Hagvöxtur ekki hraðari frá árinu 2007 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2023 09:57 Samkvæmt nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka mun verðbólga hjaðna á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm Hagvöxtur á síðasta ári nam 7,2 prósentum og hefur ekki verið hraðari frá árinu 2007. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði 2,2 prósent, sem er talsvert hægari vöxtur en í síðustu spá. Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Segir þar að mestu muni um minni vöxt einkaneyslu og fjárfestingar. Útflutningsvöxtur vegi þá þyngst í hagvextinum í ár en hlutur innlendrar eftirspurnar verði talsvert minni en síðustu tvö ár. Greiningardeild bankans spáir 2,6 prósent hagvexti á næsta ári og 3,0 prósent vexti árið 2025. „Útlit er fyrir talsverðan bata í utanríkisviðskiptum eftir umtalsverðan viðskiptahalla síðustu ár. Hraður útflutningsvöxtur og hægari vöxtur eftirspurnar spila þar stórt hlutverk. Hagfelldari utanríkisviðskipti ásamt öðrum þáttum renna stoðum undir gengi krónu,“ segir í spánni. Spá að verðbólga fari að hjaðna Þar er gert ráð fyrir að krónan verði um 5 prósentum sterkari í lok spátímans en hún var í ágúst. Þá segir að hægt og bítandi muni draga úr spennu á vinnumarkaði og horfur séu að kaupmáttur launa vaxi á ný strax á þessu ári. „Þrálát verðbólga kallar á talsvert aðhald Seðlabankans og útlit er fyrir að stýrivextir muni ná hámarki í 9,5% fyrir lok ársins. Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á vordögum 2024 að því gefnu að verðbólga þróist í takti við spá okkar.“ Greiningardeild Íslandsbanka spáir að stýrivextir Seðlabankans nái hámarki í lok árs.VÍSIR/VILHELM Verðbólga mældist 7,7 prósent í ágúst og gerir ráð fyrir í spánni að hún haldist svipuð út árið. Eftir það taki hún að hjaðna hraðar. Innflutt verðbólga fari minnkandi og íbúðamarkaður sé að róast. „Við teljum að vægi þessara tveggja liða í verðbólgunni haldi áfram að minnka á næstunni en þess í stað að innlendar vörur og þjónusta, sem nú skýrir tæplega 4% af heildarverðbólgunni, fari að skýra stærri hluta heildarverðbólgunnar. Verðbólga sem á rót sína í hækkun á innlendum kostnaði gæti reynst ansi þrálát. Það er helsta ástæða þess að við teljum að verðbólga muni ekki ná 2,5% markmiðið Seðlabankans á spátímanum.“ Íbúðaverð hækkaði um 50 prósent á þremur árum Íbúðaverð hefur hækkað hratt undanfarin misseri og segir í spánni að á árunum 2020 til 2022 hafi verð á íbúðum hækkað um tæplega 50 prósent á landinu öllu. Segir að aðgerðir Seðlabankans til að róa íbúðamarkaðinn með tíðum vaxtahækkunum og hertum reglum um fasteignalán til neytenda hafi skilað sér. Síasta haust hafi farið að draga allhratt úr árshækkun íbúðaverðs. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á síðustu árum.Vísir/Vilhelm Mest mældist hækkunin 25 prósent sumarið 2022 sem var jafnframt mesta hækkun í sextán ár. Í ágúst mældist árstakturinn rétt undir 2 prósentum og hefur ekki mælst hægari frá því í byrjun árs 2011. Húsnæði á landsbyggðinni hefur hækkað mest í verði undanfarið ár, eða um 4,3 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu hafa fjölbýli hækkað um ríflega 3,1 prósent og sérbýli um 0,7 prósent á sama tímabili. Þá sé framboð á íbúðamarkði nóg til að anna eftirspurn. Framboð hafi aukist jafnt og þétt og nú sé um 2.800 íbúðir á sölu á höfuðborgarsvæðinu en þegar minnst var um mitt síðasta ár voru þær um 500. Auk þess hefur hluti nýrra íbúða á markaði aukist jafnt og þétt. Rétt tæplega 3.000 nýjar íbúðir komu á markðinn í fyrra en á þessu ári hafa 2.300 nýjar íbúðir komið inn á amarkaðinn. Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Segir þar að mestu muni um minni vöxt einkaneyslu og fjárfestingar. Útflutningsvöxtur vegi þá þyngst í hagvextinum í ár en hlutur innlendrar eftirspurnar verði talsvert minni en síðustu tvö ár. Greiningardeild bankans spáir 2,6 prósent hagvexti á næsta ári og 3,0 prósent vexti árið 2025. „Útlit er fyrir talsverðan bata í utanríkisviðskiptum eftir umtalsverðan viðskiptahalla síðustu ár. Hraður útflutningsvöxtur og hægari vöxtur eftirspurnar spila þar stórt hlutverk. Hagfelldari utanríkisviðskipti ásamt öðrum þáttum renna stoðum undir gengi krónu,“ segir í spánni. Spá að verðbólga fari að hjaðna Þar er gert ráð fyrir að krónan verði um 5 prósentum sterkari í lok spátímans en hún var í ágúst. Þá segir að hægt og bítandi muni draga úr spennu á vinnumarkaði og horfur séu að kaupmáttur launa vaxi á ný strax á þessu ári. „Þrálát verðbólga kallar á talsvert aðhald Seðlabankans og útlit er fyrir að stýrivextir muni ná hámarki í 9,5% fyrir lok ársins. Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á vordögum 2024 að því gefnu að verðbólga þróist í takti við spá okkar.“ Greiningardeild Íslandsbanka spáir að stýrivextir Seðlabankans nái hámarki í lok árs.VÍSIR/VILHELM Verðbólga mældist 7,7 prósent í ágúst og gerir ráð fyrir í spánni að hún haldist svipuð út árið. Eftir það taki hún að hjaðna hraðar. Innflutt verðbólga fari minnkandi og íbúðamarkaður sé að róast. „Við teljum að vægi þessara tveggja liða í verðbólgunni haldi áfram að minnka á næstunni en þess í stað að innlendar vörur og þjónusta, sem nú skýrir tæplega 4% af heildarverðbólgunni, fari að skýra stærri hluta heildarverðbólgunnar. Verðbólga sem á rót sína í hækkun á innlendum kostnaði gæti reynst ansi þrálát. Það er helsta ástæða þess að við teljum að verðbólga muni ekki ná 2,5% markmiðið Seðlabankans á spátímanum.“ Íbúðaverð hækkaði um 50 prósent á þremur árum Íbúðaverð hefur hækkað hratt undanfarin misseri og segir í spánni að á árunum 2020 til 2022 hafi verð á íbúðum hækkað um tæplega 50 prósent á landinu öllu. Segir að aðgerðir Seðlabankans til að róa íbúðamarkaðinn með tíðum vaxtahækkunum og hertum reglum um fasteignalán til neytenda hafi skilað sér. Síasta haust hafi farið að draga allhratt úr árshækkun íbúðaverðs. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á síðustu árum.Vísir/Vilhelm Mest mældist hækkunin 25 prósent sumarið 2022 sem var jafnframt mesta hækkun í sextán ár. Í ágúst mældist árstakturinn rétt undir 2 prósentum og hefur ekki mælst hægari frá því í byrjun árs 2011. Húsnæði á landsbyggðinni hefur hækkað mest í verði undanfarið ár, eða um 4,3 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu hafa fjölbýli hækkað um ríflega 3,1 prósent og sérbýli um 0,7 prósent á sama tímabili. Þá sé framboð á íbúðamarkði nóg til að anna eftirspurn. Framboð hafi aukist jafnt og þétt og nú sé um 2.800 íbúðir á sölu á höfuðborgarsvæðinu en þegar minnst var um mitt síðasta ár voru þær um 500. Auk þess hefur hluti nýrra íbúða á markaði aukist jafnt og þétt. Rétt tæplega 3.000 nýjar íbúðir komu á markðinn í fyrra en á þessu ári hafa 2.300 nýjar íbúðir komið inn á amarkaðinn.
Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira