Laugin tóm í tvær vikur Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. september 2023 20:26 Árni Jónsson er framkvæmdastjóri Laugardalslaugar. Vísir/Elísabet Inga Laugardalslaug verður lokuð næstu vikur vegna framkvæmda. Laugin er tóm í fyrsta sinn í sjö ár og framkvæmdastjórinn segir millivegg sem nú verður rifinn niður hafa enst um 25 árum lengur en hann átti að gera. „Við erum að gera heilan helling núna. Við getum loksins tæmt laugina, í fyrsta skipti í sjö ár,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í beinni útsendingu frá tómri Laugardalslaug í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Til standi að skipta út 15 kýraugum, sem skipti miklu máli varðandi öryggi laugargesta. „Bæði varðandi eftirlitsmyndavélar og ljós, til þess að við sjáum vel ofan í,“ segir Árni. Þá er verið að skipta út millivegg milli aðallaugarinnar og barnalaugarinnar. Það er gert svo hægt sé að skipta hitastigi betur á milli lauganna tveggja. Barnalaugin ætti því að vera hlýrri en gestir hafa átt að venjast hingað til. „Ég vona svo sannarlega að við náum að gera hana það heita að hún verði þægileg í veðrinu. Við vitum náttúrulega ekki hvernig veturinn þróast, en eins og hann var síðasta vetur, þá hefði verið gott hjá okkur að geta hækkað hitastigið upp í 34 til 36 gráður. En þú getur ekki synt í því, það er allt of heitt,“ segir Árni og vísar þar til þess að hitastig beggja lauga hafi hingað til stýrst af kjörhitastigi fyrir aðallaugina, þar sem fólk syndir fram og til baka. Fornminjar koma upp úr kafi Ofan í tómri lauginni kenndi ýmissa grasa. Þar mátti meðal annars sjá gömul sundgleraugu og annað smálegt sem fólk hefur með sér í sund. „Við höfum ekki getað tæmt í sjö ár, og við höfum heldur ekki komist inn í þennan vegg í 26 ár. Hann átti að standa hér í eitt ár, í tilefni Smáþjóðaleikanna 97. Svo er bara sumt sem er gert til bráðabirgða, það endist stundum lengur en við gerum ráð fyrir.“ Veggurinn hafi hins vegar verið algjörlega kominn á tíma, og því fjarlægður. Upp úr dúrnum komu meðal annars sundgleraugu sem Árni áætlar að séu um 20 ára. Eigendur geti vitjað hlutanna, þó vafi sé uppi um nytsemi þeirra eftir þetta langan tíma í kafi. „Ég skal alveg halda þessu til hliðar einhversstaðar inni hjá mér. Það er minnsta málið,“ segir Árni. Ýmislegt smálegt kom upp úr dúrnum þegar milliveggurinn var rifinn. Til að mynda sundgleraugu og öndunarpípa.Vísir/Elísabet Inga Allt á áætlun Útlit er fyrir að laugin verði lokuð í um tvær vikur. „Allt sem við höfum gert hingað til, hefur verið á áætlun,“ segir Árni. Tæmingin hafi gengið vel og nú sé vinna farin á fullt. Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
„Við erum að gera heilan helling núna. Við getum loksins tæmt laugina, í fyrsta skipti í sjö ár,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í beinni útsendingu frá tómri Laugardalslaug í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Til standi að skipta út 15 kýraugum, sem skipti miklu máli varðandi öryggi laugargesta. „Bæði varðandi eftirlitsmyndavélar og ljós, til þess að við sjáum vel ofan í,“ segir Árni. Þá er verið að skipta út millivegg milli aðallaugarinnar og barnalaugarinnar. Það er gert svo hægt sé að skipta hitastigi betur á milli lauganna tveggja. Barnalaugin ætti því að vera hlýrri en gestir hafa átt að venjast hingað til. „Ég vona svo sannarlega að við náum að gera hana það heita að hún verði þægileg í veðrinu. Við vitum náttúrulega ekki hvernig veturinn þróast, en eins og hann var síðasta vetur, þá hefði verið gott hjá okkur að geta hækkað hitastigið upp í 34 til 36 gráður. En þú getur ekki synt í því, það er allt of heitt,“ segir Árni og vísar þar til þess að hitastig beggja lauga hafi hingað til stýrst af kjörhitastigi fyrir aðallaugina, þar sem fólk syndir fram og til baka. Fornminjar koma upp úr kafi Ofan í tómri lauginni kenndi ýmissa grasa. Þar mátti meðal annars sjá gömul sundgleraugu og annað smálegt sem fólk hefur með sér í sund. „Við höfum ekki getað tæmt í sjö ár, og við höfum heldur ekki komist inn í þennan vegg í 26 ár. Hann átti að standa hér í eitt ár, í tilefni Smáþjóðaleikanna 97. Svo er bara sumt sem er gert til bráðabirgða, það endist stundum lengur en við gerum ráð fyrir.“ Veggurinn hafi hins vegar verið algjörlega kominn á tíma, og því fjarlægður. Upp úr dúrnum komu meðal annars sundgleraugu sem Árni áætlar að séu um 20 ára. Eigendur geti vitjað hlutanna, þó vafi sé uppi um nytsemi þeirra eftir þetta langan tíma í kafi. „Ég skal alveg halda þessu til hliðar einhversstaðar inni hjá mér. Það er minnsta málið,“ segir Árni. Ýmislegt smálegt kom upp úr dúrnum þegar milliveggurinn var rifinn. Til að mynda sundgleraugu og öndunarpípa.Vísir/Elísabet Inga Allt á áætlun Útlit er fyrir að laugin verði lokuð í um tvær vikur. „Allt sem við höfum gert hingað til, hefur verið á áætlun,“ segir Árni. Tæmingin hafi gengið vel og nú sé vinna farin á fullt.
Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira