Hulunni svipt af banamanni Guðmundar Kambans Árni Sæberg skrifar 21. september 2023 07:46 Guðmundur var Jónsson en tók upp eftirnafnið Kamban árið 1908. Nafn danska andspyrnumannsins, sem banaði rithöfundinum Guðmundi Kamban í Kaupmannahöfn árið 1945, hefur verið sveipað leyndarhjúp í rúm 78 ár. Sá hét Egon Alfred Højland. Guðmundur, sem flutti 22 ára til Danmerkur, fékk orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni, var handtekinn og skotinn til bana þann 5. maí 1945. Guðmundur bjó á Hotel-Pension Bartoli á Uppsalagötu 20 og þennan sama dag lauk hernámi Þjóðverja í Danmörku með tilheyrandi gleði og ringulreið. Danskir andspyrnumenn mættu á heimili Guðmundar og báðu hann um að fylgja sér. Guðmundur mun ekki hafa verið á því og óskaði eftir því að fá að sjá handtökuskipun. Lauk samskiptunum með því að einn andspyrnumannanna skaut Guðmund til bana. Nafnið legið frammi í átta ár Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, ritar lærða grein um málið í Morgunblað dagsins. Þar segir að Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur hafi fyrir margt löngu fengið aðgang að gögnum dómsmálaráðuneytis Danmerkur um opinbera rannsókn á máli Kambans. Frá því hafi hann greint í bók sinni Berlínarblús, sem gefin var út árið 1996. Hann hafi hins vegar ekki mátt gefa það upp hver varð Guðmundi að bana og hann hafi tekið leyndarmálið með sér í gröfina. Ásgeir hafi falið handritadeild Landsbókasafnsins varðveislu gagna sinna um málið og þau hafi verið lokuð til ársins 2015. „Sá sem skaut Guðmund Kamban til bana hét fullu nafni Egon Alfred Højland og var foringi í andspyrnuhópnum Ringen í Kaupmannahöfn,“ segir Guðmundur Magnússon, eftir að hafa kynnt sér gögnin. Egon þessi var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1916 og lærði skiltamálun áður en hann gekk til liðs við Ringen. Tæpum þremur áratugum eftir að hafa banað Kamban tók hann sæti á danska þinginu, þar sem hann sat í skamman tíma, frá desember árið 1973 til janúar 1975. Seinni heimsstyrjöldin Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. 11. október 2021 07:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Guðmundur, sem flutti 22 ára til Danmerkur, fékk orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni, var handtekinn og skotinn til bana þann 5. maí 1945. Guðmundur bjó á Hotel-Pension Bartoli á Uppsalagötu 20 og þennan sama dag lauk hernámi Þjóðverja í Danmörku með tilheyrandi gleði og ringulreið. Danskir andspyrnumenn mættu á heimili Guðmundar og báðu hann um að fylgja sér. Guðmundur mun ekki hafa verið á því og óskaði eftir því að fá að sjá handtökuskipun. Lauk samskiptunum með því að einn andspyrnumannanna skaut Guðmund til bana. Nafnið legið frammi í átta ár Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, ritar lærða grein um málið í Morgunblað dagsins. Þar segir að Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur hafi fyrir margt löngu fengið aðgang að gögnum dómsmálaráðuneytis Danmerkur um opinbera rannsókn á máli Kambans. Frá því hafi hann greint í bók sinni Berlínarblús, sem gefin var út árið 1996. Hann hafi hins vegar ekki mátt gefa það upp hver varð Guðmundi að bana og hann hafi tekið leyndarmálið með sér í gröfina. Ásgeir hafi falið handritadeild Landsbókasafnsins varðveislu gagna sinna um málið og þau hafi verið lokuð til ársins 2015. „Sá sem skaut Guðmund Kamban til bana hét fullu nafni Egon Alfred Højland og var foringi í andspyrnuhópnum Ringen í Kaupmannahöfn,“ segir Guðmundur Magnússon, eftir að hafa kynnt sér gögnin. Egon þessi var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1916 og lærði skiltamálun áður en hann gekk til liðs við Ringen. Tæpum þremur áratugum eftir að hafa banað Kamban tók hann sæti á danska þinginu, þar sem hann sat í skamman tíma, frá desember árið 1973 til janúar 1975.
Seinni heimsstyrjöldin Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. 11. október 2021 07:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. 11. október 2021 07:55