Stígum öll upp úr skotgröfunum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 28. september 2023 07:30 Við lifum á tímum mikilla breytinga og stórra áskorana sem krefjast þess að við tileinkum okkur nýjar aðferðir og ný viðhorf þegar við tökumst á við þann breytta heim sem við lifum nú í. Þegar kemur að stjórnmálum, þá þurfum við að hætta að hörfa í þær skotgrafir sem einkenna stjórnmál dagsins í dag. Skotgrafir til þess að verja örfáa hagsmunaaðila. Skotgrafir íhaldssemi til að verjast breyttu heimsmyndinni. Skotgrafir til þess að fela slæm vinnubrögð og frændhygli. Á sama tíma þurfa þeir sem berjast gegn spillingu, ógagnsæi og íhaldssemi einnig að stíga upp úr skotgröfunum og finna sameiginlegar leiðir fram á við. Já, við þurfum að losna undan þeirri pólaríseringu sem hefur átt sér stað í stjórnmálum um allan heim undanfarna áratugi. Við þurfum nýja kynslóð stjórnmálamanna sem ekki er bundin af hlekkjum fortíðarinnar og sligi áratuga spillingar. Kynslóð sem er tilbúin að vinna saman að því að takast á við þær breytingar og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Aðferðafræði síðustu aldar dugar ekki til þess að tækla vandamál nútímans. Einfaldar sviðsmyndir gamalla stjórnmálakenninga duga ekki til þess að leysa flókin vandamál samtímans. Það er nauðsynlegt að hugsa upp á nýtt hvernig við byggjum upp samfélag sem á sama tíma verndar umhverfið og styður við þá sem þurfa aðstoð, án þess þó að setja fjötra sem draga úr frelsi og framtakssemi einstaklingsins. Á meðan við felum okkur bak við „já en svona höfum við alltaf gert það“ og „við þurfum að fara hægt í breytingar“, þá þýtur heimurinn framhjá okkur og skilur okkur eftir í hamfarasvæði þess pólitíska stríðs sem háð er úr skotgröfum. Það er komið að því að við þurfum öll að stíga næsta skrefið til að bæta og þróa stjórnmál á Íslandi. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að berja á öðrum flokkum í von um að slíkt skili sér í atkvæðum næst þegar kemur að kosningum. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að gera þeim flokkum sem eru í ríkisstjórn erfitt fyrir í von um að spennan á stjórnarheimilinu verði svo mikil að upp úr slitni. Nei, við þurfum stjórnmál sem snúa að því að vinna saman að því að tækla hin fjölmörgu stóru vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Þessi vandamál eru svo miklu stærri en hin pólitíska refskák sem háð er á Alþingi í dag. Þau eru af þeim skala að einungis með því að standa saman og vinna af heilindum með hvoru öðru getur okkur tekist að standast þann storm sem næstu ár og áratugir munu bera með sér. Við þurfum fólk í stjórnmálum á Íslandi sem er tilbúið að leggja allt sitt að mörkum til þess að tryggja framtíð okkar lands og þeirra kynslóða sem munu erfa það. Fólk sem er tilbúið að vinna þvert á flokka að því að tækla þau mein sem þegar herja á okkar samfélag og búa okkur undir að takast á við enn stærri vandamál sem þegar eru farin að banka að dyrum. Fólk sem ekki setur tímabundna eiginhagsmuni í forgrunn, heldur sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar um komandi kynslóðir. Fólk sem lætur ekki gamlar pólitískar kreddur og aðferðir ráða för, heldur byggir nýjar alvöru lausnir á sameiginlegum gildum og samvinnu. Þetta eru þau stjórnmál sem ég vil sjá, hvað með þig? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum mikilla breytinga og stórra áskorana sem krefjast þess að við tileinkum okkur nýjar aðferðir og ný viðhorf þegar við tökumst á við þann breytta heim sem við lifum nú í. Þegar kemur að stjórnmálum, þá þurfum við að hætta að hörfa í þær skotgrafir sem einkenna stjórnmál dagsins í dag. Skotgrafir til þess að verja örfáa hagsmunaaðila. Skotgrafir íhaldssemi til að verjast breyttu heimsmyndinni. Skotgrafir til þess að fela slæm vinnubrögð og frændhygli. Á sama tíma þurfa þeir sem berjast gegn spillingu, ógagnsæi og íhaldssemi einnig að stíga upp úr skotgröfunum og finna sameiginlegar leiðir fram á við. Já, við þurfum að losna undan þeirri pólaríseringu sem hefur átt sér stað í stjórnmálum um allan heim undanfarna áratugi. Við þurfum nýja kynslóð stjórnmálamanna sem ekki er bundin af hlekkjum fortíðarinnar og sligi áratuga spillingar. Kynslóð sem er tilbúin að vinna saman að því að takast á við þær breytingar og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Aðferðafræði síðustu aldar dugar ekki til þess að tækla vandamál nútímans. Einfaldar sviðsmyndir gamalla stjórnmálakenninga duga ekki til þess að leysa flókin vandamál samtímans. Það er nauðsynlegt að hugsa upp á nýtt hvernig við byggjum upp samfélag sem á sama tíma verndar umhverfið og styður við þá sem þurfa aðstoð, án þess þó að setja fjötra sem draga úr frelsi og framtakssemi einstaklingsins. Á meðan við felum okkur bak við „já en svona höfum við alltaf gert það“ og „við þurfum að fara hægt í breytingar“, þá þýtur heimurinn framhjá okkur og skilur okkur eftir í hamfarasvæði þess pólitíska stríðs sem háð er úr skotgröfum. Það er komið að því að við þurfum öll að stíga næsta skrefið til að bæta og þróa stjórnmál á Íslandi. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að berja á öðrum flokkum í von um að slíkt skili sér í atkvæðum næst þegar kemur að kosningum. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að gera þeim flokkum sem eru í ríkisstjórn erfitt fyrir í von um að spennan á stjórnarheimilinu verði svo mikil að upp úr slitni. Nei, við þurfum stjórnmál sem snúa að því að vinna saman að því að tækla hin fjölmörgu stóru vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Þessi vandamál eru svo miklu stærri en hin pólitíska refskák sem háð er á Alþingi í dag. Þau eru af þeim skala að einungis með því að standa saman og vinna af heilindum með hvoru öðru getur okkur tekist að standast þann storm sem næstu ár og áratugir munu bera með sér. Við þurfum fólk í stjórnmálum á Íslandi sem er tilbúið að leggja allt sitt að mörkum til þess að tryggja framtíð okkar lands og þeirra kynslóða sem munu erfa það. Fólk sem er tilbúið að vinna þvert á flokka að því að tækla þau mein sem þegar herja á okkar samfélag og búa okkur undir að takast á við enn stærri vandamál sem þegar eru farin að banka að dyrum. Fólk sem ekki setur tímabundna eiginhagsmuni í forgrunn, heldur sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar um komandi kynslóðir. Fólk sem lætur ekki gamlar pólitískar kreddur og aðferðir ráða för, heldur byggir nýjar alvöru lausnir á sameiginlegum gildum og samvinnu. Þetta eru þau stjórnmál sem ég vil sjá, hvað með þig? Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar