Minnstu smáatriði geta kallað á stóra sekt og því fékk einn allra besti útherji hennar að kynnast.
Tyreek Hill hefur farið á kostum með Miami Dolphins liðinu það sem far er tímabilinu og er þegar kominn með fjögur snertimörk og 470 jarda í fyrstu fjórum leikjunum.
Hill sagði blaðamanni Palm Beach Post frá því að hann hafi verið sektaður um sjö þúsund dali fyrir að fara ekki í sokkana. Það gerir um 967 þúsund íslenskar krónur.
Hill mætti sokkalaus í leik á móti Denver Broncos. Hann segist hafa verið í meðferð skömmu fyrir leikinn og að hann hafi ekki haft tíma til að fara í sokkana.
Það reyndist ágætlega því í þessum Denver Broncos leik þá skoraði Hill snertimark strax í upphafi leiksins en Miami burstaði leikinn á endanum með fimmtíu stiga mun.
Hill verður nú ekki í miklum vandræðum með að borga þessa sekt því hann er á 120 milljón dollara samningi eða samning upp á meira en 16,5 milljarða króna.