Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. september 2023 20:01 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er gestur í næsta þætti af Einkalífinu. Þátturinn birtist í fyrramálið. Vísir/Vilhelm „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. Hér má sjá stutt brot úr þættinum: Klippa: Fólk eigi ekki að þurfa að vera fast í norminu árið 2023 Í þættinum ræðir Villi Vill, eins og hann er gjarnan kallaður, um hinar ýmsu hliðar lífsins og þar á meðal ástina. „Hinsvegar, eins og vill verða, þá með tímanum minnkaði sú ást þó hún sé auðvitað ennþá til staðar og mér þyki ótrúlega vænt um þá manneskju. Ég elska hana með öðrum hætti en ég gerði áður en fólk fer í ólíkar áttir, á ekki nógu mikið af sameiginlegum áhugamálum og einhvern veginn fer í sundur. Að mínu mati er jafn mikilvægt að eiga tíma fyrir sjálfan þig þegar þú ert í sambandi og líka að gera hluti saman. Það þarf að vera mjög góður balance á þessu til þess að hlutirnir gangi upp.“ Í dag beinist ást hans fyrst og fremst til barna sinna og guðsonar og segir hann þau skipta sig öllu máli. „Það er auðvitað kannski svolítið óvenjulegt fjölskyldumynstur hjá mér og okkur. Ég og barnsmóðir mín og annar barnsfaðir hennar og barnsmóðir hans eyðum oft miklum tíma saman, bæði á ferðalögum og um jól og stórhátíðir og gerum hluti saman. Þó að við njótum félagsskapar hvers annars þá er það auðvitað allt saman gert í þágu barnanna.“ Villi segir enn fremur mikilvægt að vera meðvitaður um að fjölskyldur þurfi ekki allar að vera eins. „Ég fagna fjölbreytileikanum. Þurfa allir að vera fastir í þessu sama normi? Ég held að það sé ekki þannig árið 2023. Það eiga bara allir að fá að hafa þetta eins og þeir vilja.“ Einkalífið með Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni birtist sem áður segir á morgun, fimmtudag, klukkan 07:00 á vef Vísis. Einkalífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Hér má sjá stutt brot úr þættinum: Klippa: Fólk eigi ekki að þurfa að vera fast í norminu árið 2023 Í þættinum ræðir Villi Vill, eins og hann er gjarnan kallaður, um hinar ýmsu hliðar lífsins og þar á meðal ástina. „Hinsvegar, eins og vill verða, þá með tímanum minnkaði sú ást þó hún sé auðvitað ennþá til staðar og mér þyki ótrúlega vænt um þá manneskju. Ég elska hana með öðrum hætti en ég gerði áður en fólk fer í ólíkar áttir, á ekki nógu mikið af sameiginlegum áhugamálum og einhvern veginn fer í sundur. Að mínu mati er jafn mikilvægt að eiga tíma fyrir sjálfan þig þegar þú ert í sambandi og líka að gera hluti saman. Það þarf að vera mjög góður balance á þessu til þess að hlutirnir gangi upp.“ Í dag beinist ást hans fyrst og fremst til barna sinna og guðsonar og segir hann þau skipta sig öllu máli. „Það er auðvitað kannski svolítið óvenjulegt fjölskyldumynstur hjá mér og okkur. Ég og barnsmóðir mín og annar barnsfaðir hennar og barnsmóðir hans eyðum oft miklum tíma saman, bæði á ferðalögum og um jól og stórhátíðir og gerum hluti saman. Þó að við njótum félagsskapar hvers annars þá er það auðvitað allt saman gert í þágu barnanna.“ Villi segir enn fremur mikilvægt að vera meðvitaður um að fjölskyldur þurfi ekki allar að vera eins. „Ég fagna fjölbreytileikanum. Þurfa allir að vera fastir í þessu sama normi? Ég held að það sé ekki þannig árið 2023. Það eiga bara allir að fá að hafa þetta eins og þeir vilja.“ Einkalífið með Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni birtist sem áður segir á morgun, fimmtudag, klukkan 07:00 á vef Vísis.
Einkalífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira