Kverkatak Gylfi Þór Gíslason skrifar 3. október 2023 08:00 Í upphafi síðasta mánaðar kynnti Samkeppnisstofnun skýrslu um samráð skipafélaganna Eimskipa og Samskipa og að stjórnendur Eimskipa hafi samþykkt 1,2 milljarða sekt, en mál sé höfðað gegn Samskipum þar sem farið er fram á 4,2 milljarða í sekt. Hverjir borga þessar sektir að endingu aðrir en neytendur. Sektirnar munu beinast að fólkinu í landinu. Í stað þess að beinast að gerendum og fyrirtækjunum. Við athugun á viðurlögum við broti á samkeppnislögum geta þau verið allt að 6 ára fangelsi. En um það má lesa í 4. kafla 1. greinar samkeppnislaganna. Þar vantar ákvæði um að leggja megi hald á og gera upptæk þau fyrirtæki sem gerist sannarlega brotleg við umrædd lög. Frá því þessi frétt um samráð Eimskipa og Samskipa kom fram í dagsljósið í upphafi mánaðarins hefur lítið sem ekkert verið fjallað um hana í stærri fjölmiðlum. Í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi kom enginn inn á þetta samráð. En þetta snertir alla þjóðina. Ef þetta hefði komið upp í Frakklandi væri verið að mótmæla á götum úti, svo eftir væri tekið. Eitthvað í líkingu við það sem gerðist hér í janúar 2009. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að mótmæla á Íslandi væri það núna. En ég á nú kannski ekki að vera að kynda undir mótmælum, starfandi lögreglumaðurinn En hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í þessu máli? Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali við RÚV að hann væri að íhuga að fara í mál við skipafélögin. Segist íhuga að fara í mál við fyrirtæki sem hugsanlega hafa svikið út háar upphæðir frá ríkinu og þar af leiðandi fólkinu í landinu. Það má ekki gleyma hverjir eiga og stjórna Eimskip, Samherji er stærsti hluthafi Eimskipa. Ráðherra viðskipta sem er og varaformaður Framsóknarflokksins sagði í viðtali við RUV í upphafi mánaðarins að það verði verkefni ríkisstjórnarinnar það sem eftir lifir kjörtímabils að skoða þetta mál. Þarna þarf aðgerðir strax en ekki íhuganir og skoðanir á meðan þjóðinni blæðir. Umræddur viðskiptaráðherra talar um í framhjáhlaupi í sama viðtali að hún sé mikil áhugamanneskja um verðbólgu og ætli að vinna í henni. Hún talar eins og manneskja í einhverjum skokk hóp, með fullri virðingu fyrir skokkurum, um hver hennar önnur áhugamál séu en ekki eins og ráðherra í ríkisstjórn með vald til að gera eitthvað í þessum málum. En þess má geta að þessi ráðherra og varaformaður framsóknarflokksins er ein þriggja ráðherra í svokölluðu efnahagsráði ríkisstjórnarinnar og ku víst vera hagfræðingur að auki. Nei þessi ríkisstjórn er ekki að gera neitt fyrir fólkið í landinu. Þau ætla bara að sitja út kjörtímabilið, hvað sem það kostar þjóðarbúið Það hlýtur að vera krafa hins almenna launamanns í landinu að gripið verði til aðgerða strax gegn þessu samráði þannig að það verði losað um þetta kverkatak sem þessi tvö skipafélög, sem stjórna 90% af innflutnings markaðnum, hafa á þjóðinni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipaflutningar Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi síðasta mánaðar kynnti Samkeppnisstofnun skýrslu um samráð skipafélaganna Eimskipa og Samskipa og að stjórnendur Eimskipa hafi samþykkt 1,2 milljarða sekt, en mál sé höfðað gegn Samskipum þar sem farið er fram á 4,2 milljarða í sekt. Hverjir borga þessar sektir að endingu aðrir en neytendur. Sektirnar munu beinast að fólkinu í landinu. Í stað þess að beinast að gerendum og fyrirtækjunum. Við athugun á viðurlögum við broti á samkeppnislögum geta þau verið allt að 6 ára fangelsi. En um það má lesa í 4. kafla 1. greinar samkeppnislaganna. Þar vantar ákvæði um að leggja megi hald á og gera upptæk þau fyrirtæki sem gerist sannarlega brotleg við umrædd lög. Frá því þessi frétt um samráð Eimskipa og Samskipa kom fram í dagsljósið í upphafi mánaðarins hefur lítið sem ekkert verið fjallað um hana í stærri fjölmiðlum. Í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi kom enginn inn á þetta samráð. En þetta snertir alla þjóðina. Ef þetta hefði komið upp í Frakklandi væri verið að mótmæla á götum úti, svo eftir væri tekið. Eitthvað í líkingu við það sem gerðist hér í janúar 2009. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að mótmæla á Íslandi væri það núna. En ég á nú kannski ekki að vera að kynda undir mótmælum, starfandi lögreglumaðurinn En hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í þessu máli? Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali við RÚV að hann væri að íhuga að fara í mál við skipafélögin. Segist íhuga að fara í mál við fyrirtæki sem hugsanlega hafa svikið út háar upphæðir frá ríkinu og þar af leiðandi fólkinu í landinu. Það má ekki gleyma hverjir eiga og stjórna Eimskip, Samherji er stærsti hluthafi Eimskipa. Ráðherra viðskipta sem er og varaformaður Framsóknarflokksins sagði í viðtali við RUV í upphafi mánaðarins að það verði verkefni ríkisstjórnarinnar það sem eftir lifir kjörtímabils að skoða þetta mál. Þarna þarf aðgerðir strax en ekki íhuganir og skoðanir á meðan þjóðinni blæðir. Umræddur viðskiptaráðherra talar um í framhjáhlaupi í sama viðtali að hún sé mikil áhugamanneskja um verðbólgu og ætli að vinna í henni. Hún talar eins og manneskja í einhverjum skokk hóp, með fullri virðingu fyrir skokkurum, um hver hennar önnur áhugamál séu en ekki eins og ráðherra í ríkisstjórn með vald til að gera eitthvað í þessum málum. En þess má geta að þessi ráðherra og varaformaður framsóknarflokksins er ein þriggja ráðherra í svokölluðu efnahagsráði ríkisstjórnarinnar og ku víst vera hagfræðingur að auki. Nei þessi ríkisstjórn er ekki að gera neitt fyrir fólkið í landinu. Þau ætla bara að sitja út kjörtímabilið, hvað sem það kostar þjóðarbúið Það hlýtur að vera krafa hins almenna launamanns í landinu að gripið verði til aðgerða strax gegn þessu samráði þannig að það verði losað um þetta kverkatak sem þessi tvö skipafélög, sem stjórna 90% af innflutnings markaðnum, hafa á þjóðinni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar