„Ég mun líta í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 18:26 Daniej Dejan Djuric fagnar hér í leik með Víkingum. Vísir/Hulda Margrét Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkinga var byrjaður að hlakka til að tryggja sér Íslandsbikarinn á Kópavogsvelli gegn Blikum á morgun. Svo verður ekki því titillinn er í höfn eftir jafntefli KR og Vals í dag. Valsmenn geta nú ekki lengur náð Víkingum á toppnum. „Hún er mjög skrýtin. Ég vissi hvernig þetta var fyrirfram og ég veit ekki alveg hvernig þetta er núna. Skrýtin er tilfinningin,“ sagði Danijel þegar Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við hann eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðsmenn Víkings söfnuðust saman á heimavelli sínum í Fossvoginum til að fylgjast með gangi mála. Ef Valsmenn hefðu unnið sigur í dag hefðu Víkingar fengið tækifæri til að tryggja sér titilinn á Kópavogsvelli á morgun þar sem liðið mætir Breiðabliki. Liðin hafa eldað grátt silfur síðustu misseri og Danijel oftar en ekki verið í sviðsljósinu en hann er uppalinn hjá Kópavogsliðinu. Var hann farinn að hlakka til leiksins á Kópavogsvelli á morgun? „Kannski meira mér en öðrum í liðinu. Ég horfði mikið í það að spila leikinn á morgun, kannski meira ég en aðrir í liðinu.“ „Þetta hefði verið geðveikur leikur. Það hefði kitlað mig meira en aðra. Þetta eru blendnar tilfinningar, maður vildi spila alvöru leik á morgun en síðan vildi maður líka verða Íslandmeistari. Þetta er mjög skrýtið, það er það eina sem ég get sagt.“ Danijel segir að það verði lítið mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum á morgun þó svo að titillin sé í höfn. „Það verður ekkert mál. Breiðablik er alltaf eins og Breiðablik. Enginn vill tapa fyrir Breiðablik og það verður ekkert mál að gíra sig upp í leikinn á morgun.“ Klippa: Viðtal - Danijel Dejan Djuric Blikar munu væntanlega standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn á morgun. Danijel hlakkar til þeirrar stundar. „Ég get lofað ykkur að ég fer hægt út úr göngunum á morgun. Ég mun líta aðeins í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig. Þetta verður stund sem ég verð mjög stoltur af. Það eina sem ég segi er að hafa trú á sjálfum sér. Ég er Íslands- og bikarmeistari og ég hafði trú á sjálfum mér og þannig er þetta.“ „Einmitt það, stoltur Víkingur,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum en allt viðtal Svövu Kristínar við hann má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira
„Hún er mjög skrýtin. Ég vissi hvernig þetta var fyrirfram og ég veit ekki alveg hvernig þetta er núna. Skrýtin er tilfinningin,“ sagði Danijel þegar Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við hann eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Liðsmenn Víkings söfnuðust saman á heimavelli sínum í Fossvoginum til að fylgjast með gangi mála. Ef Valsmenn hefðu unnið sigur í dag hefðu Víkingar fengið tækifæri til að tryggja sér titilinn á Kópavogsvelli á morgun þar sem liðið mætir Breiðabliki. Liðin hafa eldað grátt silfur síðustu misseri og Danijel oftar en ekki verið í sviðsljósinu en hann er uppalinn hjá Kópavogsliðinu. Var hann farinn að hlakka til leiksins á Kópavogsvelli á morgun? „Kannski meira mér en öðrum í liðinu. Ég horfði mikið í það að spila leikinn á morgun, kannski meira ég en aðrir í liðinu.“ „Þetta hefði verið geðveikur leikur. Það hefði kitlað mig meira en aðra. Þetta eru blendnar tilfinningar, maður vildi spila alvöru leik á morgun en síðan vildi maður líka verða Íslandmeistari. Þetta er mjög skrýtið, það er það eina sem ég get sagt.“ Danijel segir að það verði lítið mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum á morgun þó svo að titillin sé í höfn. „Það verður ekkert mál. Breiðablik er alltaf eins og Breiðablik. Enginn vill tapa fyrir Breiðablik og það verður ekkert mál að gíra sig upp í leikinn á morgun.“ Klippa: Viðtal - Danijel Dejan Djuric Blikar munu væntanlega standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn á morgun. Danijel hlakkar til þeirrar stundar. „Ég get lofað ykkur að ég fer hægt út úr göngunum á morgun. Ég mun líta aðeins í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig. Þetta verður stund sem ég verð mjög stoltur af. Það eina sem ég segi er að hafa trú á sjálfum sér. Ég er Íslands- og bikarmeistari og ég hafði trú á sjálfum mér og þannig er þetta.“ „Einmitt það, stoltur Víkingur,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum en allt viðtal Svövu Kristínar við hann má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira