Sameining sveitarfélaga á endanum ákvörðun íbúa Helena Rós Sturludóttir skrifar 24. september 2023 12:32 Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga. Vísir/Steingrímur Dúi Sveitarfélagið Vogar útilokar ekki mögulega sameiningu við neinn að sögn bæjarstjóra. Nágrannasveitarfélögunum á Suðurnesjum verði sent formlegt erindi á næstu dögum um samtal en of snemmt sé að spá fyrir um það hvort samtalið muni leiða til breytinga. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög um mögulega sameiningarkosti. Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri Voga segir þetta rökrétt framhald af valkostagreiningu sem þegar hafi verið farið í, þar sem kostir og gallar við mismunandi sameiningar hafi verið skoðaðar. „Það var í rauninni ekki búið að ljúka verkefninu þannig að við ákváðum að taka það aftur upp núna og við leituðum í sjálfu sér ekkert sérstaklega til Reykjanesbæjar heldur einfaldlega samþykkti bæjarráð að hefja aftur samtöl við nágranna sveitarfélögin og kanna hug þeirra til sameininga,“ segir Gunnar Axel. Útilokar ekki önnur sveitarfélög Vogar liggi mitt á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar og að sveitarfélagið útilokaði ekki að skoða sameiningu við Hafnarfjörð. „En sveitarfélögin á Suðurnesjum eiga í mjög miklu samstarfi í mörgum stórum verkefnum; sorpmálum, brunavörnum, heilbrigðiseftirlit og svo framvegis og það gengur allt mjög vel þannig það er kannski eðlilegra að leita til nágrannasveitarfélaganna í svona samtali,“ segir Gunnar Axel jafnframt. Aðspurður segir Gunnar fjárhagserfiðleika ekki ástæðu fyrir samtalinu. Sveitarfélagið eigi ekki í neinum frekari fjárhagserfiðleikum en önnur sveitarfélög. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga sé erfitt og þannig verði það sennilega áfram. Vilja tryggja betri lífsskilyrði „Bæjarstjórnin hér lítur bara á það sem sína skyldu að horfa til framtíðar og velta upp spurningum á borð við hvað er skynsamlegast fyrir íbúana. Er skynsamlegast að hafa óbreytt fyrirkomulag eða tryggjum við íbúum betri lífsskilyrði með því að vinna nánar saman sem eitt,“ segir Gunnar Axel. Vogar útiloki ekki samstarf við neinn og næsta skref sé að senda formlegt erindi á Suðurnesjabæ, Grindavík og Reykjanesbæ og fara í könnunarviðræður. „Sem gætu svo á endanum leitt til að við ákveðum tvö eða fleiri sveitarfélög að fara í formlegar sameiningarviðræður þá verður farið í svona ítarlegri vinnu og allar hliðar málsins skoðaðar. Svo er þetta auðvitað bara á endanum íbúanna að taka svona ákvarðanir, valdið liggur hjá þeim í ákvörðunum um sameiningar,“ segir Gunnar Axel að lokum. Vogar Sveitarstjórnarmál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög um mögulega sameiningarkosti. Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri Voga segir þetta rökrétt framhald af valkostagreiningu sem þegar hafi verið farið í, þar sem kostir og gallar við mismunandi sameiningar hafi verið skoðaðar. „Það var í rauninni ekki búið að ljúka verkefninu þannig að við ákváðum að taka það aftur upp núna og við leituðum í sjálfu sér ekkert sérstaklega til Reykjanesbæjar heldur einfaldlega samþykkti bæjarráð að hefja aftur samtöl við nágranna sveitarfélögin og kanna hug þeirra til sameininga,“ segir Gunnar Axel. Útilokar ekki önnur sveitarfélög Vogar liggi mitt á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar og að sveitarfélagið útilokaði ekki að skoða sameiningu við Hafnarfjörð. „En sveitarfélögin á Suðurnesjum eiga í mjög miklu samstarfi í mörgum stórum verkefnum; sorpmálum, brunavörnum, heilbrigðiseftirlit og svo framvegis og það gengur allt mjög vel þannig það er kannski eðlilegra að leita til nágrannasveitarfélaganna í svona samtali,“ segir Gunnar Axel jafnframt. Aðspurður segir Gunnar fjárhagserfiðleika ekki ástæðu fyrir samtalinu. Sveitarfélagið eigi ekki í neinum frekari fjárhagserfiðleikum en önnur sveitarfélög. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga sé erfitt og þannig verði það sennilega áfram. Vilja tryggja betri lífsskilyrði „Bæjarstjórnin hér lítur bara á það sem sína skyldu að horfa til framtíðar og velta upp spurningum á borð við hvað er skynsamlegast fyrir íbúana. Er skynsamlegast að hafa óbreytt fyrirkomulag eða tryggjum við íbúum betri lífsskilyrði með því að vinna nánar saman sem eitt,“ segir Gunnar Axel. Vogar útiloki ekki samstarf við neinn og næsta skref sé að senda formlegt erindi á Suðurnesjabæ, Grindavík og Reykjanesbæ og fara í könnunarviðræður. „Sem gætu svo á endanum leitt til að við ákveðum tvö eða fleiri sveitarfélög að fara í formlegar sameiningarviðræður þá verður farið í svona ítarlegri vinnu og allar hliðar málsins skoðaðar. Svo er þetta auðvitað bara á endanum íbúanna að taka svona ákvarðanir, valdið liggur hjá þeim í ákvörðunum um sameiningar,“ segir Gunnar Axel að lokum.
Vogar Sveitarstjórnarmál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira