflutningsbann á vörur frá Úkraínu. Úkraína hefur sagst að það mun höfða mál á hendur Póllandi, Ungverjalandi og Slóvakíu fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf út af þessum innflutningshöftum. Eiga sömu sjónarmið ekki einnig við hér á landi? Bændur hér á landi hafa þurft að takast á við hækkanir á framleiðslukostnaði líkt og kollegar þeirra í nálægum löndum. Í fyrra var komið til móts við þessa stöðu með sérstökum framlögum líkt og ESB og Noregur gerðu þá. Í ár hefur hins vegar ekkert heyrst af sambærilegum aðgerðum hér á landi. Það vekur upp ákveðnar spurningar. Ofan á háan aðfangakostnað sem hefur ekki lækkað nema að takmörkuðu leyti, hafa háir vextir komið þungt við landbúnaðinn líkt og aðra í samfélaginu. Í atvinnugrein sem býr við mikla fjárbindingu samanborið við veltu (á viðskiptamáli kallast það hægur veltuhraði fjármuna) verður hins vegar þeim mun erfiðara að takast á við sveiflur af þessu tagi. Þegar búast má við að hátt olíuverð muni áfram kynda verðbólgubálið og ekki horfur á að 12 mánaða verðbólga lækki alveg í bráð hér á landi, dregst þessi vandi á langinn. Að auki ollu þurrkar því hér t.d. á vestanverðu landinu því að margir bændur fengu mun minni heyfeng en ætlað var eða þurftu að kosta miklu til að afla nægilegs fóðurs jafnvel sækja heyskap um tuga kílómetra veg í fjarlæg héruð. Aksturskostnaðurinn einn hleypur fljótt að hundruðum þúsunda. Aukin framlög í Evrópu – en hvað með íslenska bændur? Á sama tíma er verðbólga, þar með talin „matvælaverðbólga“, tekin að ganga hraðar niður í nágrannalöndum okkar en hér á landi. Búast má við að þá taki sig enn upp gagnrýni á matvælaframleiðendur hér á landi með söngnum um að þeir ekki geti haldið aftur af verðhækkunum. Hér verður ekki bæði sleppt og haldið, bændur eru ekki kyndarar á verðbólgubálinu. Á meðan staða matvælaframleiðenda í nágrannalöndum er tekin alvarlega og auknum stuðningi beitt til að tryggja að þeir komist í gegnum brimgarðana, má þá búast við að enn verði söngurinn um sök þeirra á háu matvælaverði hér á landi sunginn hástöfum? Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Landbúnaður Evrópusambandið Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 26. júní sl. samþykkti framkvæmdastjórn ESB að auka framlög til landbúnaðar í aðildarríkjunum til að koma til móts við áhrif af óhagstæðu veðurfari, hækkun framleiðslukostnaðar og fjölbreyttum markaðs- og viðskiptatengdum áskorunum. Nýi stuðningspakkinn samanstendur af 330 milljónum evra sem renna til bænda í 22 aðildarríkjum. Að auki hefur verið veitt samþykki fyrir 100 milljóna evra stuðningspakka fyrir bændur í Búlgaríu, Ungverjalandi, Póllandi, Rúmeníu og Slóvakíu, sem kynntur var framkvæmdastjórninni í maí. Samanlagt er því um að ræða viðbótarstuðning við landbúnaðinn að upphæð 430 milljónir evra eða sem nemur 62,5 milljörðum íslenskra króna. Af hverju aukinn stuðningur til bænda? Í umfjöllun um málið og fréttatilkynningu framkvæmdastjórnarinnar er bent á að landbúnaður hefur þurft að taka á sig þungar klyfjar undanfarin ár, fyrst í Covid-19 heimsfaraldrinum og síðan hækkun á orkuverði og ýmsum landbúnaðaraðföngum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Framkvæmdastjórn ESB samþykkti fyrst 500 milljón evra stuðningspakka fyrir landbúnaðinn í mars 2022, auk þess sem hún taldi upp margvíslegar aðgerðir til að tryggja aðgengi að áburði og möguleika bænda til kaupa á honum í nóvember 2022. Hratt lækkandi verð á landbúnaðarafurðum til bænda í ESB síðasta árið á meðan aðföng hafa lækkað hægar í verði - veldur bændum lausafjárvanda, einkum í korn- og olíufræræktun, mjólkurframleiðslu sem og annarri búfjárrækt, vínrækt og í ræktun á ávöxtum og grænmeti. Vegna matvælaverðbólgu færðist eftirspurn neytenda einnig frá ákveðnum vörum, eins og víni, ávöxtum og grænmeti og lífrænum vörum, sem olli framleiðendum enn frekari erfiðleikum. Auk þessarar almennu óhagstæðu efnahagsþróunar hafa þurrkar ollið erfiðleikum á Íberíuskaganum á meðan sum svæði á Ítalíu hafa orðið fyrir barðinu á alvarlegum flóðum sem ollu skemmdum á staðbundinni landbúnaðarframleiðslu og innviðum. Aukinn stuðningur í öllum aðildarlöndum ESB Bændur í Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Þýskalandi, Eistlandi, Írlandi, Grikklandi, Spáni, Frakklandi, Króatíu, Ítalíu, Kýpur, Lettlandi, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Hollandi, Austurríki, Portúgal, Slóveníu, Finnlandi og Svíþjóð munu njóta góðs af umræddum stuðningi upp á 330 milljónir evra úr sjóðum sem tilheyra CAP (e. Common Agricultural Policy). Aðildarríkin mega ennfremur bæta við þennan stuðning frá ESB sem nemur allt að 200% með sínu eigin landsfé. Sérstakur 100 milljón evra stuðningspakki var einnig samþykktur fyrir bændur í Búlgaríu, Ungverjalandi, Póllandi, Rúmeníu og Slóvakíu. Bændur í þessum fimm aðildarríkjum standa frammi fyrir miklum erfiðleikum í kjölfar mikils innflutnings á tilteknum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu eftir að tollar á þeim voru afnumdir vorið 2022. Sérstakar og tímabundnar fyrirbyggjandi ráðstafanir vegna innflutnings á takmörkuðum fjölda vara frá Úkraínu tóku gildi 2. maí sl. en átti síðan að afnema í áföngum fyrir 15. september 2023. Rétt er að geta þess að lagt er til að allur þessi aukni stuðningur (430 milljónir evra) verði greiddur til bænda fyrir 31. desember 2023. Því má þó bæta við að þótt innflutningsbannið til Austur-Evrópuríkjanna hafi átt að enda 15. september þá hafa nokkur Austur-Evrópuríki tekið upp einhliða innflutningsbann á vörur frá Úkraínu. Úkraína hefur sagst að það mun höfða mál á hendur Póllandi, Ungverjalandi og Slóvakíu fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf út af þessum innflutningshöftum. Eiga sömu sjónarmið ekki einnig við hér á landi? Bændur hér á landi hafa þurft að takast á við hækkanir á framleiðslukostnaði líkt og kollegar þeirra í nálægum löndum. Í fyrra var komið til móts við þessa stöðu með sérstökum framlögum líkt og ESB og Noregur gerðu þá. Í ár hefur hins vegar ekkert heyrst af sambærilegum aðgerðum hér á landi. Það vekur upp ákveðnar spurningar. Ofan á háan aðfangakostnað sem hefur ekki lækkað nema að takmörkuðu leyti, hafa háir vextir komið þungt við landbúnaðinn líkt og aðra í samfélaginu. Í atvinnugrein sem býr við mikla fjárbindingu samanborið við veltu (á viðskiptamáli kallast það hægur veltuhraði fjármuna) verður hins vegar þeim mun erfiðara að takast á við sveiflur af þessu tagi. Þegar búast má við að hátt olíuverð muni áfram kynda verðbólgubálið og ekki horfur á að 12 mánaða verðbólga lækki alveg í bráð hér á landi, dregst þessi vandi á langinn. Að auki ollu þurrkar því hér t.d. á vestanverðu landinu því að margir bændur fengu mun minni heyfeng en ætlað var eða þurftu að kosta miklu til að afla nægilegs fóðurs jafnvel sækja heyskap um tuga kílómetra veg í fjarlæg héruð. Aksturskostnaðurinn einn hleypur fljótt að hundruðum þúsunda. Aukin framlög í Evrópu – en hvað með íslenska bændur? Á sama tíma er verðbólga, þar með talin „matvælaverðbólga“, tekin að ganga hraðar niður í nágrannalöndum okkar en hér á landi. Búast má við að þá taki sig enn upp gagnrýni á matvælaframleiðendur hér á landi með söngnum um að þeir ekki geti haldið aftur af verðhækkunum. Hér verður ekki bæði sleppt og haldið, bændur eru ekki kyndarar á verðbólgubálinu. Á meðan staða matvælaframleiðenda í nágrannalöndum er tekin alvarlega og auknum stuðningi beitt til að tryggja að þeir komist í gegnum brimgarðana, má þá búast við að enn verði söngurinn um sök þeirra á háu matvælaverði hér á landi sunginn hástöfum? Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar