Kokkinum sem lét ferskmetið standa hafnað í þriðju tilraun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. september 2023 22:31 Maðurinn fær ekki að skjóta máli sínu til Hæstaréttar. Getty/Per Winbladh Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni yfirkokks á hóteli á Norðvesturlandi sem hafði krafist þess að fá laun á uppsagnarfresti, orlof, orlofsuppbót og desemberuppbót eftir að hafa verið rekinn úr starfi. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hótelinu hefði verið heimilt að reka manninn. Hann hefði brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum vegna umgengni sinnar við matvæli, hreinlæti í eldhúsi og framkomu hans við samstarfsmenn. Auk þess taldist sannað að maðurinn hefði ekki notað stimpilklukku vinnustaðarins og viðhaft rangar tímaskráningar. Haft er eftir heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, sem fór í eftirlitsferð á hótelið, að það hafi verið næstversta eftirlitsheimsóknin sem hann fór í á sínum tuttugu ára ferli. Enn fremur lýsti fyrrverandi yfirþjónn því að ferskmeti hefði verið látið standa við stofuhita á borði í eldhúsi matreiðslumannsins og sagði hann það hafa verið að fara að líta illa út. Aðstoðarhótelstjóri sagði matreiðslumanninn svo ítrekað hafa öskrað á starfsfólk í eldhúsi þannig að gestir heyrðu til hans frammi í sal, jafnvel þó þar væri spiluð tónlist. Matreiðslumaðurinn sagði í málskotsbeiðni sinni til Hæstaréttar að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og sakarefni þess fordæmisgildi á almennum vinnumarkaði. Ennfremur að dómur Landsréttar hafi bersýnilega verið rangur. Hæstiréttur hafnaði beiðininni og sagði hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að dómur Landsréttar bersýnilega rangur. Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hótelinu hefði verið heimilt að reka manninn. Hann hefði brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum vegna umgengni sinnar við matvæli, hreinlæti í eldhúsi og framkomu hans við samstarfsmenn. Auk þess taldist sannað að maðurinn hefði ekki notað stimpilklukku vinnustaðarins og viðhaft rangar tímaskráningar. Haft er eftir heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, sem fór í eftirlitsferð á hótelið, að það hafi verið næstversta eftirlitsheimsóknin sem hann fór í á sínum tuttugu ára ferli. Enn fremur lýsti fyrrverandi yfirþjónn því að ferskmeti hefði verið látið standa við stofuhita á borði í eldhúsi matreiðslumannsins og sagði hann það hafa verið að fara að líta illa út. Aðstoðarhótelstjóri sagði matreiðslumanninn svo ítrekað hafa öskrað á starfsfólk í eldhúsi þannig að gestir heyrðu til hans frammi í sal, jafnvel þó þar væri spiluð tónlist. Matreiðslumaðurinn sagði í málskotsbeiðni sinni til Hæstaréttar að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og sakarefni þess fordæmisgildi á almennum vinnumarkaði. Ennfremur að dómur Landsréttar hafi bersýnilega verið rangur. Hæstiréttur hafnaði beiðininni og sagði hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að dómur Landsréttar bersýnilega rangur.
Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira