Guðni segir að ferðaþjónustan sé að drepa íslenskan landbúnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. september 2023 21:31 Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina og Alþingi harðlega fyrir sofandi hátt varðandi erfiða stöðu íslenskra bænda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina og Alþingi harðlega fyrir sofandi hátt varðandi erfiða stöðu bænda og segir að hrina gjaldþrota blasi við verði ekkert gert. Þá segir hann ferðaþjónustuna vera að drepa hinn hefðbundna landbúnað. Staða bænda er víða mjög erfið vegna mikilla skuldsetningar, hárra vaxta og verðbólgu. Þá er einsýnt að ungir bændur eiga mjög erfitt með sinn rekstur. Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum í Flóa, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur miklar áhyggjur af stöðunni og á von á fjölda gjaldþrota í greininni verði ekkert gert í málefnum bænda. Guðni á þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar. „Ég bara skora á ríkisstjórnina að bretta upp ermar og opna augun og gera sér grein fyrir því að matvælalandið Ísland, við erum að tapa því út úr höndunum ef þeir ekki taka stórt á núna,” segir hann og bætir við: „Það þarf bara að hugsa um lífskjör bændanna eins og lífskjör lögreglunnar, kennaranna eða þingmannanna. Hvað þurfa þeir til að lifa og við getum ekki haft þetta fólk eins og það sé þurfalingar og ekki búið við það að menn bara loki fjósum og hætti búskap, sem er mjög auðvelt núna í ferðaþjónustunni. Og Guðni heldur áfram: „Stjórnmálamennirnir verða að vakna og gera sér grein fyrir því að þetta er atvinnuvegur, sem lifir eða deyr hvort sem þeir taka á. Þeir halda utan um búvörusamningana, utan um tollamálin, utan um verðlagninguna, þannig að þeir koma að þessu öllu og þeir geta ekki verið stikkfrí.” „Ég bara skora á ríkisstjórnina að bretta upp ermar og opna augun og gera sér grein fyrir því að matvælalandið Ísland, við erum að tapa því út úr höndunum ef þeir ekki taka stórt á núna,” segir Guðni Ágústsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Guðni hefur skoðun á störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra. „Ég verð að segja fyrir mig að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með hana og ríkisstjórnina í heild sinni fyrir hönd landbúnaðarins.” Ef þú værir landbúnaðarráðherra í dag, hvað myndir þú gera? „Setjast niður með bændum og skoða starfsgrundvöllinn.” Þá gagnrýnir Guðni harðlega íslenska ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan átti að bjarga hér landsbyggðinni. Nú er ferðaþjónustan, sem ferðamaðurinn vill njóta. Nú er hún að drepa landbúnaðinn. Það er auðvelt að hætta og loka fjósinu og breyta því bara í gistihús. Þetta er bara alvarlegt mál eins og oft koma á borð þessarar þjóðar,” segir Guðni Ágústsson. Flóahreppur Alþingi Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Staða bænda er víða mjög erfið vegna mikilla skuldsetningar, hárra vaxta og verðbólgu. Þá er einsýnt að ungir bændur eiga mjög erfitt með sinn rekstur. Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum í Flóa, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur miklar áhyggjur af stöðunni og á von á fjölda gjaldþrota í greininni verði ekkert gert í málefnum bænda. Guðni á þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar. „Ég bara skora á ríkisstjórnina að bretta upp ermar og opna augun og gera sér grein fyrir því að matvælalandið Ísland, við erum að tapa því út úr höndunum ef þeir ekki taka stórt á núna,” segir hann og bætir við: „Það þarf bara að hugsa um lífskjör bændanna eins og lífskjör lögreglunnar, kennaranna eða þingmannanna. Hvað þurfa þeir til að lifa og við getum ekki haft þetta fólk eins og það sé þurfalingar og ekki búið við það að menn bara loki fjósum og hætti búskap, sem er mjög auðvelt núna í ferðaþjónustunni. Og Guðni heldur áfram: „Stjórnmálamennirnir verða að vakna og gera sér grein fyrir því að þetta er atvinnuvegur, sem lifir eða deyr hvort sem þeir taka á. Þeir halda utan um búvörusamningana, utan um tollamálin, utan um verðlagninguna, þannig að þeir koma að þessu öllu og þeir geta ekki verið stikkfrí.” „Ég bara skora á ríkisstjórnina að bretta upp ermar og opna augun og gera sér grein fyrir því að matvælalandið Ísland, við erum að tapa því út úr höndunum ef þeir ekki taka stórt á núna,” segir Guðni Ágústsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Guðni hefur skoðun á störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra. „Ég verð að segja fyrir mig að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með hana og ríkisstjórnina í heild sinni fyrir hönd landbúnaðarins.” Ef þú værir landbúnaðarráðherra í dag, hvað myndir þú gera? „Setjast niður með bændum og skoða starfsgrundvöllinn.” Þá gagnrýnir Guðni harðlega íslenska ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan átti að bjarga hér landsbyggðinni. Nú er ferðaþjónustan, sem ferðamaðurinn vill njóta. Nú er hún að drepa landbúnaðinn. Það er auðvelt að hætta og loka fjósinu og breyta því bara í gistihús. Þetta er bara alvarlegt mál eins og oft koma á borð þessarar þjóðar,” segir Guðni Ágústsson.
Flóahreppur Alþingi Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira