Síðasta veiðiferð Múlabergsins og tólf skipverjum sagt upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2023 13:46 Múlaberg er annað tveggja skipa sem eftir er af tíu svokölluðum Japanstogurum sem komu hingað til lands fyrir um bil fimmtíu árum. Björn Steinbekk Togarinn Múlabergið á Siglufirði hefur farið í sína síðustu veiðiferð. Upp kom leki í ferðinni sem talið er of kostnaðarsamt að gera við. Tólf skipverjar hafa fengið uppsagnarbréf frá Ísfélaginu sem gerir út togarann. Fiskifréttir greina frá tíðindunum og ræða við Finn Sigurbjörnsson, skipstjóra á Múlabergi frá árinu 2005. Finnur segir engin uppsagnarbréf hafa borist áhöfninni sem telji líklega fimmtán manns með öllu. Vonandi muni Ísfélagið, sem á togarann, koma þeim fyrir á öðrum skipum. „Ætli karlarnir fari ekki bara að líta í kring um sig eftir öðrum stöðum. Það fer eftir hvað stendur í bréfinu,“ segir Finnur við Fiskifréttir. Kannski verði þeim komið fyrir á nýju Sigurbjörgu sem verið sé að smíða í Tyrklandi. „Það hlýtur að þurfa að manna það skip.“ Tólf fengu uppsagnarbréf Ólafur H. Marteinsson, aðstoðarforstjóri Ísfélagsins og framkvæmdastjóri útgerðar, segir tólf starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf í dag. „Ástæða uppsagnarinnar er að þetta skip er orðið rúmlega fimmtíu ára gamalt. Það kom upp bilun í því sem við metum sem svo að svari ekki kostnaði að gera við. Þessi leiðinlega ákvörðun var eiginlega óhjákvæmileg,“ segir Ólafur. Bilunin er í formi leka í afturskipinu sem Ólafur segir mjög mikið mál að gera við. Það sé töluverð ákvörðun að leggja skipi sem hafi þjónað fyrirtækinu vel en annað hafi ekki verið í stöðunni. Óvíst um framtíð skipverjanna Múlabergið hefur verið í rækjuveiði. Skipverjarnir eru héðan og þaðan af landinu en skipið gerir út frá Siglufirði. „Við munum væntanlega ekki stunda rækjuveiðar aftur fyrr en með vorinu. En þetta hefur ekki áhrif á rækjuvinnslu sjálfa því við flytjum inn frá Noregi og Kanada.“ Skipið er fimmtíu ára gamalt og var eitt af flaggskipum flotans á sínum tíma. Nú er það einn elsti togarinn í flotanum að sögn Ólafs. Óvíst er um framtíð skipverjanna á Múlabergi. „Það er allavega ekkert fast í hendi með það. Það er verið að reyna að koma þeim í afleysingar til að byrja með á öðrum skipum. Það verða einhverjir sem fara tiltölulega fljótt í það, jafnvel í þessari viku. En það á alls ekki við um alla.“ Sjávarútvegur Fjallabyggð Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00 Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Fiskifréttir greina frá tíðindunum og ræða við Finn Sigurbjörnsson, skipstjóra á Múlabergi frá árinu 2005. Finnur segir engin uppsagnarbréf hafa borist áhöfninni sem telji líklega fimmtán manns með öllu. Vonandi muni Ísfélagið, sem á togarann, koma þeim fyrir á öðrum skipum. „Ætli karlarnir fari ekki bara að líta í kring um sig eftir öðrum stöðum. Það fer eftir hvað stendur í bréfinu,“ segir Finnur við Fiskifréttir. Kannski verði þeim komið fyrir á nýju Sigurbjörgu sem verið sé að smíða í Tyrklandi. „Það hlýtur að þurfa að manna það skip.“ Tólf fengu uppsagnarbréf Ólafur H. Marteinsson, aðstoðarforstjóri Ísfélagsins og framkvæmdastjóri útgerðar, segir tólf starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf í dag. „Ástæða uppsagnarinnar er að þetta skip er orðið rúmlega fimmtíu ára gamalt. Það kom upp bilun í því sem við metum sem svo að svari ekki kostnaði að gera við. Þessi leiðinlega ákvörðun var eiginlega óhjákvæmileg,“ segir Ólafur. Bilunin er í formi leka í afturskipinu sem Ólafur segir mjög mikið mál að gera við. Það sé töluverð ákvörðun að leggja skipi sem hafi þjónað fyrirtækinu vel en annað hafi ekki verið í stöðunni. Óvíst um framtíð skipverjanna Múlabergið hefur verið í rækjuveiði. Skipverjarnir eru héðan og þaðan af landinu en skipið gerir út frá Siglufirði. „Við munum væntanlega ekki stunda rækjuveiðar aftur fyrr en með vorinu. En þetta hefur ekki áhrif á rækjuvinnslu sjálfa því við flytjum inn frá Noregi og Kanada.“ Skipið er fimmtíu ára gamalt og var eitt af flaggskipum flotans á sínum tíma. Nú er það einn elsti togarinn í flotanum að sögn Ólafs. Óvíst er um framtíð skipverjanna á Múlabergi. „Það er allavega ekkert fast í hendi með það. Það er verið að reyna að koma þeim í afleysingar til að byrja með á öðrum skipum. Það verða einhverjir sem fara tiltölulega fljótt í það, jafnvel í þessari viku. En það á alls ekki við um alla.“
Sjávarútvegur Fjallabyggð Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00 Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Kveður hafið eftir rúma hálfa öld á sjó Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins. 12. júní 2022 11:00
Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent