Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni Jón Ármann Steinsson skrifar 25. september 2023 14:00 Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” „Nei, það er ekki til sölu.” „Láttiggi sona, þú ert bara með ómerkilegan vatnsútflutning með ársreikning upp á eitt A4 blað og getur alveg notað annað nafn en ICELANDIA. Við veltum milljörðum! ICELANDIA er alltof stórt nafn fyrir smáfyrirtæki eins og ykkur.” Ég sagði eins og var að ég væri tregur til að selja firmanafnið.” „Ókei”, dæsti forstjórinn. „Þá kærum við vörumerkið þitt ICELANDIA til niðurfellingar. Hvað gerir þú ef þú átt ekkert vörumerki til að selja vatn - en það má alltaf draga kæruna til baka ef þið seljið okkur firmanafnið.” Ég var gáttaður: „Ertu að reyna að kúga mig til að selja firmanafnið?” „Nei, nei, þetta er bara bissness,” sagði forstjórinn. „Ýtrustu kröfur auðvitað af því við viljum eiga allt sem heitir ICELANDIA á Íslandi. Eigðu góðan dag.” Þá les ég á mbl.is að Kynnisferðir hafi skipt um firmanafn og héti nú ICELANDIA. Í firmaskrá var bara mitt fyrirtæki en á mbl.is stóð: „Sameining Kynnisferða og fjárfestingasjóðsins Eldeyjar var samþykkt af Samkeppniseftirlitinu fyrir ári síðan og nú hefur fyrirækið fengið nýtt heiti, ICELANDIA.” „Mikil reynsla einkennir nýtt stjórnendateymi ICELANDIA, samstæðu Reykjavík Excursions/Kynniferða, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is, Flybus, dráttarbílafyrirtækisins Garðakletts og umboðsaðila bílaleigunnar Enterprise Rent-a-Car.” „Stjórnarformaður ICELANDIA er Jón Benediktson.” „Framkvæmdastjóri ICELANDIA er Björn Ragnarsson fyrrum forstjóri Kynnisferða.” Vá! Hér er verið að tilkynna kjörna stjórn í fyrirtæki sem var ekki til í íslenskri firmaskrá! Næst rekst ég á fréttatilkynningu frá stjórnarráðinu um að Arnar Már Ólafsson hafi verið ráðinn ferðamálastjóri og að hann hafi verið leiðtogi markaðsmála hjá ICELANDIA. Ég sendi „forstjóra ICELANDIA” póst og spurði; Vann þessi maður hjá ykkur því ekki vann hann hjá mér? Svarið kom um hæl; Arnar Már starfaði hjá vörumerkinu ICELANDIA. Ég sendi til baka skjámynd af Hugverk.is sem sýndi að Kynnisferðir ættu engin ICELANDIA vörumerki. Næst snéri ég mér að ráðuneyti viðskipta og ferðamála, útskýrði málið og bað um að fréttatilkynningin yrði leiðrétt; inn með Kynnisferðir, út með ICELANDIA. Í barnaskap mínum hélt ég að ráðuneytið myndi bregðast snarlega við. Ljóst var að hæfisnefndin sem var ábyrg fyrir ráðningu æðsta embættismanns ferðamála hafði hlaupið á sig og auðvitað myndu þeir laga þá hrukku. En það var öðru nær. Erindi mitt týndist, fékk rangt málsnúmer, og var ekki svarað fyrr en umboðsmaður alþingis ýtti við því. Þá fann ráðuneytið upp óvænta ástæðu til að svara engu, og svo aðra ástæðu þegar þeirri fyrri var hnekkt, og við það situr. Ráðuneytið er í klípu útaf kennslarugli Kynnisferða og stjórnsýsluviðbrögðin eru humm og tja og svo þögnin ein. Meira um þögn eða þöggun. Kynnisferðamenn óðu af stað í „rebranding” árið 2022 án þess að eiga firmaheitið en gátu ekki bakkað nema líta út eins og amatörar í fyrirtækjarekstri. Hvorki starfsmenn né kúnnar fengu að vita sannleikann. Meira að segja einn stjórnenda Kynnisferða, Arnar Már, vissi ekki að fyrirtækið sem hann rebrandaði varð aldrei að ICELANDIA. Þess vegna setti hann nafnið í ferilskránna sína. Ef ég væri hluthafi í Kynnisferðum hf þá hefði ég fjárhagslega hagsmuni af því að laga þetta klúður og þannig endurheimta traust starfsmanna, viðskiptavina og almennings. Sama gildir um traust erlendra ferðamanna sem halda að ICELANDIA sé firmaheiti Kynnisferða. Ekki má gleyma Íslandsstofu sem kynnti ICELANDIA ötullega innan EU og BNA sem stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Íslands! Þar á bæ var engin áreiðanleikakönnun gerð frekar en í ráðuneytinu. Allir treystu fjölmiðlunum sem treystu stjórnarráðinu sem treysti ráðuneytinu sem treysti hæfisnefndinni sem yfirsást blekkingin. Svona gerist bara þegar landslög eru úr takt við veruleikann. Í siðmenntuðum löndum varðar “corporate identity theft” við hegningarlög, en á Íslandi telst kennslastuldur vera einkaréttarmál milli steluþjófs og fórnarlambs. Er ekki komið tilefni hér til að setja lög og reglur til að koma í veg fyrir að svona kennslamisferli endurtaki sig? Hvað segir ráðherra viðskipta, menningar og ferðamála um þá hugmynd? Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Skoðun Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” „Nei, það er ekki til sölu.” „Láttiggi sona, þú ert bara með ómerkilegan vatnsútflutning með ársreikning upp á eitt A4 blað og getur alveg notað annað nafn en ICELANDIA. Við veltum milljörðum! ICELANDIA er alltof stórt nafn fyrir smáfyrirtæki eins og ykkur.” Ég sagði eins og var að ég væri tregur til að selja firmanafnið.” „Ókei”, dæsti forstjórinn. „Þá kærum við vörumerkið þitt ICELANDIA til niðurfellingar. Hvað gerir þú ef þú átt ekkert vörumerki til að selja vatn - en það má alltaf draga kæruna til baka ef þið seljið okkur firmanafnið.” Ég var gáttaður: „Ertu að reyna að kúga mig til að selja firmanafnið?” „Nei, nei, þetta er bara bissness,” sagði forstjórinn. „Ýtrustu kröfur auðvitað af því við viljum eiga allt sem heitir ICELANDIA á Íslandi. Eigðu góðan dag.” Þá les ég á mbl.is að Kynnisferðir hafi skipt um firmanafn og héti nú ICELANDIA. Í firmaskrá var bara mitt fyrirtæki en á mbl.is stóð: „Sameining Kynnisferða og fjárfestingasjóðsins Eldeyjar var samþykkt af Samkeppniseftirlitinu fyrir ári síðan og nú hefur fyrirækið fengið nýtt heiti, ICELANDIA.” „Mikil reynsla einkennir nýtt stjórnendateymi ICELANDIA, samstæðu Reykjavík Excursions/Kynniferða, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is, Flybus, dráttarbílafyrirtækisins Garðakletts og umboðsaðila bílaleigunnar Enterprise Rent-a-Car.” „Stjórnarformaður ICELANDIA er Jón Benediktson.” „Framkvæmdastjóri ICELANDIA er Björn Ragnarsson fyrrum forstjóri Kynnisferða.” Vá! Hér er verið að tilkynna kjörna stjórn í fyrirtæki sem var ekki til í íslenskri firmaskrá! Næst rekst ég á fréttatilkynningu frá stjórnarráðinu um að Arnar Már Ólafsson hafi verið ráðinn ferðamálastjóri og að hann hafi verið leiðtogi markaðsmála hjá ICELANDIA. Ég sendi „forstjóra ICELANDIA” póst og spurði; Vann þessi maður hjá ykkur því ekki vann hann hjá mér? Svarið kom um hæl; Arnar Már starfaði hjá vörumerkinu ICELANDIA. Ég sendi til baka skjámynd af Hugverk.is sem sýndi að Kynnisferðir ættu engin ICELANDIA vörumerki. Næst snéri ég mér að ráðuneyti viðskipta og ferðamála, útskýrði málið og bað um að fréttatilkynningin yrði leiðrétt; inn með Kynnisferðir, út með ICELANDIA. Í barnaskap mínum hélt ég að ráðuneytið myndi bregðast snarlega við. Ljóst var að hæfisnefndin sem var ábyrg fyrir ráðningu æðsta embættismanns ferðamála hafði hlaupið á sig og auðvitað myndu þeir laga þá hrukku. En það var öðru nær. Erindi mitt týndist, fékk rangt málsnúmer, og var ekki svarað fyrr en umboðsmaður alþingis ýtti við því. Þá fann ráðuneytið upp óvænta ástæðu til að svara engu, og svo aðra ástæðu þegar þeirri fyrri var hnekkt, og við það situr. Ráðuneytið er í klípu útaf kennslarugli Kynnisferða og stjórnsýsluviðbrögðin eru humm og tja og svo þögnin ein. Meira um þögn eða þöggun. Kynnisferðamenn óðu af stað í „rebranding” árið 2022 án þess að eiga firmaheitið en gátu ekki bakkað nema líta út eins og amatörar í fyrirtækjarekstri. Hvorki starfsmenn né kúnnar fengu að vita sannleikann. Meira að segja einn stjórnenda Kynnisferða, Arnar Már, vissi ekki að fyrirtækið sem hann rebrandaði varð aldrei að ICELANDIA. Þess vegna setti hann nafnið í ferilskránna sína. Ef ég væri hluthafi í Kynnisferðum hf þá hefði ég fjárhagslega hagsmuni af því að laga þetta klúður og þannig endurheimta traust starfsmanna, viðskiptavina og almennings. Sama gildir um traust erlendra ferðamanna sem halda að ICELANDIA sé firmaheiti Kynnisferða. Ekki má gleyma Íslandsstofu sem kynnti ICELANDIA ötullega innan EU og BNA sem stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Íslands! Þar á bæ var engin áreiðanleikakönnun gerð frekar en í ráðuneytinu. Allir treystu fjölmiðlunum sem treystu stjórnarráðinu sem treysti ráðuneytinu sem treysti hæfisnefndinni sem yfirsást blekkingin. Svona gerist bara þegar landslög eru úr takt við veruleikann. Í siðmenntuðum löndum varðar “corporate identity theft” við hegningarlög, en á Íslandi telst kennslastuldur vera einkaréttarmál milli steluþjófs og fórnarlambs. Er ekki komið tilefni hér til að setja lög og reglur til að koma í veg fyrir að svona kennslamisferli endurtaki sig? Hvað segir ráðherra viðskipta, menningar og ferðamála um þá hugmynd? Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA ehf.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun