Athöfnin fór fram á herragarðinum La Fortaleza, einum fallegasta stað eyjunnar sem minnir einna helst á kastala frá miðöldum.
Falleg náttúra og Miðjarðarhafsútsýni umlykur hinn draumkennda stað þar sem finna má mikilfenglegt virki frá árinu 1550. Staðurinn er vinsæll fyrir brúðkaup og aðrar fínar veislur.
Á meðal gesta voru, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, Magnús Scheving stofnandi Latabæjar, Hrefna Björk Sverrisdóttir, veitingahúseigandi, Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa, Ragnhildur Ágústsdóttir myndlistarmaður, Jónas Hagan Guðmundsson, fjárfestir og Jóhanna Sævarsdóttir, ljósmyndari og dreifingaraðili Nespresso á Íslandi.




Festu kaup á fimm hundruð fermetra húsi
Grímur og Svanhildur Nanna trúlofuðu sig í Frakklandi í fyrra eftir tveggja ára samband.
Þá festu hjónin nýverið kaup á rúmlega fimm hundruð fermetra einbýlishúsi við Túngötu í Reykjavík. Húsið er staðsett við hlið franska og rússneska sendiráðsins í sannkölluðu sendiráðahverfi við Landakotstún.
Húsið er 511 fermetrar en þar af er 24 fermetra bílskúr. Fasteignamat hússins hljómar upp á rúmar 213 milljónir króna.
Áður var húsið í eigu Einars S. Gottskálkssonar, formanns sóknarnefndar Dómkirkjunnar, og Katrínar Arndísar Ásgeirsdóttur. Þau eru hluti af fjölskyldunni sem á Harðviðarval og Egil Árnason.