Sjö ára börn í Rússlandi læra herkænsku Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. september 2023 16:28 Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sjálfur heimsótt skóla og talað um mikilvægi þess að verja landið. Getty/Contributor Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum. Þar sem áður voru krakkar að leik má nú sjá ung börn í herbúningum læra að marsera undir stjórn kennara sinna. Menntamálaráðuneytið rússneska kynnti nýjar áherslur í aðalnámskrá fyrr á árinu en samkvæmt henni verður einblínt á að kenna börnum hertengda leiki og bjóða upp á heimsóknir háttsettra manna úr hernum. Þá yrði börnum á unglingastigi kennt að læra að beita skotvopnum undir leiðsögn sérfróðra. Námskráin er tilraunaverkefni að svo stöddu en stefnt er að því að innleiða hana að öllu leyti á næsta ári. Áherslur í rússneska skólakerfinu hafa tekið ýmsum breytingum síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst. Til að mynda hefur kennslubókinni „Saga Rússlands,“ sem ætluð er grunnskólabörnum, verið breytt töluvert. Brúin yfir á Krímskaga prýðir nú kápu bókarinnar og kaflaheiti á borð við „sögufölsun“ og „úkraínskur nýnasismi“ hafa litið dagsins ljós. Í nýjum kafla er til dæmis fjallað um áætlanir Úkraínumanna um að komast yfir kjarnorkuvopn og að Vesturveldin vilji knésetja efnahag Rússlands. CNN greinir frá því að kennarar sem hafa verið minna spenntir fyrir nýju áherslunum hafi verið reknir. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir mikilvægt að kenna börnum að efla samheldni og styðja landið. Mikilvægt sé að undirbúa yngri kynslóðina undir herþjónustu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Þar sem áður voru krakkar að leik má nú sjá ung börn í herbúningum læra að marsera undir stjórn kennara sinna. Menntamálaráðuneytið rússneska kynnti nýjar áherslur í aðalnámskrá fyrr á árinu en samkvæmt henni verður einblínt á að kenna börnum hertengda leiki og bjóða upp á heimsóknir háttsettra manna úr hernum. Þá yrði börnum á unglingastigi kennt að læra að beita skotvopnum undir leiðsögn sérfróðra. Námskráin er tilraunaverkefni að svo stöddu en stefnt er að því að innleiða hana að öllu leyti á næsta ári. Áherslur í rússneska skólakerfinu hafa tekið ýmsum breytingum síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst. Til að mynda hefur kennslubókinni „Saga Rússlands,“ sem ætluð er grunnskólabörnum, verið breytt töluvert. Brúin yfir á Krímskaga prýðir nú kápu bókarinnar og kaflaheiti á borð við „sögufölsun“ og „úkraínskur nýnasismi“ hafa litið dagsins ljós. Í nýjum kafla er til dæmis fjallað um áætlanir Úkraínumanna um að komast yfir kjarnorkuvopn og að Vesturveldin vilji knésetja efnahag Rússlands. CNN greinir frá því að kennarar sem hafa verið minna spenntir fyrir nýju áherslunum hafi verið reknir. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir mikilvægt að kenna börnum að efla samheldni og styðja landið. Mikilvægt sé að undirbúa yngri kynslóðina undir herþjónustu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00