Frelsi á útsölu Indriði Ingi Stefánsson skrifar 22. september 2023 07:01 Flest eru afar spenntir fyrir því að gera góð kaup á útsölum, enda fáum við þar oft mun meira fyrir peningana og getum tryggt okkur vörur sem í mörgum tilfellum verða ekki í boði framar. Frelsi er hins vegar ekki söluvara og alls ekki eitthvað sem á heima á útsölu Hvað er frelsi? Frelsi í sinni einföldustu mynd er rétturinn til óhindraðrar tjáningar, óhindraðra hugsana og óhindraðra aðgerða. Í nútíma samfélagi er frelsi mun flóknara samspil þátta sem tryggja okkur öllum tækifæri til að taka þátt í samfélaginu óháð uppruna, kyni, kynþætti o.þ.h. Það er mikilvægt að við sem erum búin að koma okkur fyrir í samfélaginu búum komandi kynslóðum sambærilega möguleika og tækifæri til þátttöku í samfélaginu og sérstaklega við sem tökum þátt í stjórnmálum. Þegar fólk hins vegar ræðir frelsi kemur í ljós að því ber ekki saman hvað það er. Við urðum áþreifanlega vör við það í Covid faraldrinum þegar það þurfti að brúa bilið milli hópa sem sumir kölluðu eftir takmörkunum til að geta tekið þátt í samfélaginu og annarra sem sættu sig ekki við neinar takmarkanir. Til að skapa það fjölbreytta samfélag sem við búum við hér þurfum við nefnilega að vera tilbúin að skoða hlutina frá mörgum hliðum sem margar hverjar skarast á, þá kemur að því að finna málamiðlanir. Þær málamiðlanir þurfa að eiga sér lagastoð og mikilvægt er að um þær ríki sátt. Þá sátt er ólíklegt að skapa ef hagsmunir eins hóps eru teknir fram fyrir hagsmuni heildarinnar. Réttlæti hins sterka Þegar einn ræður snýst réttlætið um það hvað hinum sterka finnst. Þær réttarbætur sem lögðu grunninn að frelsi í nútímasamfélagi voru gerðar til að koma í veg fyrir að konungar gætu beitt styrkleikum að geðþótta. Enda er réttlæti hins sterka töluvert öfugnefni. Á þeim grunni er svo til útilokað að við borgararnir upplifum frelsi, hinn sterki ræður hvað má segja, hinn sterki ræður hvaða stöðu fólk fær í þjóðfélaginu og þannig möguleikum þess til að framfleyta sér. Þetta hljómar samt nokkuð kunnuglega, Undanfarið höfum við séð hvernig ákveðinn hópur fær ansi mikið rými fyrir sitt frelsi oft á kostnað frelsis okkar hinna. Nýlega hófust hvalveiðar á grundvelli leyfis sem gefið var út á síðasta kjörtímabili, þrátt fyrir andstöðu þjóðarinnar og mikla galla á framkvæmd Enn hafa blaðamenn stöðu sakbornings á sama tíma og þeir aðilar sem brutu lög til að ná fram óeðlilegum áhrifum á fiskveiðum heillar þjóðar virðast ekki þurfa að standa að neinu leyti fyrir gjörðum sínum. Nýlega birtist í eina eftirlifandi dagblaði landsins í aldreifingu áróður sem vegur gróflega að tilveru og frelsi stórs hóps. Sem þegar hefur þurft að þola óvægna umræðu fulla af rangfærslum. Frelsi hins ríka Það er nefnilega ekki svo mikill munur á frelsi hins ríka og réttlæti hins sterka. Afleiðingarnar fyrir hinn ríka af hegðun sem hefur miklar og jafnvel varanlegar afleiðingar á líf okkar hinna eru nefnilega oft engar, hinn ríki getur beitt sér gegn þeim sem honum þóknast ekki. Um það eru svo ansi mörg dæmi í okkar þjóðfélagi án þess að fólkið sem skreytir sig á tyllidögum með því hversu mikilvægt frelsið sé hreyfi nokkrum andmælum. Enda aðhyllist það frelsi hins ríka. Fyrir nokkrum áratugum var töluvert styttra milli landsmanna í ríkidæmi og stór hluti almennings gat í krafti eigin fjármagns valið sér búsetustað, aflað sér menntunar og skapað sér ágæt lífsgæði á grunni eigin verðleika. Nú er svo komið að að í búseta á höfuðborgarsvæðinu er að verða flestum ómöguleg. Stórir aðilar hafa safnað til sínu mikið af húsnæði. Það kemur nú niður á möguleikum fólks til búsetu á svæðinu, nú stendur til að halda áfram útsölunni á hlut ríkisins í bönkum sem taka til sín gríðarlega mikið fjármagn á hverju ári á kostnað okkar borgaranna. Sá hópur sem svo býr við frelsi hins ríka fer svo sífellt minnkandi og með því hverfa möguleikar okkar hinna til að búa við frelsi til tjáningar, hugsunar og athafna[ Þá er ómögulegt annað en halda til haga hversu skaðlegt þetta er upp á framtíðina. Með tilliti til loftslagsmála eru möguleikar hins ríka til að menga gríðarlegir, lífsstíll lítils hóps gerir það að verkum að lífsgæði okkar allra verða mun lakari í framtíðinni. Í því samhengi er nóg að benda á að með hverjum hval sem er veiddur hverfur úr lífríkinu skepna sem sinnir gríðarlega mikilvægri og verðmætri þjónustu í loftslagsmálum. Það eitt ætti að duga til að við slepptum því, en hinn ríki þarf ekki að fást um slíkt og gerir það sem honum sýnist. Frelsi okkar allra Við Píratar viljum að öll búi við frelsi. Það verkefni er ekki einfalt, sérstaklega þegar frelsi eins hóps er ógn við frelsi annars. Það krefst þess að við tökum hagsmuni allra til skoðunar, við tökum tillit til sjónarmiða. Nú verðum við að standa vaktina og halda frelsi okkar allra á lofti og á sama tíma vinna gegn núverandi útsölu á frelsi í boði ríkisstjórnarinnar sem er langt komin með að rýma fyrir nýjum útfærslum á frelsi hins ríka sem við fæst höfum efni á. Allar leiðir til að nálgast þetta á hátt sem útilokar það að taka tillit til sjónarmiða og sjá málin frá mörgum hliðum mun útiloka hvort tveggja, frelsi og sátt. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Flest eru afar spenntir fyrir því að gera góð kaup á útsölum, enda fáum við þar oft mun meira fyrir peningana og getum tryggt okkur vörur sem í mörgum tilfellum verða ekki í boði framar. Frelsi er hins vegar ekki söluvara og alls ekki eitthvað sem á heima á útsölu Hvað er frelsi? Frelsi í sinni einföldustu mynd er rétturinn til óhindraðrar tjáningar, óhindraðra hugsana og óhindraðra aðgerða. Í nútíma samfélagi er frelsi mun flóknara samspil þátta sem tryggja okkur öllum tækifæri til að taka þátt í samfélaginu óháð uppruna, kyni, kynþætti o.þ.h. Það er mikilvægt að við sem erum búin að koma okkur fyrir í samfélaginu búum komandi kynslóðum sambærilega möguleika og tækifæri til þátttöku í samfélaginu og sérstaklega við sem tökum þátt í stjórnmálum. Þegar fólk hins vegar ræðir frelsi kemur í ljós að því ber ekki saman hvað það er. Við urðum áþreifanlega vör við það í Covid faraldrinum þegar það þurfti að brúa bilið milli hópa sem sumir kölluðu eftir takmörkunum til að geta tekið þátt í samfélaginu og annarra sem sættu sig ekki við neinar takmarkanir. Til að skapa það fjölbreytta samfélag sem við búum við hér þurfum við nefnilega að vera tilbúin að skoða hlutina frá mörgum hliðum sem margar hverjar skarast á, þá kemur að því að finna málamiðlanir. Þær málamiðlanir þurfa að eiga sér lagastoð og mikilvægt er að um þær ríki sátt. Þá sátt er ólíklegt að skapa ef hagsmunir eins hóps eru teknir fram fyrir hagsmuni heildarinnar. Réttlæti hins sterka Þegar einn ræður snýst réttlætið um það hvað hinum sterka finnst. Þær réttarbætur sem lögðu grunninn að frelsi í nútímasamfélagi voru gerðar til að koma í veg fyrir að konungar gætu beitt styrkleikum að geðþótta. Enda er réttlæti hins sterka töluvert öfugnefni. Á þeim grunni er svo til útilokað að við borgararnir upplifum frelsi, hinn sterki ræður hvað má segja, hinn sterki ræður hvaða stöðu fólk fær í þjóðfélaginu og þannig möguleikum þess til að framfleyta sér. Þetta hljómar samt nokkuð kunnuglega, Undanfarið höfum við séð hvernig ákveðinn hópur fær ansi mikið rými fyrir sitt frelsi oft á kostnað frelsis okkar hinna. Nýlega hófust hvalveiðar á grundvelli leyfis sem gefið var út á síðasta kjörtímabili, þrátt fyrir andstöðu þjóðarinnar og mikla galla á framkvæmd Enn hafa blaðamenn stöðu sakbornings á sama tíma og þeir aðilar sem brutu lög til að ná fram óeðlilegum áhrifum á fiskveiðum heillar þjóðar virðast ekki þurfa að standa að neinu leyti fyrir gjörðum sínum. Nýlega birtist í eina eftirlifandi dagblaði landsins í aldreifingu áróður sem vegur gróflega að tilveru og frelsi stórs hóps. Sem þegar hefur þurft að þola óvægna umræðu fulla af rangfærslum. Frelsi hins ríka Það er nefnilega ekki svo mikill munur á frelsi hins ríka og réttlæti hins sterka. Afleiðingarnar fyrir hinn ríka af hegðun sem hefur miklar og jafnvel varanlegar afleiðingar á líf okkar hinna eru nefnilega oft engar, hinn ríki getur beitt sér gegn þeim sem honum þóknast ekki. Um það eru svo ansi mörg dæmi í okkar þjóðfélagi án þess að fólkið sem skreytir sig á tyllidögum með því hversu mikilvægt frelsið sé hreyfi nokkrum andmælum. Enda aðhyllist það frelsi hins ríka. Fyrir nokkrum áratugum var töluvert styttra milli landsmanna í ríkidæmi og stór hluti almennings gat í krafti eigin fjármagns valið sér búsetustað, aflað sér menntunar og skapað sér ágæt lífsgæði á grunni eigin verðleika. Nú er svo komið að að í búseta á höfuðborgarsvæðinu er að verða flestum ómöguleg. Stórir aðilar hafa safnað til sínu mikið af húsnæði. Það kemur nú niður á möguleikum fólks til búsetu á svæðinu, nú stendur til að halda áfram útsölunni á hlut ríkisins í bönkum sem taka til sín gríðarlega mikið fjármagn á hverju ári á kostnað okkar borgaranna. Sá hópur sem svo býr við frelsi hins ríka fer svo sífellt minnkandi og með því hverfa möguleikar okkar hinna til að búa við frelsi til tjáningar, hugsunar og athafna[ Þá er ómögulegt annað en halda til haga hversu skaðlegt þetta er upp á framtíðina. Með tilliti til loftslagsmála eru möguleikar hins ríka til að menga gríðarlegir, lífsstíll lítils hóps gerir það að verkum að lífsgæði okkar allra verða mun lakari í framtíðinni. Í því samhengi er nóg að benda á að með hverjum hval sem er veiddur hverfur úr lífríkinu skepna sem sinnir gríðarlega mikilvægri og verðmætri þjónustu í loftslagsmálum. Það eitt ætti að duga til að við slepptum því, en hinn ríki þarf ekki að fást um slíkt og gerir það sem honum sýnist. Frelsi okkar allra Við Píratar viljum að öll búi við frelsi. Það verkefni er ekki einfalt, sérstaklega þegar frelsi eins hóps er ógn við frelsi annars. Það krefst þess að við tökum hagsmuni allra til skoðunar, við tökum tillit til sjónarmiða. Nú verðum við að standa vaktina og halda frelsi okkar allra á lofti og á sama tíma vinna gegn núverandi útsölu á frelsi í boði ríkisstjórnarinnar sem er langt komin með að rýma fyrir nýjum útfærslum á frelsi hins ríka sem við fæst höfum efni á. Allar leiðir til að nálgast þetta á hátt sem útilokar það að taka tillit til sjónarmiða og sjá málin frá mörgum hliðum mun útiloka hvort tveggja, frelsi og sátt. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar