„Vantaði bara eitthvað smá upp á til að ná í sigurinn hér í kvöld“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. september 2023 21:50 Rúnar Ingi var svekktur með að hafa ekki stolið sigrinum í kvöld. Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð brattur eftir 80-83 tap gegn erkifjendunum úr Keflavík í Subway-deild kvenna. Njarðvík var í dauðafæri til að stela sigrinum í lokin. „Þetta var bara frábær körfuboltaleikur heilt yfir. Ég segi bara til hamingju með að tímabilið sé byrjað! Þegar Jana kastaði honum hérna upp þegar það voru tólf sekúndur eftir var ég byrjaður að fagna sko. Hún var stórkostleg hér í allt kvöld og þetta hefði bara verið til að toppa það. Hún hefði bara átt það skilið að setja hann, að mínu mati, mér fannst hún svo góð. En boltinn vildi ekki ofan í.“ Rúnari fannst hans lið hafa haft góð tök á leiknum, þrátt fyrir að hafa verið að elta Keflavík í stigaskori nánast allan leikinn. „Mér fannst við vera nokkurn veginn við stjórnvölin mjög lengi vel í seinni hálfleik. Mér fannst við vera að reyna að framkvæmda það sem við vildum. Það komu aðeins fleiri tapaðir boltar sem skrifast kannski bara á þreytu.“ Litlu hlutirnir dýrkeyptir „En fyrir utan klaufleg mistök þar sem við erum að missa þær bakdyramegin í sama kerfinu þrisvar fjórum sinnum og lausa bolta sem skoppa fyrir þær, fyrir utan þau sniðskot þá er ég hrikalega ánægður með varnarleikinn og það vantaði bara eitthvað smá upp á til að ná í sigurinn hér í kvöld.“ Hin danska Emilie Sofie Hesseldal bar sóknarleik Njarðvíkinga á herðum sér í kvöld og var hársbreidd frá þrefaldri tvennu. 31 stig frá henni, níu fráköst og níu stolnir boltar. Rúnar sagði að hún ætti þó töluvert inni enn. „Hún er náttúrulega bara frábær leikmaður og það vita það allir sem sáu hana spila með Skallagrím fyrir þremur árum síðan. Magnaður leikmaður og gerir alla góða í kringum sig. Er með níu stolna bolta. Hún er að gefa stoðsendingar og taka aftur fyrir bak og hún er miðherji. Hún lítur vel út og á eftir að verða betri. Er kannski ekki komin í sitt besta hlaupaform og það var farið að draga af henni. En við þurftum svolítið að leita að henni í dag.“ Njarðvíkingar eru með marga unga leikmenn í sínum röðum, en hin 15 ára Hulda Agnarsdóttir spilaði rúmar 20 mínútur í kvöld og stóð vel fyrir sínu. „Svo ertu með t.d. 2008 módel, Hulda Agnarsdóttir, sem kemur hér inn á í sínum fyrsta leik í beinni á Stöð 2 Sport og fullt hús. Auðvitað einhver smá byrjendamistök hér og þar en hún var stórkostleg líka. Þó okkur vanti eitthvað þá erum við með mjög flottan hóp af góðum stelpum sem eru hungraðar í að fá að spila og sýna sig. Ég er bara ekkert stressaður núna eftir þennan leik. Ég er bara ótrúlega stoltur af „effortinu“ og viljanum í mínu liði.“ Hin bandaríska Tynice Martin lék ekki með Njarðvík í kvöld en hún hefur ekki enn fengið leikheimild. Sá orðrómur kvissaðist út í kvöld að hún myndi einfaldlega ekki fá leikheimild úr þessu og væri á leiðinni heim á næstu dögum. Rúnar sagði að það væru nýjar fréttir fyrir hann. „Ef að það væri klárt væri hún örugglega bara farin heim. Við erum bara að reyna að græja það sem þarf að græja. En við stjórnum víst ekki skrifstofustörfum, sérstaklega ekki vestanhafs. Það er kannski flöskuhálsinn akkúrat í dag. Við þurfum bara að sjá hvaða svör við fáum og hvernig landið liggur þar og þá getum við tekið ákvörðun. Þannig að það er ekkert orðið kýrskýrt ennþá.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
„Þetta var bara frábær körfuboltaleikur heilt yfir. Ég segi bara til hamingju með að tímabilið sé byrjað! Þegar Jana kastaði honum hérna upp þegar það voru tólf sekúndur eftir var ég byrjaður að fagna sko. Hún var stórkostleg hér í allt kvöld og þetta hefði bara verið til að toppa það. Hún hefði bara átt það skilið að setja hann, að mínu mati, mér fannst hún svo góð. En boltinn vildi ekki ofan í.“ Rúnari fannst hans lið hafa haft góð tök á leiknum, þrátt fyrir að hafa verið að elta Keflavík í stigaskori nánast allan leikinn. „Mér fannst við vera nokkurn veginn við stjórnvölin mjög lengi vel í seinni hálfleik. Mér fannst við vera að reyna að framkvæmda það sem við vildum. Það komu aðeins fleiri tapaðir boltar sem skrifast kannski bara á þreytu.“ Litlu hlutirnir dýrkeyptir „En fyrir utan klaufleg mistök þar sem við erum að missa þær bakdyramegin í sama kerfinu þrisvar fjórum sinnum og lausa bolta sem skoppa fyrir þær, fyrir utan þau sniðskot þá er ég hrikalega ánægður með varnarleikinn og það vantaði bara eitthvað smá upp á til að ná í sigurinn hér í kvöld.“ Hin danska Emilie Sofie Hesseldal bar sóknarleik Njarðvíkinga á herðum sér í kvöld og var hársbreidd frá þrefaldri tvennu. 31 stig frá henni, níu fráköst og níu stolnir boltar. Rúnar sagði að hún ætti þó töluvert inni enn. „Hún er náttúrulega bara frábær leikmaður og það vita það allir sem sáu hana spila með Skallagrím fyrir þremur árum síðan. Magnaður leikmaður og gerir alla góða í kringum sig. Er með níu stolna bolta. Hún er að gefa stoðsendingar og taka aftur fyrir bak og hún er miðherji. Hún lítur vel út og á eftir að verða betri. Er kannski ekki komin í sitt besta hlaupaform og það var farið að draga af henni. En við þurftum svolítið að leita að henni í dag.“ Njarðvíkingar eru með marga unga leikmenn í sínum röðum, en hin 15 ára Hulda Agnarsdóttir spilaði rúmar 20 mínútur í kvöld og stóð vel fyrir sínu. „Svo ertu með t.d. 2008 módel, Hulda Agnarsdóttir, sem kemur hér inn á í sínum fyrsta leik í beinni á Stöð 2 Sport og fullt hús. Auðvitað einhver smá byrjendamistök hér og þar en hún var stórkostleg líka. Þó okkur vanti eitthvað þá erum við með mjög flottan hóp af góðum stelpum sem eru hungraðar í að fá að spila og sýna sig. Ég er bara ekkert stressaður núna eftir þennan leik. Ég er bara ótrúlega stoltur af „effortinu“ og viljanum í mínu liði.“ Hin bandaríska Tynice Martin lék ekki með Njarðvík í kvöld en hún hefur ekki enn fengið leikheimild. Sá orðrómur kvissaðist út í kvöld að hún myndi einfaldlega ekki fá leikheimild úr þessu og væri á leiðinni heim á næstu dögum. Rúnar sagði að það væru nýjar fréttir fyrir hann. „Ef að það væri klárt væri hún örugglega bara farin heim. Við erum bara að reyna að græja það sem þarf að græja. En við stjórnum víst ekki skrifstofustörfum, sérstaklega ekki vestanhafs. Það er kannski flöskuhálsinn akkúrat í dag. Við þurfum bara að sjá hvaða svör við fáum og hvernig landið liggur þar og þá getum við tekið ákvörðun. Þannig að það er ekkert orðið kýrskýrt ennþá.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira