Breytingin er á hraða snigilsins Guðný Jónsdóttir skrifar 5. október 2023 12:30 Á afar skemmtilegum morgunverðarfundi í húsnæði Rafal í Hafnarfirði í síðustu viku var birt skýrsla KÍO um stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hefur lítil breyting verið á hlut kvenna í geiranum á síðastliðnum tveimur árum. Góðu fréttirnar voru hinsvegar að það voru tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar á aldursbilinu 30 til 44 ára. Á heildina litið eru kvenkyns framkvæmdastjórar 38% í geiranum. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér: Úttekt á stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum Orku- og veitugeirinn hefur frá upphafi verið mjög karlægur vinnumarkaður. Hægt og rólega hefur þó hlutur kvenna á þessum markaði verið að aukast en breytingin er á hraða snigilsins. Hvað er til ráða? Það er mikilvægt að halda samtalinu áfram. Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnumarkaði er ekki bara hagsmunamál kvenna heldur allra. Það gleymist stundum að nefna karlmennina í umræðunni. Það er ekki nóg að eingöngu konur ræði um þessa hluti. Það er mikilvægt að fá alla með í lið og halda orðræðunni á lofti. Hvernig geta konur samsvarað sér í þessum bransa? Í skýrslunni kom einnig fram að frá upphafi hafa einungis sjö konur verið forstýrur skráðra fyrirtækja í Íslensku kauphöllinni á móti hundruð karla. Auðvitað er myndin ramskökk og liggja margar skýringar á bakvið en við breytum þessu ekki á einni nóttu, þetta er langhlaup. KÍO nefnir skýringar á borð við staðalímyndir, ómeðvitaða fordóma og þriðju vaktina. Ég vil einnig minnast á hefðir. Þær geta legið mjög djúpt og stundum getur reynst erfitt að vinda ofan af þeim. Í rannsókn minni á jafnvægi milli vinnu og einkalífi og fjarvinnu fjallaði ég meðal annars um ólíka menningu milli kynja. Konur eru til dæmis almennt séð opnari tilfinningalega en karlar, þær hafa meiri þörf fyrir að tjá sig og þær eiga auðveldara með það. Við skulum ekki gleyma hvernig staða kvenna var hér árum áður en sú mikilvæga staðreynd var sú að konum var kennt frá blautu barnsbeini að hafa þarfir annarra og sérstaklega karlmanna í fyrirrúmi. Áratugum saman hafa konur þurft að gefa starfsframa sinn uppá bátinn til þess að sinna heimilishaldi og barnauppeldi svo eiginmaðurinn geti einbeitt sér að sínum starfsframa. Þegar konur fóru svo að fara út á vinnumarkaðinn í auknum mæli, þá var ekki mikill stuðningur heima fyrir. Áfram héldu þær að sinna heimilisstörfum og barnauppeldinu. Það hefur meðal annars haft þær afleiðingar að sumar konur eru í dag að upplifa algjöra örmögnun og kulnun. Konur eru hægt og rólega að vinda ofan af þessu og hefur orðið mikil breyting á í nútíma samfélagi. Það er mikilvægt að hver og ein setji sér mörk í samræmi við sínar þarfir svo þær nái að blómstra í leik og starfi. Niðurstaða könnunar sem Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé og fleiri lögðu fyrir hér á landi árið 2021 um kynin og vinnustaðinn var að konur þurftu frekar að sanna sig sem stjórnendur en karlar og þær voru fjórtán sinnum líklegri en karlar til að bera meiri ábyrgð á fjölskyldu- og heimilishaldi. Einnig kom fram hvað varðar jafnvægi milli vinnu og einkalífi þá fengu konur meiri stuðning en karlar frá sínum vinnuveitanda. Það er mikilvægt að feður njóti stuðnings líkt og konur en þarf að vera stefnumótandi ákvörðun vinnuveitanda. Gamlar hefðir hafa ennþá áhrif og geta verið ríkjandi en við þurfum að brjóta þær markvisst upp. Það mun taka tíma en við megum ekki gefast upp eða sofna á verðinum. Með samtali og umræðum hjá öllum þá höldum við orðræðunni á lofti. Verum vakandi fyrir öflugum konum og konum sem hafa áhuga á stjórnendahlutverkinu og veita þeim tækifæri og stuðning. Það skiptir einnig máli hvernig fyrirtæki auglýsa sig og það er mikilvægt að draga fram að vinnuumhverfið sé fjölskylduvænt og það sé hlúað að jafnvægi milli vinnu og einkalífi, þannig að konur geti samsvarað sig betur að vinnuumhverfinu. Þegar vinnustaður er fjölbreyttur þá er líklegra að fyrirtækin ná meiri árangri. Það er margt búið að gerast og margt að gerjast í þessum málum. Ég er full bjartsýni fyrir framtíðinni og sannfærð um þegar allir taka höndum saman í átt að jafnrétti á vinnumarkaðnum þá verður þróunin ekki áfram á hraða snigilsins. Höfundur er mannauðsstjóri Rafal ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jafnréttismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á afar skemmtilegum morgunverðarfundi í húsnæði Rafal í Hafnarfirði í síðustu viku var birt skýrsla KÍO um stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hefur lítil breyting verið á hlut kvenna í geiranum á síðastliðnum tveimur árum. Góðu fréttirnar voru hinsvegar að það voru tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar á aldursbilinu 30 til 44 ára. Á heildina litið eru kvenkyns framkvæmdastjórar 38% í geiranum. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér: Úttekt á stöðu kvenna í íslenska orku- og veitugeiranum Orku- og veitugeirinn hefur frá upphafi verið mjög karlægur vinnumarkaður. Hægt og rólega hefur þó hlutur kvenna á þessum markaði verið að aukast en breytingin er á hraða snigilsins. Hvað er til ráða? Það er mikilvægt að halda samtalinu áfram. Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnumarkaði er ekki bara hagsmunamál kvenna heldur allra. Það gleymist stundum að nefna karlmennina í umræðunni. Það er ekki nóg að eingöngu konur ræði um þessa hluti. Það er mikilvægt að fá alla með í lið og halda orðræðunni á lofti. Hvernig geta konur samsvarað sér í þessum bransa? Í skýrslunni kom einnig fram að frá upphafi hafa einungis sjö konur verið forstýrur skráðra fyrirtækja í Íslensku kauphöllinni á móti hundruð karla. Auðvitað er myndin ramskökk og liggja margar skýringar á bakvið en við breytum þessu ekki á einni nóttu, þetta er langhlaup. KÍO nefnir skýringar á borð við staðalímyndir, ómeðvitaða fordóma og þriðju vaktina. Ég vil einnig minnast á hefðir. Þær geta legið mjög djúpt og stundum getur reynst erfitt að vinda ofan af þeim. Í rannsókn minni á jafnvægi milli vinnu og einkalífi og fjarvinnu fjallaði ég meðal annars um ólíka menningu milli kynja. Konur eru til dæmis almennt séð opnari tilfinningalega en karlar, þær hafa meiri þörf fyrir að tjá sig og þær eiga auðveldara með það. Við skulum ekki gleyma hvernig staða kvenna var hér árum áður en sú mikilvæga staðreynd var sú að konum var kennt frá blautu barnsbeini að hafa þarfir annarra og sérstaklega karlmanna í fyrirrúmi. Áratugum saman hafa konur þurft að gefa starfsframa sinn uppá bátinn til þess að sinna heimilishaldi og barnauppeldi svo eiginmaðurinn geti einbeitt sér að sínum starfsframa. Þegar konur fóru svo að fara út á vinnumarkaðinn í auknum mæli, þá var ekki mikill stuðningur heima fyrir. Áfram héldu þær að sinna heimilisstörfum og barnauppeldinu. Það hefur meðal annars haft þær afleiðingar að sumar konur eru í dag að upplifa algjöra örmögnun og kulnun. Konur eru hægt og rólega að vinda ofan af þessu og hefur orðið mikil breyting á í nútíma samfélagi. Það er mikilvægt að hver og ein setji sér mörk í samræmi við sínar þarfir svo þær nái að blómstra í leik og starfi. Niðurstaða könnunar sem Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé og fleiri lögðu fyrir hér á landi árið 2021 um kynin og vinnustaðinn var að konur þurftu frekar að sanna sig sem stjórnendur en karlar og þær voru fjórtán sinnum líklegri en karlar til að bera meiri ábyrgð á fjölskyldu- og heimilishaldi. Einnig kom fram hvað varðar jafnvægi milli vinnu og einkalífi þá fengu konur meiri stuðning en karlar frá sínum vinnuveitanda. Það er mikilvægt að feður njóti stuðnings líkt og konur en þarf að vera stefnumótandi ákvörðun vinnuveitanda. Gamlar hefðir hafa ennþá áhrif og geta verið ríkjandi en við þurfum að brjóta þær markvisst upp. Það mun taka tíma en við megum ekki gefast upp eða sofna á verðinum. Með samtali og umræðum hjá öllum þá höldum við orðræðunni á lofti. Verum vakandi fyrir öflugum konum og konum sem hafa áhuga á stjórnendahlutverkinu og veita þeim tækifæri og stuðning. Það skiptir einnig máli hvernig fyrirtæki auglýsa sig og það er mikilvægt að draga fram að vinnuumhverfið sé fjölskylduvænt og það sé hlúað að jafnvægi milli vinnu og einkalífi, þannig að konur geti samsvarað sig betur að vinnuumhverfinu. Þegar vinnustaður er fjölbreyttur þá er líklegra að fyrirtækin ná meiri árangri. Það er margt búið að gerast og margt að gerjast í þessum málum. Ég er full bjartsýni fyrir framtíðinni og sannfærð um þegar allir taka höndum saman í átt að jafnrétti á vinnumarkaðnum þá verður þróunin ekki áfram á hraða snigilsins. Höfundur er mannauðsstjóri Rafal ehf.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun