Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2023 10:47 John Grisham og George R.R. Martin eru meðal þeirra rithöfunda sem hafa höfðað mál gegn OpenAI vegna gervigreindarinnar ChatGPT. AP Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað. Lögmenn rithöfundanna höfðuðu málið í New York á þriðjudaginn og eru þau studd af hagsmunasamtökum rithöfunda í Bandaríkjunum; Authors Guild. Gervigreindir eins og ChatGPT eru í einföldu máli sagt, látnar skoða mikið magn texta sem finna má á internetinu, eins og fréttir, síður á Wikipedia, samtöl á samfélagsmiðlum og ýmislegt annað, svo þær læri að skrifa, svara spurningum og jafnvel semja bækur í stíl tiltekinna höfunda. Gagnrýnendur þessara gervigreinda hafa lengi talið að meðal annars hafi ólöglegar útgáfur af bókum rithöfunda, sem finna má á internetinu, verið notaðar til að þjálfa þær. Í lögsókn rithöfundanna er vísað til sérstakra dæma að leitum á nöfnum rithöfundanna. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til þess að gerigreindin hafi til að mynda notað persónur og sögu George R.R. Martin úr A Song of Ice and Fire bókunum og skrifað forsögu að Game of Thrones sem bar titilinn A Dawn of Direwolves. Við þau skrif notaði gervigreindin einnig persónur úr sögum Martins. Segir bókmenntir í húfi Rithöfundarnir eru ósáttir við að verk þeirra séu notuð til að þjálfa gervigreindina en aðrar starfstéttir eins og tónlistarmenn og handritshöfundar hafa áður lýst yfir sambærilegum áhyggjum. Lögsóknum sem þessum gegn OpenAI hefur farið fjölgandi. Mary Rasenberger, framkvæmdastjóri Authors Guild, segir í yfirlýsingu að gífurlega mikilvægt sé að stöðva þennan þjófnað. Bókmenntargeiri Bandaríkjanna sé í húfi og aðrir skapandi geirar sem tengja bókmenntum. „Góðar bækur eru yfirleitt skrifaðar af fólki sem hefur varið öllum ferli sínum, og jafnvel allri ævinni, í að læra og fullkomna skrif þeirra. Til að varðveita bókmenntir okkar, verða rithöfundar að stjórna því hvort og hvernig verk þeirra eru notuð af gervigreind.“ Rithöfundarnir átján eru David Baldacci, Mary Bly, Michael Connelly, Sylvia Day, Jonathan Franzen, John Grisham, Elin Hilderbrand, Christina Baker Kline, Maya Shanbhag Lang, Victor Lavalle, George R.R. Martin, Jodi Picoult, Douglas Preston, Roxana Robinson, George Saunders, Scott Turow og Rachel Vail. Lögsóknina má finna hér en rithöfundarnir vilja skaðabætur og að OpenAI verði meinað að nota verk þeirra við þjálfun gervigreindar. Notkun gervigreindar hefur einnig verið stór liður í deilum handritshöfunda og leikara við framleiðendur í Hollywood á undanförnum mánuðum. Segjast virða rétt höfunda Forsvarsmenn OpenAI sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu fyrirtækið virða réttindi rithöfunda og sögðust telja að þeir gætu hagnast á gervigreindartækni. „Við eigum í uppbyggilegum viðræðum við marga höfunda um heiminn allan og þar á meðal við Authors Guild, og við höfum unnið að því í sameiningu að skilja og ræða áhyggjur af gervigreind.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að forsvarsmenn OpenAI séu vongóðir um að finnast muni leiðir til samvinnu sem hagnist öllum og hjálpi fólki að nýta þessa nýju tækni. Tækni Bókmenntir Gervigreind Game of Thrones Bandaríkin Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Lögmenn rithöfundanna höfðuðu málið í New York á þriðjudaginn og eru þau studd af hagsmunasamtökum rithöfunda í Bandaríkjunum; Authors Guild. Gervigreindir eins og ChatGPT eru í einföldu máli sagt, látnar skoða mikið magn texta sem finna má á internetinu, eins og fréttir, síður á Wikipedia, samtöl á samfélagsmiðlum og ýmislegt annað, svo þær læri að skrifa, svara spurningum og jafnvel semja bækur í stíl tiltekinna höfunda. Gagnrýnendur þessara gervigreinda hafa lengi talið að meðal annars hafi ólöglegar útgáfur af bókum rithöfunda, sem finna má á internetinu, verið notaðar til að þjálfa þær. Í lögsókn rithöfundanna er vísað til sérstakra dæma að leitum á nöfnum rithöfundanna. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til þess að gerigreindin hafi til að mynda notað persónur og sögu George R.R. Martin úr A Song of Ice and Fire bókunum og skrifað forsögu að Game of Thrones sem bar titilinn A Dawn of Direwolves. Við þau skrif notaði gervigreindin einnig persónur úr sögum Martins. Segir bókmenntir í húfi Rithöfundarnir eru ósáttir við að verk þeirra séu notuð til að þjálfa gervigreindina en aðrar starfstéttir eins og tónlistarmenn og handritshöfundar hafa áður lýst yfir sambærilegum áhyggjum. Lögsóknum sem þessum gegn OpenAI hefur farið fjölgandi. Mary Rasenberger, framkvæmdastjóri Authors Guild, segir í yfirlýsingu að gífurlega mikilvægt sé að stöðva þennan þjófnað. Bókmenntargeiri Bandaríkjanna sé í húfi og aðrir skapandi geirar sem tengja bókmenntum. „Góðar bækur eru yfirleitt skrifaðar af fólki sem hefur varið öllum ferli sínum, og jafnvel allri ævinni, í að læra og fullkomna skrif þeirra. Til að varðveita bókmenntir okkar, verða rithöfundar að stjórna því hvort og hvernig verk þeirra eru notuð af gervigreind.“ Rithöfundarnir átján eru David Baldacci, Mary Bly, Michael Connelly, Sylvia Day, Jonathan Franzen, John Grisham, Elin Hilderbrand, Christina Baker Kline, Maya Shanbhag Lang, Victor Lavalle, George R.R. Martin, Jodi Picoult, Douglas Preston, Roxana Robinson, George Saunders, Scott Turow og Rachel Vail. Lögsóknina má finna hér en rithöfundarnir vilja skaðabætur og að OpenAI verði meinað að nota verk þeirra við þjálfun gervigreindar. Notkun gervigreindar hefur einnig verið stór liður í deilum handritshöfunda og leikara við framleiðendur í Hollywood á undanförnum mánuðum. Segjast virða rétt höfunda Forsvarsmenn OpenAI sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu fyrirtækið virða réttindi rithöfunda og sögðust telja að þeir gætu hagnast á gervigreindartækni. „Við eigum í uppbyggilegum viðræðum við marga höfunda um heiminn allan og þar á meðal við Authors Guild, og við höfum unnið að því í sameiningu að skilja og ræða áhyggjur af gervigreind.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að forsvarsmenn OpenAI séu vongóðir um að finnast muni leiðir til samvinnu sem hagnist öllum og hjálpi fólki að nýta þessa nýju tækni.
Tækni Bókmenntir Gervigreind Game of Thrones Bandaríkin Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira