Vonast til að stofna landslið í götubolta Valur Páll Eiríksson skrifar 22. september 2023 23:31 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sat þing FIBA í Manila. Vísir/Ívar Framkvæmdastjóri KKÍ segir götukörfubolta eða streetball hafa verið mikið til umræðu á nýafstöðnu ársþingi alþjóðakörfuknattleikssambandsins FIBA. Hann útilokar ekki að stofna landslið í greininni. Ársþing FIBA fór fram í síðasta mánuði samhliða heimsmeistaramóti karla í körfubolta í Manila í Filippseyjum. Hannes sat þingið fyrir hönd Körfuknattleikssambands Íslands og var á meðal kjöraðila sem kusu nýjan forseta sambandsins, Sjeikh Saud Ali Al Thani frá Katar. Hann er kjörinn til fjögurra ára og má ekki sinna stöðunni lengur en svo. Með þessu er stuðlað að betri starfsháttum og komið í veg fyrir einræðistilburði líkt og þekkjast í alþjóðasamböndum í næði handbolta og fótbolta til að mynda. „Það er þannig hjá FIBA að álfusamböndin skipta á milli sín forsetum á fjögurra ára fresti. Þannig að enginn forseti innan FIBA getur setið lengur en í fjögur ár,“ segir Hannes. Næsti forseti, sem kjörinn verður 2027, muni þá koma frá Eyjaálfu og sá næsti þar á eftir frá Evrópu árið 2031. „Þetta eru reglur sem voru settar fyrir allnokkru síðan og það er ákveðið regluverk í kringum þetta svo menn geta ekki setið endalaust (í stjórn). Menn eru kannski í stjórunni í fjögur til átta ár á undan og verða svo forsetar. Þetta eru tólf til sextán ár í mesta lagi sem einstaklingar eru í þessu,“ „En sem forseti er það bara fjögur ár og því er ávallt einhver breyting á stjórninni hjá FIBA World. Ég myndi halda upp á góða stjórnarhætti þá er þetta mjög gott,“ segir Hannes. Spennandi nýjungar Þrjú málefni stóðu upp úr á þinginu; veðmálastarfsemi, rafíþróttir og götubolti sem einnig er þekktur undir nafninu 3x3. Hannes segir KKÍ stefna að því að virkja sambandið betur á næstu misserum þegar kemur að bæði götuboltanum og rafíþróttunum. Algjörlega. Það er það sem okkur langar, bæði með 3x3 og rafíþróttirnar. En það sem við búum við er að okkur vantar allan mannafla í kringum þetta og að gera allt sem þarf að gera. Þetta er á döfinni hjá okkur og ég vona á næstu árum verðum við komin með einhverskonar 3x3 hjá okkur og rafíþróttir í kjölfarið. Þetta er mjög spennandi og nýjungar inn í íþróttirnar sem við vonandi getum tekið þátt í,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Sjá meira
Ársþing FIBA fór fram í síðasta mánuði samhliða heimsmeistaramóti karla í körfubolta í Manila í Filippseyjum. Hannes sat þingið fyrir hönd Körfuknattleikssambands Íslands og var á meðal kjöraðila sem kusu nýjan forseta sambandsins, Sjeikh Saud Ali Al Thani frá Katar. Hann er kjörinn til fjögurra ára og má ekki sinna stöðunni lengur en svo. Með þessu er stuðlað að betri starfsháttum og komið í veg fyrir einræðistilburði líkt og þekkjast í alþjóðasamböndum í næði handbolta og fótbolta til að mynda. „Það er þannig hjá FIBA að álfusamböndin skipta á milli sín forsetum á fjögurra ára fresti. Þannig að enginn forseti innan FIBA getur setið lengur en í fjögur ár,“ segir Hannes. Næsti forseti, sem kjörinn verður 2027, muni þá koma frá Eyjaálfu og sá næsti þar á eftir frá Evrópu árið 2031. „Þetta eru reglur sem voru settar fyrir allnokkru síðan og það er ákveðið regluverk í kringum þetta svo menn geta ekki setið endalaust (í stjórn). Menn eru kannski í stjórunni í fjögur til átta ár á undan og verða svo forsetar. Þetta eru tólf til sextán ár í mesta lagi sem einstaklingar eru í þessu,“ „En sem forseti er það bara fjögur ár og því er ávallt einhver breyting á stjórninni hjá FIBA World. Ég myndi halda upp á góða stjórnarhætti þá er þetta mjög gott,“ segir Hannes. Spennandi nýjungar Þrjú málefni stóðu upp úr á þinginu; veðmálastarfsemi, rafíþróttir og götubolti sem einnig er þekktur undir nafninu 3x3. Hannes segir KKÍ stefna að því að virkja sambandið betur á næstu misserum þegar kemur að bæði götuboltanum og rafíþróttunum. Algjörlega. Það er það sem okkur langar, bæði með 3x3 og rafíþróttirnar. En það sem við búum við er að okkur vantar allan mannafla í kringum þetta og að gera allt sem þarf að gera. Þetta er á döfinni hjá okkur og ég vona á næstu árum verðum við komin með einhverskonar 3x3 hjá okkur og rafíþróttir í kjölfarið. Þetta er mjög spennandi og nýjungar inn í íþróttirnar sem við vonandi getum tekið þátt í,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Sjá meira