Gegn matarsóun Svandís Svavarsdóttir skrifar 29. september 2023 08:00 Í dag, 29. september, er Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn matarsóun. Þriðjungi alls matar sem framleiddur er í heiminum er sóað, samkvæmt gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Það eru um 1,3 milljarðar tonna af mat sem ekki eru nýtt en hafa verið framleidd með tilheyrandi neikvæðum umhverfisáhrifum í framleiðsluferlinu. Stór hluti matar sem ekki er nýttur er svo urðaður, sem krefst mikils landsvæðis og leiðir til losunar gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsvandinn og áskoranir tengdar vernd líffræðilegrar fjölbreytni eru risastórar áskoranir og hluti af lausninni við þeim felst í sjálfbærari matvælaframleiðslu og ábyrgari nýtingu auðlinda, sem sagt: minni sóun. Meðal Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er markmið um ábyrga neyslu og framleiðslu, þar sem stefnt er að því að eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming. Þar segir einnig að bæta skuli nýtingu í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum, þ.m.t. við uppskeru. Stjórnvöld gegna mikilvægu hlutverki í þessu stóra verkefni. Á fundi norrænu ráðherranefndinnar í vor gáfu sjávarútvegs-, landbúnaðar-, matvæla- og skógræktarráðherrar Norðurlandanna út yfirlýsingu um að löndin stefndu að því sameiginlega markmiði að minnka matarsóun á Norðurlöndum um helming fyrir árið 2030. Þar kom einnig fram að ráðherrarnir undirstrikuðu að minnkun matarsóunar væri mikilvæg fyrir framkvæmd sjálfbærra og samkeppnishæfra matvælakerfa. Undir matvælaráðuneytið heyra margar stórar matvælaframleiðslugreinar og ljóst er að við verðum að stefna að betri nýtingu hráefnis í allri framleiðslukeðjunni. Það er ekki einfalt verkefni en það er gríðarlega mikilvægt. Í ráðuneyti mínu er unnið að ýmsum verkefnum sem ætlað er að stuðla að markmiðinu um minni matarsóun. Fyrst nefni ég að 15. nóvember verður haldið matvælaþing. Yfirskrift þingsins í ár er hringrásarhagkerfið, en í nýsamþykktri matvælastefnu til ársins 2040 kemur fram það markmið að hringrásarhagkerfið verði stutt með rannsóknum og þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða og stuðlað verði að minni matarsóun og minna kolefnisspori matvælaframleiðslu. Svipað markmið er að finna í landbúnaðarstefnu til 2040, þar sem lagt er til að lögð verði áhersla á þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða, ásamt nýtingu á lífrænum efnum, og þannig stuðlað að minni sóun og minna kolefnisspori. Einnig má má nefna að samantekt um nýtingu lífbrjótanlegra efna í landbúnaði og landgræðslu, ásamt tillögum að aðgerðum, var nýlega unnin fyrir matvælaráðuneytið. Lífbrjótanleg efni eru til dæmis úrgangur úr fiskeldi og húsdýraeldi og meðal markmiða þeirrar vinnu var að draga úr sóun og fullnýta verðmæti sem eru til staðar. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um þessar staðreyndir og þau áhrif sem við getum haft. Við þurfum að gera breytingar á okkar neyslumynstrum og framleiðendur matvæla þurfa að huga að því að minnka sóun eins og mögulegt er við framleiðsluna. Þó verkefnið sé stórt skipta öll skref í rétta átt máli. Með því að taka þau skref verndum við umhverfið, minnkum gróðurhúsaáhrif og tryggjum að framleiðslukerfi matvæla verði sjálfbærari. Það eru verðug markmið. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag, 29. september, er Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn matarsóun. Þriðjungi alls matar sem framleiddur er í heiminum er sóað, samkvæmt gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Það eru um 1,3 milljarðar tonna af mat sem ekki eru nýtt en hafa verið framleidd með tilheyrandi neikvæðum umhverfisáhrifum í framleiðsluferlinu. Stór hluti matar sem ekki er nýttur er svo urðaður, sem krefst mikils landsvæðis og leiðir til losunar gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsvandinn og áskoranir tengdar vernd líffræðilegrar fjölbreytni eru risastórar áskoranir og hluti af lausninni við þeim felst í sjálfbærari matvælaframleiðslu og ábyrgari nýtingu auðlinda, sem sagt: minni sóun. Meðal Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er markmið um ábyrga neyslu og framleiðslu, þar sem stefnt er að því að eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming. Þar segir einnig að bæta skuli nýtingu í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum, þ.m.t. við uppskeru. Stjórnvöld gegna mikilvægu hlutverki í þessu stóra verkefni. Á fundi norrænu ráðherranefndinnar í vor gáfu sjávarútvegs-, landbúnaðar-, matvæla- og skógræktarráðherrar Norðurlandanna út yfirlýsingu um að löndin stefndu að því sameiginlega markmiði að minnka matarsóun á Norðurlöndum um helming fyrir árið 2030. Þar kom einnig fram að ráðherrarnir undirstrikuðu að minnkun matarsóunar væri mikilvæg fyrir framkvæmd sjálfbærra og samkeppnishæfra matvælakerfa. Undir matvælaráðuneytið heyra margar stórar matvælaframleiðslugreinar og ljóst er að við verðum að stefna að betri nýtingu hráefnis í allri framleiðslukeðjunni. Það er ekki einfalt verkefni en það er gríðarlega mikilvægt. Í ráðuneyti mínu er unnið að ýmsum verkefnum sem ætlað er að stuðla að markmiðinu um minni matarsóun. Fyrst nefni ég að 15. nóvember verður haldið matvælaþing. Yfirskrift þingsins í ár er hringrásarhagkerfið, en í nýsamþykktri matvælastefnu til ársins 2040 kemur fram það markmið að hringrásarhagkerfið verði stutt með rannsóknum og þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða og stuðlað verði að minni matarsóun og minna kolefnisspori matvælaframleiðslu. Svipað markmið er að finna í landbúnaðarstefnu til 2040, þar sem lagt er til að lögð verði áhersla á þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða, ásamt nýtingu á lífrænum efnum, og þannig stuðlað að minni sóun og minna kolefnisspori. Einnig má má nefna að samantekt um nýtingu lífbrjótanlegra efna í landbúnaði og landgræðslu, ásamt tillögum að aðgerðum, var nýlega unnin fyrir matvælaráðuneytið. Lífbrjótanleg efni eru til dæmis úrgangur úr fiskeldi og húsdýraeldi og meðal markmiða þeirrar vinnu var að draga úr sóun og fullnýta verðmæti sem eru til staðar. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um þessar staðreyndir og þau áhrif sem við getum haft. Við þurfum að gera breytingar á okkar neyslumynstrum og framleiðendur matvæla þurfa að huga að því að minnka sóun eins og mögulegt er við framleiðsluna. Þó verkefnið sé stórt skipta öll skref í rétta átt máli. Með því að taka þau skref verndum við umhverfið, minnkum gróðurhúsaáhrif og tryggjum að framleiðslukerfi matvæla verði sjálfbærari. Það eru verðug markmið. Höfundur er matvælaráðherra.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar