Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir Skúli Helgason skrifar 26. september 2023 09:00 Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar. Tjarnarbíó er líka sá staður þar sem framtíðin í íslenskum sviðslistum stígur gjarnan sín fyrstu skref á opinberu sviði og því bráðnauðsynlegur staður í íslensku menningarflórunni. Metnaðurinn í starfinu hefur verið mikill og eiginlega ótrúlegur undanfarin ár þrátt fyrir miklar áskoranir í aðstöðumálum en hið fornfræga hús í Tjarnargötunni sem hýsti leiksýningar og kvikmyndasýningar, m.a. Fjalakattarins á síðustu öld er barn síns tíma og setur starfseminni þröngar skorður. Það hefur því lengi verið ljóst að finna þyrfti nýjar leiðir til að bæta úr aðstöðumálum þar á bæ og treysta reksturinn svo starfið lognist ekki út af. Það er mikið undir því þróunin í aðstöðumálum sviðslista á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þung undanfarin ár og sífellt verið í færri hús að venda fyrir ungt sviðslistafólk. Loftkastalinn, Gaflaraleikhúsið og Iðnó sem leikhús hafa öll horfið af sjónarsviðinu og við svo búið má ekki standa. Nýtt samstarf Reykjavíkurborgar og ríkisins um eflingu Tjarnarbíós Það var síðastliðið haust sem við sem förum fyrir menningarmálum hjá Reykjavíkurborg tókum upp samtal við forsvarsmenn Tjarnarbíós um leiðir til að efla starf þess en þá var orðið ljóst að tvísýnt gæti orðið um starfsemina ef ekki kæmi til viðbótar stuðningur. Sviðið er lítið, salurinn tekur rétt um 180 áhorfendur í sæti og hafna hefur þurft mörgum álitlegum verkefnum á liðnum árum út af aðstöðuleysi, þar með talið alþjóðlegum samstarfsverkefnum, sem hefðu skapað spennandi listræn tækifæri - mörg hver með aðgang að erlendu fjármagni. Við ákváðum að leita eftir samstarfi við ríkið og fengum jákvæðar undirtektir frá Lilju Alfreðsdóttur menningar – og viðskiptaráðherra við hugmynd um samstarf Reykjavíkurborgar og ráðuneytisins um eflingu starfseminnar. Síðan hefur verið unnið að því að útfæra í hverju það myndi felast og liggur niðurstaðan nú fyrir með samkomulagi okkar um þrenns konar aðgerðir. Hærri framlög og sóknarplan Í fyrsta lagi leggja ríki og borg fram viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn á yfirstandandi leikári sem hækkar um nærri helming rekstrarframlögin til Tjarnarbíós miðað við núverandi samning borgarinnar en hann kveður á um 22 milljónir króna á ári að viðbættu húsnæðisframlagi sem metið er á 40 milljónir.Þá verður ráðist í greiningu á því hvernig megi bæta aðstöðu Tjarnarbíós og sjálfstæðra sviðslista á höfuðborgarsvæðinu og verður hún unnin í haust. Í þriðja lagi munum við sameiginlega leita leiða til að kortleggja hvernig megi gera rekstur Tjarnarbíós sjálfbærari með aðkomu fjármálasérfræðinga ríkis og borgar. Sú greining mun sömuleiðis verða unnin á næstu mánuðum. Hér er því lagt upp sóknarplan fyrir Tjarnarbíó sem við stefnum á að skili sér í bættri aðstöðu sjálfstæðra sviðslista og traustari rekstrarstöðu Tjarnarbíós. Við þurfum á sterku Tjarnarbíói að halda sem deiglu sjálfstæðra sviðslista við hlið stóru leikhúsanna í borginni og nú er lagt upp í ferð sem vonandi skilar hressandi niðurstöðu. Höfundur er formaður menningar- íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Leikhús Reykjavík Menning Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar. Tjarnarbíó er líka sá staður þar sem framtíðin í íslenskum sviðslistum stígur gjarnan sín fyrstu skref á opinberu sviði og því bráðnauðsynlegur staður í íslensku menningarflórunni. Metnaðurinn í starfinu hefur verið mikill og eiginlega ótrúlegur undanfarin ár þrátt fyrir miklar áskoranir í aðstöðumálum en hið fornfræga hús í Tjarnargötunni sem hýsti leiksýningar og kvikmyndasýningar, m.a. Fjalakattarins á síðustu öld er barn síns tíma og setur starfseminni þröngar skorður. Það hefur því lengi verið ljóst að finna þyrfti nýjar leiðir til að bæta úr aðstöðumálum þar á bæ og treysta reksturinn svo starfið lognist ekki út af. Það er mikið undir því þróunin í aðstöðumálum sviðslista á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þung undanfarin ár og sífellt verið í færri hús að venda fyrir ungt sviðslistafólk. Loftkastalinn, Gaflaraleikhúsið og Iðnó sem leikhús hafa öll horfið af sjónarsviðinu og við svo búið má ekki standa. Nýtt samstarf Reykjavíkurborgar og ríkisins um eflingu Tjarnarbíós Það var síðastliðið haust sem við sem förum fyrir menningarmálum hjá Reykjavíkurborg tókum upp samtal við forsvarsmenn Tjarnarbíós um leiðir til að efla starf þess en þá var orðið ljóst að tvísýnt gæti orðið um starfsemina ef ekki kæmi til viðbótar stuðningur. Sviðið er lítið, salurinn tekur rétt um 180 áhorfendur í sæti og hafna hefur þurft mörgum álitlegum verkefnum á liðnum árum út af aðstöðuleysi, þar með talið alþjóðlegum samstarfsverkefnum, sem hefðu skapað spennandi listræn tækifæri - mörg hver með aðgang að erlendu fjármagni. Við ákváðum að leita eftir samstarfi við ríkið og fengum jákvæðar undirtektir frá Lilju Alfreðsdóttur menningar – og viðskiptaráðherra við hugmynd um samstarf Reykjavíkurborgar og ráðuneytisins um eflingu starfseminnar. Síðan hefur verið unnið að því að útfæra í hverju það myndi felast og liggur niðurstaðan nú fyrir með samkomulagi okkar um þrenns konar aðgerðir. Hærri framlög og sóknarplan Í fyrsta lagi leggja ríki og borg fram viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn á yfirstandandi leikári sem hækkar um nærri helming rekstrarframlögin til Tjarnarbíós miðað við núverandi samning borgarinnar en hann kveður á um 22 milljónir króna á ári að viðbættu húsnæðisframlagi sem metið er á 40 milljónir.Þá verður ráðist í greiningu á því hvernig megi bæta aðstöðu Tjarnarbíós og sjálfstæðra sviðslista á höfuðborgarsvæðinu og verður hún unnin í haust. Í þriðja lagi munum við sameiginlega leita leiða til að kortleggja hvernig megi gera rekstur Tjarnarbíós sjálfbærari með aðkomu fjármálasérfræðinga ríkis og borgar. Sú greining mun sömuleiðis verða unnin á næstu mánuðum. Hér er því lagt upp sóknarplan fyrir Tjarnarbíó sem við stefnum á að skili sér í bættri aðstöðu sjálfstæðra sviðslista og traustari rekstrarstöðu Tjarnarbíós. Við þurfum á sterku Tjarnarbíói að halda sem deiglu sjálfstæðra sviðslista við hlið stóru leikhúsanna í borginni og nú er lagt upp í ferð sem vonandi skilar hressandi niðurstöðu. Höfundur er formaður menningar- íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun