Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 09:37 Áslaug sló á létta strengi í ræðu sinni og sagði frá eigin reynslu af sjó. Því næst ræddi hún samráðherra sinn í ríkisstjórn og varpaði mynd af henni upp á vegg. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. Áslaug hóf ræðu sína í Hörpu á að rifja upp þegar hún hafi sjálf verið á sjó 25 ára. Hún hafi sofið yfir sig fyrsta daginn á vertíðinni og aldrei minnst á það við nokkurn mann þar til nú. Hún sagðist nefna þetta því að sér finnist Íslendingar almennt vera að sofna á verðinum í íslensku samfélagi á mörgum sviðum og sagðist vilja gera það að umtalsefni. Ræða Áslaugar hefst á mínútu 10:30 og má horfa á hana hér fyrir neðan. Sagði Svandís vera samnefnara regluverka og eftirlits „Ég viðurkenni að það er reyndar mjög freistandi að tala um málefni líðandi stundar. Bara mjög freistandi. Ég gæti rætt um gullhúðun íslenskra stjórnvalda og þungt regluverk ESB. Ég gæti rætt um hvalveiðar. Nú eða sjókvíaeldið. Eða bara Samkeppniseftirlitið og jafnvel verktaka þess, ráðuneytið, sem er einmitt í sama húsi í B26,“ sagði Áslaug. „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur. Sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Og um hana get ég sagt eitt, semsagt ríkisstjórnina, en ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum en án hans.“ Á meðan Áslaug minntist á samráðherra sinn var samsettri mynd af Svandísi varpað upp á vegg í Hörpu. Þar mátti sjá ráðherrann, sjó og kýrauga. Því næst sagðist Áslaug ekki ætla að ræða þetta, heldur nýsköpun í sjávarútvegi og hóf hún þá að ræða það. Svandís oft milli tannanna á Sjálfstæðismönnum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn skjóta föstum skotum að Svandísi Svavarsdóttur. Eins og alkunna er voru samstarfsmenn hennar í ríkisstjórn afar ósáttir við ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar í sumar. Sagðist Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í lok ágúst ekki útiloka að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur Svandísi kæmi í ljós að bann hennar reyndist vera ólöglegt. Sagði hann afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið yrði framlengt. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Áslaug hóf ræðu sína í Hörpu á að rifja upp þegar hún hafi sjálf verið á sjó 25 ára. Hún hafi sofið yfir sig fyrsta daginn á vertíðinni og aldrei minnst á það við nokkurn mann þar til nú. Hún sagðist nefna þetta því að sér finnist Íslendingar almennt vera að sofna á verðinum í íslensku samfélagi á mörgum sviðum og sagðist vilja gera það að umtalsefni. Ræða Áslaugar hefst á mínútu 10:30 og má horfa á hana hér fyrir neðan. Sagði Svandís vera samnefnara regluverka og eftirlits „Ég viðurkenni að það er reyndar mjög freistandi að tala um málefni líðandi stundar. Bara mjög freistandi. Ég gæti rætt um gullhúðun íslenskra stjórnvalda og þungt regluverk ESB. Ég gæti rætt um hvalveiðar. Nú eða sjókvíaeldið. Eða bara Samkeppniseftirlitið og jafnvel verktaka þess, ráðuneytið, sem er einmitt í sama húsi í B26,“ sagði Áslaug. „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur. Sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Og um hana get ég sagt eitt, semsagt ríkisstjórnina, en ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum en án hans.“ Á meðan Áslaug minntist á samráðherra sinn var samsettri mynd af Svandísi varpað upp á vegg í Hörpu. Þar mátti sjá ráðherrann, sjó og kýrauga. Því næst sagðist Áslaug ekki ætla að ræða þetta, heldur nýsköpun í sjávarútvegi og hóf hún þá að ræða það. Svandís oft milli tannanna á Sjálfstæðismönnum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn skjóta föstum skotum að Svandísi Svavarsdóttur. Eins og alkunna er voru samstarfsmenn hennar í ríkisstjórn afar ósáttir við ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar í sumar. Sagðist Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í lok ágúst ekki útiloka að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur Svandísi kæmi í ljós að bann hennar reyndist vera ólöglegt. Sagði hann afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið yrði framlengt.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira