„Erum farnir að sætta okkur við það að stig heldur hinum liðunum frá okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. september 2023 21:55 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Hulda Margrét HK gerði 2-2 jafntefli gegn Fylki í Kórnum. HK komst tvisvar yfir og var einum manni fleiri nánast allan leikinn. Ómari Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var svekktur eftir leik. „Við gerðum það sem við töluðum um í hálfleik að við ætluðum alls ekki að gera sem var að lyfta boltanum á hafsentana þeirra en við gerðum það og upp úr því fengum við á okkur skyndisókn og mark,“ sagði Ómar Ingi svekktur eftir leik. Fylkir fékk rautt spjald þegar að tæplega átta mínútur voru liðnar af leiknum og Ómar sagði að það hafi verið erfitt að eiga við Fylki einum fleiri. „Það var erfitt að brjóta þá til baka. Þetta er hörkulið og þegar þeir voru að verjast þá var erfitt að brjóta þá. Þeir voru fljótir fram á við með mikinn hraða og við vorum í vandræðum með þá 11 á móti 10.“ Fylkir fékk víti í fyrri hálfleik og skömmu áður hafði Örvar Eggertsson verið tekinn niður í teignum en fékk ekki víti og Ómar taldi að það mætti brjóta meira á Örvari en öðrum. „Ég veit það ekki. Mér fannst alveg mögulegt að hann hafi farið með sólann á undan sér í Aziz og ekkert endilega verið á undan í boltann en Rúnar er pottþétt ósammála mér.“ „Þeir segja að Örvar hafi ekki átt að fá víti en það þarf rosalega mikið til svo Örvar fái aukaspyrnur eða meira.“ Í stöðunni 2-2 var Fylkir sterkari aðilinn en Ómar taldi ekki um neina heppni hafi verið að ræða að HK hafi fengið stig út úr leiknum. „Þú ert ekki heppinn í fótbolta finnst mér og ég vill ekki meina að við höfum verið heppnir. Þetta var greinilega álíka góð frammistaða í heildina og þar að leiðandi endaði leikurinn með jafntefli.“ HK hefur verið í miklum vandræðum með að ná í sigur. Í síðustu þrettán leikjum hefur HK aðeins unnið einn leik. „Ég held að jafnteflunum hefði fækkað og sigrarnir komið ef ég væri kominn með lausnina. Eftir að við náðum að safna svona mörgum stigum í byrjun erum við farnir að sætta okkur við það að stig heldur hinum liðunum frá okkur. Sérstaklega þegar að við erum að spila gegn þessum liðum en við ætluðum að sækja til sigurs og slíta okkur frá þeim,“ sagði Ómari Ingi Guðmundsson að lokum. HK Besta deild karla Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira
„Við gerðum það sem við töluðum um í hálfleik að við ætluðum alls ekki að gera sem var að lyfta boltanum á hafsentana þeirra en við gerðum það og upp úr því fengum við á okkur skyndisókn og mark,“ sagði Ómar Ingi svekktur eftir leik. Fylkir fékk rautt spjald þegar að tæplega átta mínútur voru liðnar af leiknum og Ómar sagði að það hafi verið erfitt að eiga við Fylki einum fleiri. „Það var erfitt að brjóta þá til baka. Þetta er hörkulið og þegar þeir voru að verjast þá var erfitt að brjóta þá. Þeir voru fljótir fram á við með mikinn hraða og við vorum í vandræðum með þá 11 á móti 10.“ Fylkir fékk víti í fyrri hálfleik og skömmu áður hafði Örvar Eggertsson verið tekinn niður í teignum en fékk ekki víti og Ómar taldi að það mætti brjóta meira á Örvari en öðrum. „Ég veit það ekki. Mér fannst alveg mögulegt að hann hafi farið með sólann á undan sér í Aziz og ekkert endilega verið á undan í boltann en Rúnar er pottþétt ósammála mér.“ „Þeir segja að Örvar hafi ekki átt að fá víti en það þarf rosalega mikið til svo Örvar fái aukaspyrnur eða meira.“ Í stöðunni 2-2 var Fylkir sterkari aðilinn en Ómar taldi ekki um neina heppni hafi verið að ræða að HK hafi fengið stig út úr leiknum. „Þú ert ekki heppinn í fótbolta finnst mér og ég vill ekki meina að við höfum verið heppnir. Þetta var greinilega álíka góð frammistaða í heildina og þar að leiðandi endaði leikurinn með jafntefli.“ HK hefur verið í miklum vandræðum með að ná í sigur. Í síðustu þrettán leikjum hefur HK aðeins unnið einn leik. „Ég held að jafnteflunum hefði fækkað og sigrarnir komið ef ég væri kominn með lausnina. Eftir að við náðum að safna svona mörgum stigum í byrjun erum við farnir að sætta okkur við það að stig heldur hinum liðunum frá okkur. Sérstaklega þegar að við erum að spila gegn þessum liðum en við ætluðum að sækja til sigurs og slíta okkur frá þeim,“ sagði Ómari Ingi Guðmundsson að lokum.
HK Besta deild karla Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira