Sérfræðingur Sky spáir ljótum United sigri í kvöld Siggeir Ævarsson skrifar 23. september 2023 11:04 Bruno kvartar Vísir/Getty Manchester United hefur ekki átt sjö dagana sæla í upphafi leiktíðar en liðið hefur tapað fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í öllum keppnum. United mætir sigurlausu liði Burnley í kvöld og sérfræðingur Sky, Lewis Jones, spáir ljótum United sigri. Vandræðagangur United hefur ekki farið framhjá neinum en liðið er plagað bæði af miklum meiðslum og ósætti leikmanna. Ber þar hæst opinber ágreiningur Erik ten Hag og Jadon Sancho sem ten Hag setti út úr liðinu fyrr í mánuðinum fyrir leik gegn Arsenal og sagði ástæðuna vera slaka frammistöðu á æfingum. Sancho svaraði fyrir sig fullum hálsi á samfélagsmiðlum og var í kjölfarið einnig tekinn út úr æfingahópi aðalliðsins og virðist misheppnaður ferill hans á Old Trafford vera á enda runninn og er jafnvel reiknað með að hann verði seldur ódýrt í janúar. United greiddi 73 milljónir fyrir leikmanninn 2021 þegar hann kom til liðsins eftir að hafa heillað fólk upp úr skónum með Dortmund. Hjá United hefur hann aðeins skorað níu mörk í 58 deildarleikjum og verða þau varla fleiri úr þessu. Ten Hag hefur fengið fimm miðjumenn til United síðan hann tók við stjórnartaumunum en illa hefur gengið að ná fram stöðugleika á miðsvæðinu. Mason Mount kom til liðsins frá Chelsea í sumar á 55 milljónir punda en heillaði fáa með frammistöðu sinni áður en hann meiddist. Þá fékk ten Hag Casemiro og Christian Eriksen til liðsins í fyrra en þeir hafa ekki fundið sitt gamla form í haust, kannski vegna þess að þeir eru sjálfir að verða gamlir. Til að bæta gráu ofan á svart hefur meiðslalisti United lengst nánast í hverri umferð en listinn er svo langur í augnablikinu að hann rúmast ekki á einu skjáskoti. Hluti af meiðslalista UnitedSkjáskot Ljósið í myrkrinu fyrir United og stuðningsmenn er þó árangur liðsins gegn liðum í neðri hluta deildarinnar, en United tók 25 stig af 30 mögulegum gegn þeim liðum á síðasta tímabili. Hvort sú tölfræði hjálpar þeim í kvöld er erfitt að segja en það er ljóst að fjölmargir stuðningsmenn liðsins eru orðnir ansi langeygir eftir sigri. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Sjá meira
Vandræðagangur United hefur ekki farið framhjá neinum en liðið er plagað bæði af miklum meiðslum og ósætti leikmanna. Ber þar hæst opinber ágreiningur Erik ten Hag og Jadon Sancho sem ten Hag setti út úr liðinu fyrr í mánuðinum fyrir leik gegn Arsenal og sagði ástæðuna vera slaka frammistöðu á æfingum. Sancho svaraði fyrir sig fullum hálsi á samfélagsmiðlum og var í kjölfarið einnig tekinn út úr æfingahópi aðalliðsins og virðist misheppnaður ferill hans á Old Trafford vera á enda runninn og er jafnvel reiknað með að hann verði seldur ódýrt í janúar. United greiddi 73 milljónir fyrir leikmanninn 2021 þegar hann kom til liðsins eftir að hafa heillað fólk upp úr skónum með Dortmund. Hjá United hefur hann aðeins skorað níu mörk í 58 deildarleikjum og verða þau varla fleiri úr þessu. Ten Hag hefur fengið fimm miðjumenn til United síðan hann tók við stjórnartaumunum en illa hefur gengið að ná fram stöðugleika á miðsvæðinu. Mason Mount kom til liðsins frá Chelsea í sumar á 55 milljónir punda en heillaði fáa með frammistöðu sinni áður en hann meiddist. Þá fékk ten Hag Casemiro og Christian Eriksen til liðsins í fyrra en þeir hafa ekki fundið sitt gamla form í haust, kannski vegna þess að þeir eru sjálfir að verða gamlir. Til að bæta gráu ofan á svart hefur meiðslalisti United lengst nánast í hverri umferð en listinn er svo langur í augnablikinu að hann rúmast ekki á einu skjáskoti. Hluti af meiðslalista UnitedSkjáskot Ljósið í myrkrinu fyrir United og stuðningsmenn er þó árangur liðsins gegn liðum í neðri hluta deildarinnar, en United tók 25 stig af 30 mögulegum gegn þeim liðum á síðasta tímabili. Hvort sú tölfræði hjálpar þeim í kvöld er erfitt að segja en það er ljóst að fjölmargir stuðningsmenn liðsins eru orðnir ansi langeygir eftir sigri.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Sjá meira