Bein útsending: Málþing um vistkerfisnálgun í umgengni við og nýtingu náttúru Íslands Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2023 08:31 Málþingið hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 12:30. Vísir/Vilhelm Matvælaráðuneytið og BIODICE standa fyrir málþingi um vistkerfisnálgun við nýtingu auðlinda á Hilton Nordica milli klukkan 9 og 12:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi að neðan, en markmið þess er að vekja athygli á hugtakinu vistkerfisnálgun, og hlutverki þess í stefnumörkun matvælaráðuneytisins. Í tilkynningu segir að efni málþingsins muni nýtast í aðgerðaáætlunum ráðuneytisins. „Í samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni til 2030 eru skilgreind fjögur meginmarkmið til ársins 2050 og 23 markmið til ársins 2030. Til að ná þessum markmiðum er gert ráð fyrir að stefnan verði innleidd hjá aðildarríkjum samningsins með vistkerfisnálgun. Á málþinginu verður vistkerfisnálgun sett í samhengi við auðlindanýtingu og verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Lagt verður mat á stöðuna á Íslandi gagnvart innleiðingu vistkerfisnálgunar við auðlindanýtingu lands og sjávar þ.m.t. landbúnaður, landgræðsla, skógrækt, sjávarútvegur og lagareldi. Sérfræðingar stofnana og hagaðilar munu fara yfir hvaða lausnir hafa reynst vel og hvernig má vinna að vistkerfisnálgun við nýtingu,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. Dagskrá Húsið opnað kl. 8.30 Fundarstjóri: Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs 9.00-9.10 Ávarp og setning: Svandís Svavarsdóttir ráðherra 9.10-10.30 Yfirlitserindi fagaðila BIODICE um vistkerfislega nálgun: Hugtök, saga, alþjóðlegt og íslenskt samhengi og stöðumat. Höfundar: Sérfræðingateymi BIODICE. Flytjendur: Skúli Skúlason, Háskólinn á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands, Snorri Sigurðsson, Náttúrufræðistofnun Íslands, Bryndís Marteinsdóttir Landgræðslan, Edda Sigurdís Oddsdóttir Skógræktin, Hrönn Egilsdóttir Hafrannsóknastofnun. Rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna. Umræður 10.30-10.50 Kaffi 10.50 – 12.10 Erindi (10 mín. hvert): Reynsla hagaðila af auðlindanýtingu í sátt við náttúruna og vistkerfisnálgun. Fulltrúi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Bændasamtaka Íslands – Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur í umhverfis- og landnýtingarmálum RML, og Valur Klemensson, sérfræðingur í umhverfismálum BÍ Fulltrúi bændasamfélagsins – Oddný Steina Valsdóttir, bóndi Butru Fulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi – Lísa Anne Libungan, fiskifræðingur Fulltrúi fyrirtækis í sjávarútvegi – Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála, og Kristján Þórarinsson, fagstjóri fiskimála, Brimi Fulltrúi sveitarfélaga/skipulagsaðila – Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði Fulltrúi náttúruverndarsamtaka – Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, líffræðingur og umhverfisfulltrúi Ungra umhverfissinna Umræður 12.10 - 12.30 Samantekt og lokaorð – málþingsslit: BIODICE og MAR BIODICE er samstarfsvettvangur einstaklinga, stofnana og fyrirtækja sem hefur að markmiði að efla þekkingu og skilning á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi. Innan BIODICE er sameinuð mikil sérfræðiþekking sem getur nýst til að ramma betur inn hvernig megi móta og fylgja eftir þeirri framtíðarsýn og áherslum sem sett hafa verið fram í stefnumörkun stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um BIODICE á www.biodice.is Umhverfismál Vísindi Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi að neðan, en markmið þess er að vekja athygli á hugtakinu vistkerfisnálgun, og hlutverki þess í stefnumörkun matvælaráðuneytisins. Í tilkynningu segir að efni málþingsins muni nýtast í aðgerðaáætlunum ráðuneytisins. „Í samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni til 2030 eru skilgreind fjögur meginmarkmið til ársins 2050 og 23 markmið til ársins 2030. Til að ná þessum markmiðum er gert ráð fyrir að stefnan verði innleidd hjá aðildarríkjum samningsins með vistkerfisnálgun. Á málþinginu verður vistkerfisnálgun sett í samhengi við auðlindanýtingu og verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Lagt verður mat á stöðuna á Íslandi gagnvart innleiðingu vistkerfisnálgunar við auðlindanýtingu lands og sjávar þ.m.t. landbúnaður, landgræðsla, skógrækt, sjávarútvegur og lagareldi. Sérfræðingar stofnana og hagaðilar munu fara yfir hvaða lausnir hafa reynst vel og hvernig má vinna að vistkerfisnálgun við nýtingu,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. Dagskrá Húsið opnað kl. 8.30 Fundarstjóri: Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs 9.00-9.10 Ávarp og setning: Svandís Svavarsdóttir ráðherra 9.10-10.30 Yfirlitserindi fagaðila BIODICE um vistkerfislega nálgun: Hugtök, saga, alþjóðlegt og íslenskt samhengi og stöðumat. Höfundar: Sérfræðingateymi BIODICE. Flytjendur: Skúli Skúlason, Háskólinn á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands, Snorri Sigurðsson, Náttúrufræðistofnun Íslands, Bryndís Marteinsdóttir Landgræðslan, Edda Sigurdís Oddsdóttir Skógræktin, Hrönn Egilsdóttir Hafrannsóknastofnun. Rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna. Umræður 10.30-10.50 Kaffi 10.50 – 12.10 Erindi (10 mín. hvert): Reynsla hagaðila af auðlindanýtingu í sátt við náttúruna og vistkerfisnálgun. Fulltrúi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Bændasamtaka Íslands – Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur í umhverfis- og landnýtingarmálum RML, og Valur Klemensson, sérfræðingur í umhverfismálum BÍ Fulltrúi bændasamfélagsins – Oddný Steina Valsdóttir, bóndi Butru Fulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi – Lísa Anne Libungan, fiskifræðingur Fulltrúi fyrirtækis í sjávarútvegi – Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála, og Kristján Þórarinsson, fagstjóri fiskimála, Brimi Fulltrúi sveitarfélaga/skipulagsaðila – Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði Fulltrúi náttúruverndarsamtaka – Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, líffræðingur og umhverfisfulltrúi Ungra umhverfissinna Umræður 12.10 - 12.30 Samantekt og lokaorð – málþingsslit: BIODICE og MAR BIODICE er samstarfsvettvangur einstaklinga, stofnana og fyrirtækja sem hefur að markmiði að efla þekkingu og skilning á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi. Innan BIODICE er sameinuð mikil sérfræðiþekking sem getur nýst til að ramma betur inn hvernig megi móta og fylgja eftir þeirri framtíðarsýn og áherslum sem sett hafa verið fram í stefnumörkun stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um BIODICE á www.biodice.is
Umhverfismál Vísindi Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira