Waldorfskólinn braut lög og slegið á fingur Kópavogsbæjar Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2023 10:22 Waldorfskólinn í Lækjarbotnum starfar á grundvelli þjónustusamnings við Kópavogsbæ. Waldorfskólinn Waldorfskólinn í Lækjarbotnum braut lög er umsóknum þriggja barna um skólavist var hafnað. Kópavogsbær sinnti ekki eftirlitsskyldu sinni í málinu. Þetta er niðurstaða í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Komst málið inn á borð ráðuneytisins í maí á síðasta ári eftir að umsókn barnanna þriggja um skólavist hafði verið hafnað. Kærandi í málinu er foreldri barnanna en hafði það áður starfað í öðrum skóla sem rekinn er í nánu samstarfi við Waldorfskólann. Ekkert traust Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna kom fram að skólastjóri hafi metið aðstæður þannig að ekki lægi fyrir það traust milli aðila sem þarf til. Var hluti af þeirri ástæðu að skólinn taldi að koma foreldri barnanna inn í skólastarfið myndi hafa áhrif á innra starf leikskólans og grunnskólans. Var foreldrinu bent á að hafa samband við fræðslusvið Kópavogsbæjar ef það væri ósátt við úrvinnslu eða niðurstöðu málsins. Starfar skólinn á grundvelli þjónustusamnings við Kópavogsbæ. Svaraði bærinn foreldrinu þannig að skólinn sé einkarekinn grunnskóli sem heyri ekki undir sveitarfélaginu. Það hafi hvorki boðvald yfir skólanum né stjórn á innritun inn í skólann. Skólinn annast innritun Í niðurstöðum ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt þjónustusamningnum annast skólinn sjálfur innritun nemenda og setur skólinn sér sjálfur innritunarreglur. Hluta úr þeim má lesa hér fyrir neðan. að laus pláss séu í bekkjarárgangi barns, að innritunarnefnd metur álag í bekk viðunandi fyrir velferð barnsins og að skólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þörfum barnsins, og mætt námslegum og félagslegum þörfum barnsins út frá aðstæðum og möguleikum í skólanum. Inntökunefnd skólans metur umsóknina og leggur fyrir tillögur um innritun hjá starfsmannaráði til samþykkis. Tillögur inntökunefndar til starfsmannaráðs skulu taka mið af: fyrirliggjandi upplýsingum, s.s. umsögnum frá skólum, greiningargögnum og inntökuviðtali ef við á, félags- og námsstöðu og líðan í skóla og mat á þörf fyrir skólaþjónustu að fengnu samþykki foreldra. Starfsmannaráð tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsókna á grundvelli tillagna inntökunefndar enda hafi nefndin tekið mið af ofangreindum skilyrðum. Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna er ekki vísað til þeirra skilyrða sem finna má í reglunum. Með því að fara ekki eftir eigin innritunarreglum er það því niðurstaða ráðuneytisins að synjunin hafi ekki verið í samræmi við lög. Þá hafi Kópavogsbær einnig ekki sinnt sínum skyldum þegar bærinn sagðist skorta heimildir til þess að bregðast við erindinu. Er skólinn með lögbundna eftirlitsskyldu með sjálfstætt reknum grunnskólum sem gerðir hafa verið þjónustusamningar við. Leggur ráðuneytið fyrir sveitarfélaginu að hafa eftirlitshlutverk sitt í huga vegna starfsemi sjálfstætt rekna grunnskóla. Er ákvörðun Waldorfskóla í Lækjarbotnum um synjun á umsóknum barnanna um skólavist því felld úr gildi. Skóla - og menntamál Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þetta er niðurstaða í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Komst málið inn á borð ráðuneytisins í maí á síðasta ári eftir að umsókn barnanna þriggja um skólavist hafði verið hafnað. Kærandi í málinu er foreldri barnanna en hafði það áður starfað í öðrum skóla sem rekinn er í nánu samstarfi við Waldorfskólann. Ekkert traust Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna kom fram að skólastjóri hafi metið aðstæður þannig að ekki lægi fyrir það traust milli aðila sem þarf til. Var hluti af þeirri ástæðu að skólinn taldi að koma foreldri barnanna inn í skólastarfið myndi hafa áhrif á innra starf leikskólans og grunnskólans. Var foreldrinu bent á að hafa samband við fræðslusvið Kópavogsbæjar ef það væri ósátt við úrvinnslu eða niðurstöðu málsins. Starfar skólinn á grundvelli þjónustusamnings við Kópavogsbæ. Svaraði bærinn foreldrinu þannig að skólinn sé einkarekinn grunnskóli sem heyri ekki undir sveitarfélaginu. Það hafi hvorki boðvald yfir skólanum né stjórn á innritun inn í skólann. Skólinn annast innritun Í niðurstöðum ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt þjónustusamningnum annast skólinn sjálfur innritun nemenda og setur skólinn sér sjálfur innritunarreglur. Hluta úr þeim má lesa hér fyrir neðan. að laus pláss séu í bekkjarárgangi barns, að innritunarnefnd metur álag í bekk viðunandi fyrir velferð barnsins og að skólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þörfum barnsins, og mætt námslegum og félagslegum þörfum barnsins út frá aðstæðum og möguleikum í skólanum. Inntökunefnd skólans metur umsóknina og leggur fyrir tillögur um innritun hjá starfsmannaráði til samþykkis. Tillögur inntökunefndar til starfsmannaráðs skulu taka mið af: fyrirliggjandi upplýsingum, s.s. umsögnum frá skólum, greiningargögnum og inntökuviðtali ef við á, félags- og námsstöðu og líðan í skóla og mat á þörf fyrir skólaþjónustu að fengnu samþykki foreldra. Starfsmannaráð tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsókna á grundvelli tillagna inntökunefndar enda hafi nefndin tekið mið af ofangreindum skilyrðum. Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna er ekki vísað til þeirra skilyrða sem finna má í reglunum. Með því að fara ekki eftir eigin innritunarreglum er það því niðurstaða ráðuneytisins að synjunin hafi ekki verið í samræmi við lög. Þá hafi Kópavogsbær einnig ekki sinnt sínum skyldum þegar bærinn sagðist skorta heimildir til þess að bregðast við erindinu. Er skólinn með lögbundna eftirlitsskyldu með sjálfstætt reknum grunnskólum sem gerðir hafa verið þjónustusamningar við. Leggur ráðuneytið fyrir sveitarfélaginu að hafa eftirlitshlutverk sitt í huga vegna starfsemi sjálfstætt rekna grunnskóla. Er ákvörðun Waldorfskóla í Lækjarbotnum um synjun á umsóknum barnanna um skólavist því felld úr gildi.
að laus pláss séu í bekkjarárgangi barns, að innritunarnefnd metur álag í bekk viðunandi fyrir velferð barnsins og að skólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þörfum barnsins, og mætt námslegum og félagslegum þörfum barnsins út frá aðstæðum og möguleikum í skólanum. Inntökunefnd skólans metur umsóknina og leggur fyrir tillögur um innritun hjá starfsmannaráði til samþykkis. Tillögur inntökunefndar til starfsmannaráðs skulu taka mið af: fyrirliggjandi upplýsingum, s.s. umsögnum frá skólum, greiningargögnum og inntökuviðtali ef við á, félags- og námsstöðu og líðan í skóla og mat á þörf fyrir skólaþjónustu að fengnu samþykki foreldra. Starfsmannaráð tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsókna á grundvelli tillagna inntökunefndar enda hafi nefndin tekið mið af ofangreindum skilyrðum.
Skóla - og menntamál Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira