Það taki enga stund að hola menningarstofnanir að innan sem tók áratugi að byggja Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2023 13:19 Víkingur Heiðar píanóleikari biðlar til stjórnvalda um að semja við hljóðfæraleikara og afstýra verkfalli. Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekur upp hanskann fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stendur í kjarabaráttu. Hann segir að það yrði hræðilegt ef hljómsveitin færi í verkfall sem nú stefnir í. Víkingur biðlar til stjórnvalda að meta hljóðfæraleikarana að verðleikum. Það taki áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan. Víkingur er þessa dagana að ljúka tónleikaferðalagi sínu um Noreg og spilar með fílharmóníunni í Bergen í kvöld. Hann stakk niður penna í gær til að gefa Íslendingum innsýn inn í það starf sem unnið er hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands en hann býr að því að hafa alþjóðlegan samanburð enda spilar hann úti um allan heim. „Á ferðum mínum um heiminn hef ég oft hugsað heim og dáðst að Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir að vera með um hundrað viðburði á ári, ótrúlega fræðsludagskrá og alla þessa geggjuðu tónleika sem standast allan alþjóðlegan samanburð,“ segir Víkingur í samtali fréttastofu. Fólk átti sig ekki alltaf á allri þeirri vinnu sem standi að baki tónleikum. „Ég hef oft hugsað um hvað það er í rauninni mikið sem hvílir á fáum herðum og þá er ég að hugsa bæði um hljóðfæraleikarana sem eru með miklu færri stöðugildi en gengur og gerist í sambærilegum hljómsveitum og svo ekki síst skrifstofuna og framkvæmdateymið sem eru bara örfáar manneskjur – sem við köllum oft landsliðið í tónlist – geggjaða viðburði.“ Sinfónían reynir nú að ná vopnum sínum eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma reynir hún að semja við ríkið um kaup og kjör eftir að hafa dregist aftur úr en ef samningar nást ekki í dag hyggst hljómsveitin fara í verkfall. „Ofan á þetta bætist auðvitað kjarabarátta þessara frábæru hljóðfæraleikara sem hafa dregist mjög svo aftur úr og ég hugsaði til kollega minna og vildi bara leggja mitt lóð á vogarskálarnar og vonandi snúa vörn í sókn fyrir Sinfóníuna.“ Hann segir það taka áratugi að byggja upp menningarstofnun eins og Sinfóníuna en skamman tíma að hola hana að innan og því skildi í upphafi endinn skoða, sérstaklega við núverandi efnahagsaðstæður. „Sinfóníuhljómsveit er eitthvað sem er í mótun og byggir á stöðugri þróun sem nær yfir áratugi og ef þú ert allt í einu með hljómsveit sem er alltof fámenn og alls ekki með stöðugildin þá getur mjög auðveldlega orðið fólksflótti úr slíku bandi og við megum alls ekki við því.“ Víkingur heldur tónleika úti um allan heim og samanburðurinn á aðstöðu hljóðfæraleikara hér heima og úti í heimi blasir við honum. „Það er ótrúlegt hvað er lagt á herðar fárra,“ segir Víkingur og nefnir sem dæmi fræðsludeildina hjá Sinfóníunni. „Þar er eiginlega bara ein manneskja sem heitir Hjördís Ástráðsdóttir og er algjörlega frábær og gerir alla þessa geggjuðu fjölskyldu- og barnatónleika. Í Gautaborg, þar sem er sambærileg hljómsveit eru átta manns sem vinna þetta fræðslustarf, bara til að gefa eitt lítið dæmi.“ Hann sýni því skilning að við séum fámenn þjóð og að það sé gömul saga og ný hversu mörg verkefni eru settar á herðar fárra en biðlar nú til stjórnvalda að meta hljóðfæraleikarana að verðleikum. „Það er ekki hægt að skera niður þar sem fyrir er ekkert til að skera. Það er ekki nein sérstök yfirbygging og alls ekki yfir Sinfóníuhljómsveitinni og það er ótrúlegt hvað hún nær að færa okkur á sviðinu og það vekur athygli, núna síðast hjá BBC Music Magazine, þar sem þeir taka vetrarprógrammið sérstaklega fyrir og dást að því að það sé hægt að gera svonalagað á Íslandi.“ Víkingur er þó ekki vondaufur. Honum þykir tónlistarstefna Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra vera glæsileg. „Ég veit að Katrín Jakobsdóttir [forsætisráðherra] og Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] eru mjög tónlistarsinnuð þannig að við verðum að vera bjartsýn,“ segir Víkingur að lokum. Tónlist Menning Sinfóníuhljómsveit Íslands Kjaramál Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Nokkur orð um Sinfó Í októberhefti BBC Music Magazine er fjallað um eftirtektarverða tónleika sem framundan eru víðs vegar um heiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) fær sérstaka umfjöllun fyrir glæsilega vetrardagskrá „þrátt fyrir að starfa í fámennu samfélagi“ eins og það er orðað. 26. september 2023 11:34 Níu þúsund sóttu tónleika Sinfóníunnar í Bretlandi Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin aftur til landsins eftir sjö tónleika ferð um Bretland. Fékk sveitin glimrandi góða dóma í blöðunum ytra. 2. maí 2023 20:43 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Víkingur er þessa dagana að ljúka tónleikaferðalagi sínu um Noreg og spilar með fílharmóníunni í Bergen í kvöld. Hann stakk niður penna í gær til að gefa Íslendingum innsýn inn í það starf sem unnið er hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands en hann býr að því að hafa alþjóðlegan samanburð enda spilar hann úti um allan heim. „Á ferðum mínum um heiminn hef ég oft hugsað heim og dáðst að Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir að vera með um hundrað viðburði á ári, ótrúlega fræðsludagskrá og alla þessa geggjuðu tónleika sem standast allan alþjóðlegan samanburð,“ segir Víkingur í samtali fréttastofu. Fólk átti sig ekki alltaf á allri þeirri vinnu sem standi að baki tónleikum. „Ég hef oft hugsað um hvað það er í rauninni mikið sem hvílir á fáum herðum og þá er ég að hugsa bæði um hljóðfæraleikarana sem eru með miklu færri stöðugildi en gengur og gerist í sambærilegum hljómsveitum og svo ekki síst skrifstofuna og framkvæmdateymið sem eru bara örfáar manneskjur – sem við köllum oft landsliðið í tónlist – geggjaða viðburði.“ Sinfónían reynir nú að ná vopnum sínum eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma reynir hún að semja við ríkið um kaup og kjör eftir að hafa dregist aftur úr en ef samningar nást ekki í dag hyggst hljómsveitin fara í verkfall. „Ofan á þetta bætist auðvitað kjarabarátta þessara frábæru hljóðfæraleikara sem hafa dregist mjög svo aftur úr og ég hugsaði til kollega minna og vildi bara leggja mitt lóð á vogarskálarnar og vonandi snúa vörn í sókn fyrir Sinfóníuna.“ Hann segir það taka áratugi að byggja upp menningarstofnun eins og Sinfóníuna en skamman tíma að hola hana að innan og því skildi í upphafi endinn skoða, sérstaklega við núverandi efnahagsaðstæður. „Sinfóníuhljómsveit er eitthvað sem er í mótun og byggir á stöðugri þróun sem nær yfir áratugi og ef þú ert allt í einu með hljómsveit sem er alltof fámenn og alls ekki með stöðugildin þá getur mjög auðveldlega orðið fólksflótti úr slíku bandi og við megum alls ekki við því.“ Víkingur heldur tónleika úti um allan heim og samanburðurinn á aðstöðu hljóðfæraleikara hér heima og úti í heimi blasir við honum. „Það er ótrúlegt hvað er lagt á herðar fárra,“ segir Víkingur og nefnir sem dæmi fræðsludeildina hjá Sinfóníunni. „Þar er eiginlega bara ein manneskja sem heitir Hjördís Ástráðsdóttir og er algjörlega frábær og gerir alla þessa geggjuðu fjölskyldu- og barnatónleika. Í Gautaborg, þar sem er sambærileg hljómsveit eru átta manns sem vinna þetta fræðslustarf, bara til að gefa eitt lítið dæmi.“ Hann sýni því skilning að við séum fámenn þjóð og að það sé gömul saga og ný hversu mörg verkefni eru settar á herðar fárra en biðlar nú til stjórnvalda að meta hljóðfæraleikarana að verðleikum. „Það er ekki hægt að skera niður þar sem fyrir er ekkert til að skera. Það er ekki nein sérstök yfirbygging og alls ekki yfir Sinfóníuhljómsveitinni og það er ótrúlegt hvað hún nær að færa okkur á sviðinu og það vekur athygli, núna síðast hjá BBC Music Magazine, þar sem þeir taka vetrarprógrammið sérstaklega fyrir og dást að því að það sé hægt að gera svonalagað á Íslandi.“ Víkingur er þó ekki vondaufur. Honum þykir tónlistarstefna Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra vera glæsileg. „Ég veit að Katrín Jakobsdóttir [forsætisráðherra] og Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] eru mjög tónlistarsinnuð þannig að við verðum að vera bjartsýn,“ segir Víkingur að lokum.
Tónlist Menning Sinfóníuhljómsveit Íslands Kjaramál Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Nokkur orð um Sinfó Í októberhefti BBC Music Magazine er fjallað um eftirtektarverða tónleika sem framundan eru víðs vegar um heiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) fær sérstaka umfjöllun fyrir glæsilega vetrardagskrá „þrátt fyrir að starfa í fámennu samfélagi“ eins og það er orðað. 26. september 2023 11:34 Níu þúsund sóttu tónleika Sinfóníunnar í Bretlandi Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin aftur til landsins eftir sjö tónleika ferð um Bretland. Fékk sveitin glimrandi góða dóma í blöðunum ytra. 2. maí 2023 20:43 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Nokkur orð um Sinfó Í októberhefti BBC Music Magazine er fjallað um eftirtektarverða tónleika sem framundan eru víðs vegar um heiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) fær sérstaka umfjöllun fyrir glæsilega vetrardagskrá „þrátt fyrir að starfa í fámennu samfélagi“ eins og það er orðað. 26. september 2023 11:34
Níu þúsund sóttu tónleika Sinfóníunnar í Bretlandi Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin aftur til landsins eftir sjö tónleika ferð um Bretland. Fékk sveitin glimrandi góða dóma í blöðunum ytra. 2. maí 2023 20:43