Tekur landsstjórnin ekkert mark á lögum um almannatryggingar? Finnur Birgisson skrifar 25. september 2023 07:31 „Greiðslur almannatrygginga (…) skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ - Þannig hljóðar 62. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar. Þetta þýðir skv. almennum málskilningi að launaþróunin eigi að vera aðalviðmiðið. En ef svo skyldi einhverntíma vilja til að launin héldu ekki í við verðlagið, þá skuli verðlagið ráða, þ.e.a.s. sú viðmiðunin sem þá gefur hagstæðari niðurstöðu fyrir skjólstæðinga almannatrygginga, - ekki fyrir ríkiskassann. Klókindaleg formúla fjármálaráðuneytis Bæði þessi viðmið eru skýr og ótvíræð og birtast í mánaðarlegum launa- og neysluverðsvísitölum Hagstofu Íslands. Það flækir samt óneitanlega málið, að ákvörðun Alþingis um fjárveitingar til almannatrygginga þarf hverju sinni að byggjast á spá um væntanlega þróun vísitalnanna á komandi ári, og eins og Daninn sagði þá er erfitt að spá; sér í lagi um framtíðina. Nokkur síðustu ára hafa spárnar geigað verulega og alltaf á sama veg: Skjólstæðingum almannatrygginga í óhag. Það er þó ekki eina ástæðan fyrir því að greiðslur almannatrygginga hafa dregist langt aftur úr launaþróuninni á undanförnum árum, og jafnvel átt það til að halda ekki einu sinni í við framfærsluvísitöluna. Önnur ástæða er sú að fjármálaráðuneytið hefur alla tíð álitið það mesta óráð að láta greiðslur almannatrygginga fylgja launaþróuninni. Það hefur því komið sér upp klókindalegri formúlu til að „leiðrétta“ tölur Hagstofunnar, - reikna launavísitöluna niður. Kaupmáttur ellilífeyrisins dróst saman 2021 og 2022 Kjaragliðnunina, sem er afleiðing af þessu, má sjá á meðfylgjandi línuriti (Mynd 1). Það tekur til áranna sem ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur hafa setið en sú fyrri tók við völdum 30. nóvember 2017. Línurnar eru stilltar á 100 fyrir árið 2017 og sýna hvernig ársmeðaltöl verðlags, launa og ellilífeyris hafa þróast síðan þá. Línuritið sýnir að launin hafa hækkað um 52% og framfærsluvísitalan um 33% á þessum 6 árum, sem þýðir að kaupmáttur launanna jókst um 14,3%. Aukningin varð einkum til og með 2021, en eftir það verða launa- og framfærslulínan nánast samsíða, sem þýðir að síðan þá hefur kaupmátturinn að mestu staðið í stað. En hvað með ellilífeyrinn? Fyrstu ríkisstjórnarár Katrínar hækkaði hann aðeins brattar en framfærsluvísitalan og 2020 hafði kaupmáttur hans aukist um ca. 2,8% frá 2017, meðan kaupmáttur launa hafði aukist um 9,2%. En næstu tvö árin dróst kaupmáttur ellilífeyrisins saman aftur og árið 2022 var hann dottinn niður í nánast það sama og hann hafði verið 2017, meðan kaupmáttur launanna hafði aukist um 13%. Súluritið á mynd 2 fjallar um það sama og línuritið, en sýnir það á annan hátt. Fyrir hvert ár eru tvær súlur, blá fyrir launin og rauð fyrir ellilífeyrinn, og tákna þær kaupmáttaraukningu (eða -rýrnun) í prósentum frá næsta ári á undan. Dæmi: Árið 2018 jókst kaupmáttur launa um 3,8% frá árinu á undan, en kaupmáttur ellilífeyrisins um 2%. 4,6% kjaragliðnun á einu ári! Af súluritinu sést glöggt hvernig kjaragliðnunin hefur aukist jafnt og þétt allt frá upphafi tímabilsins. Aldrei þó meira en 2021, þegar raunvirði ellilífeyrisins rýrnaði um 0,8% frá fyrra ári en kaupmáttur launanna jókst um 3,8%. Þar gleikkaði bilið milli launa og lífeyris í einu stökki um 4,6%! Árið 2022 varð síðan sama og engin kaupmáttaraukning launanna, en þá lækkaði líka ellilífeyririnn um 1,8% að raungildi. Á yfirstandandi ári hefur þetta snúist aðeins við og kaupmáttur ellilífeyrisins aukist lítillega á ný, en þó ekki nóg til að vega upp rýrnunina '21 og '22. - Því fer þannig víðs fjarri að í ríkistjórnartíð Katrínar hafi verið virt sú meginregla almannatryggingarlaganna að láta ellilífeyrinn fylgja launaþróun. Tvö undangengin ár hélt hann meira að segja ekki í við framfærsluvísitöluna, heldur dróst saman að raungildi um samtals 2,6%. Samt kveða lögin á um að það megi ekki gerast, því þar segir í 62. grein: „ ... þó þannig að þær (innsk.: greiðslurnar) hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Þegar svo almenna frítekjumarkið hefur í ofanálag staðið í stað í skitnum 25 þúsund krónum á mánuði síðan 2017, þarf engan að undra að meðal ellilífeyristaka ríki vonbrigði og reiði vegna þess algera tómlætis sem ríkisstjórnin sýnir kjörum þeirra. Höfundur er formaður kjaranefndar FEB í Reykjavík og nágrenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Eldri borgarar Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
„Greiðslur almannatrygginga (…) skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ - Þannig hljóðar 62. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar. Þetta þýðir skv. almennum málskilningi að launaþróunin eigi að vera aðalviðmiðið. En ef svo skyldi einhverntíma vilja til að launin héldu ekki í við verðlagið, þá skuli verðlagið ráða, þ.e.a.s. sú viðmiðunin sem þá gefur hagstæðari niðurstöðu fyrir skjólstæðinga almannatrygginga, - ekki fyrir ríkiskassann. Klókindaleg formúla fjármálaráðuneytis Bæði þessi viðmið eru skýr og ótvíræð og birtast í mánaðarlegum launa- og neysluverðsvísitölum Hagstofu Íslands. Það flækir samt óneitanlega málið, að ákvörðun Alþingis um fjárveitingar til almannatrygginga þarf hverju sinni að byggjast á spá um væntanlega þróun vísitalnanna á komandi ári, og eins og Daninn sagði þá er erfitt að spá; sér í lagi um framtíðina. Nokkur síðustu ára hafa spárnar geigað verulega og alltaf á sama veg: Skjólstæðingum almannatrygginga í óhag. Það er þó ekki eina ástæðan fyrir því að greiðslur almannatrygginga hafa dregist langt aftur úr launaþróuninni á undanförnum árum, og jafnvel átt það til að halda ekki einu sinni í við framfærsluvísitöluna. Önnur ástæða er sú að fjármálaráðuneytið hefur alla tíð álitið það mesta óráð að láta greiðslur almannatrygginga fylgja launaþróuninni. Það hefur því komið sér upp klókindalegri formúlu til að „leiðrétta“ tölur Hagstofunnar, - reikna launavísitöluna niður. Kaupmáttur ellilífeyrisins dróst saman 2021 og 2022 Kjaragliðnunina, sem er afleiðing af þessu, má sjá á meðfylgjandi línuriti (Mynd 1). Það tekur til áranna sem ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur hafa setið en sú fyrri tók við völdum 30. nóvember 2017. Línurnar eru stilltar á 100 fyrir árið 2017 og sýna hvernig ársmeðaltöl verðlags, launa og ellilífeyris hafa þróast síðan þá. Línuritið sýnir að launin hafa hækkað um 52% og framfærsluvísitalan um 33% á þessum 6 árum, sem þýðir að kaupmáttur launanna jókst um 14,3%. Aukningin varð einkum til og með 2021, en eftir það verða launa- og framfærslulínan nánast samsíða, sem þýðir að síðan þá hefur kaupmátturinn að mestu staðið í stað. En hvað með ellilífeyrinn? Fyrstu ríkisstjórnarár Katrínar hækkaði hann aðeins brattar en framfærsluvísitalan og 2020 hafði kaupmáttur hans aukist um ca. 2,8% frá 2017, meðan kaupmáttur launa hafði aukist um 9,2%. En næstu tvö árin dróst kaupmáttur ellilífeyrisins saman aftur og árið 2022 var hann dottinn niður í nánast það sama og hann hafði verið 2017, meðan kaupmáttur launanna hafði aukist um 13%. Súluritið á mynd 2 fjallar um það sama og línuritið, en sýnir það á annan hátt. Fyrir hvert ár eru tvær súlur, blá fyrir launin og rauð fyrir ellilífeyrinn, og tákna þær kaupmáttaraukningu (eða -rýrnun) í prósentum frá næsta ári á undan. Dæmi: Árið 2018 jókst kaupmáttur launa um 3,8% frá árinu á undan, en kaupmáttur ellilífeyrisins um 2%. 4,6% kjaragliðnun á einu ári! Af súluritinu sést glöggt hvernig kjaragliðnunin hefur aukist jafnt og þétt allt frá upphafi tímabilsins. Aldrei þó meira en 2021, þegar raunvirði ellilífeyrisins rýrnaði um 0,8% frá fyrra ári en kaupmáttur launanna jókst um 3,8%. Þar gleikkaði bilið milli launa og lífeyris í einu stökki um 4,6%! Árið 2022 varð síðan sama og engin kaupmáttaraukning launanna, en þá lækkaði líka ellilífeyririnn um 1,8% að raungildi. Á yfirstandandi ári hefur þetta snúist aðeins við og kaupmáttur ellilífeyrisins aukist lítillega á ný, en þó ekki nóg til að vega upp rýrnunina '21 og '22. - Því fer þannig víðs fjarri að í ríkistjórnartíð Katrínar hafi verið virt sú meginregla almannatryggingarlaganna að láta ellilífeyrinn fylgja launaþróun. Tvö undangengin ár hélt hann meira að segja ekki í við framfærsluvísitöluna, heldur dróst saman að raungildi um samtals 2,6%. Samt kveða lögin á um að það megi ekki gerast, því þar segir í 62. grein: „ ... þó þannig að þær (innsk.: greiðslurnar) hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Þegar svo almenna frítekjumarkið hefur í ofanálag staðið í stað í skitnum 25 þúsund krónum á mánuði síðan 2017, þarf engan að undra að meðal ellilífeyristaka ríki vonbrigði og reiði vegna þess algera tómlætis sem ríkisstjórnin sýnir kjörum þeirra. Höfundur er formaður kjaranefndar FEB í Reykjavík og nágrenni
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun