Segja stóran hluta kláms sýna refsivert ofbeldi gegn konum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 07:14 Ráðið vill lagabreytingar til að hægt verði að sækja framleiðendur klámsins til saka. Getty Jafnréttisráð Frakklands segir allt að 90 prósent alls kláms á netinu sýna andlegt, líkamlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi gegn konum. Þá er það í mörgum tilvikum svo alvarlegt að hægt væri að sækja menn til saka fyrir það samkvæmt frönskum lögum. Jafnréttisráðið skilaði skýrslu til stjórnvalda í gær þar sem hvatt er til þess að lögum verði breytt þannig að hægt verði að höfða mál gegn framleiðendum ofbeldisfulls kláms og til að greiða fyrir því að auðveldara verði að taka út efni til að vernda þá sem brotið hefur verið gegn. Ráðið fékk til sín fjölda viðmælenda og fór yfir fjölda myndskeiða á stærstu klámsíðum heimsins. Í skýrslunni segir að í milljónum myndskeiða væri gert lítið úr konum; þær niðurlægðar, komið fram við þær á ómanneskjulegan hátt, ráðist á þær, þær pyntaðar og beittar meðferð sem gangi bæði gegn mannlegri reisn og frönskum lögum. „Konurnar eru raunverulegar, kynlífið og ofbeldið er raunverulegt, og þjáning þeirra oft fullkomlega sjáanleg en á sama tíma gerð erótísk,“ segir í skýrslunni. Það væri mat ríkissaksóknara að mikið af ofbeldinu bryti gegn frönskum lögum. Höfundar skýrslunnar segja verulegan hluta klámefnisins jafngilda pyntingum og að ekki sé hægt að bera við samþykki eða samkomulagi, þar sem manneskja getur ekki fallist á að sæta pyntingum, kynferðislegri misnotkun eða mansali. Ráðið segir umrædd myndskeið hreinlega ólögleg og refsiverð. Þá eru yfirvöld gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi og fyrir að hafa gefið undan lobbýisma klámiðnaðarins á grundvelli tjáningarfrelsisins. Ríkið þurfi að láta af þeim ávana að horfa undan og vera í afneitun en sú tilhneiging hafi orðið til þess að klámiðnaðurinn hafi fengið að starfa eftirlitslaus. Samkvæmt könnunum neytir 51 prósent 12 ára franskra drengja kláms í hverjum mánuði og skýrsluhöfundar segja áhorf á ofbeldisfullt klám ýta undir svokallaðan „nauðgunarkúltúr“. Aðgerðasinnar hafa bent á að í mörgum tilvikum sé um að ræða konur á eða rétt yfir barnsaldri. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Frakkland Klám Stafrænt ofbeldi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Jafnréttisráðið skilaði skýrslu til stjórnvalda í gær þar sem hvatt er til þess að lögum verði breytt þannig að hægt verði að höfða mál gegn framleiðendum ofbeldisfulls kláms og til að greiða fyrir því að auðveldara verði að taka út efni til að vernda þá sem brotið hefur verið gegn. Ráðið fékk til sín fjölda viðmælenda og fór yfir fjölda myndskeiða á stærstu klámsíðum heimsins. Í skýrslunni segir að í milljónum myndskeiða væri gert lítið úr konum; þær niðurlægðar, komið fram við þær á ómanneskjulegan hátt, ráðist á þær, þær pyntaðar og beittar meðferð sem gangi bæði gegn mannlegri reisn og frönskum lögum. „Konurnar eru raunverulegar, kynlífið og ofbeldið er raunverulegt, og þjáning þeirra oft fullkomlega sjáanleg en á sama tíma gerð erótísk,“ segir í skýrslunni. Það væri mat ríkissaksóknara að mikið af ofbeldinu bryti gegn frönskum lögum. Höfundar skýrslunnar segja verulegan hluta klámefnisins jafngilda pyntingum og að ekki sé hægt að bera við samþykki eða samkomulagi, þar sem manneskja getur ekki fallist á að sæta pyntingum, kynferðislegri misnotkun eða mansali. Ráðið segir umrædd myndskeið hreinlega ólögleg og refsiverð. Þá eru yfirvöld gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi og fyrir að hafa gefið undan lobbýisma klámiðnaðarins á grundvelli tjáningarfrelsisins. Ríkið þurfi að láta af þeim ávana að horfa undan og vera í afneitun en sú tilhneiging hafi orðið til þess að klámiðnaðurinn hafi fengið að starfa eftirlitslaus. Samkvæmt könnunum neytir 51 prósent 12 ára franskra drengja kláms í hverjum mánuði og skýrsluhöfundar segja áhorf á ofbeldisfullt klám ýta undir svokallaðan „nauðgunarkúltúr“. Aðgerðasinnar hafa bent á að í mörgum tilvikum sé um að ræða konur á eða rétt yfir barnsaldri. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Frakkland Klám Stafrænt ofbeldi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira