Auðlindir hafsins Hólmfríður Árnadóttir skrifar 6. október 2023 08:31 Það ætti ekki að koma neinum á óvart hverjar áherslur matvælaráðherra eru þegar kemur að málefnum sjávar og dýra. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíða lagt mikla áherslu á ábyrga umgengni um auðlindir hafsins, enda þær takmarkaðar og nauðsynlegt að nýta þær á sjálfbæran hátt. Grunnurinn eru rannsóknir og fræðileg þekking sem ávallt þarf að hafa að leiðarljósi þegar lög og reglugerðir eru settar og veiðiheimildum ráðstafað. Nytjastofnar sjávar eru sameign þjóðarinnar og ber að tryggja umgengni og arð með auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Því fyrr þeim mun betra. Sjálfsagt er að samfélagið njóti arðs af sinni sameign og að einkaaðilar sem fái aðgang greiði fyrir það sanngjarnt endurgjald og hafi samfélagsleg, umhverfisleg og byggðarleg sjónarmið í huga ásamt heildstæðri og hagrænni nálgun í öllum sínum verkum. Möguleikar til nýliðunar verða að vera til staðar og vissum hluta veiðiheimilda verður að ráðstafa til dreifðari byggða. Fiskeldi Metnaðarfull framtíðarsýn í málaflokknum hefur litið dagsins ljós og því ber að fagna. Skýr viðmið um sjálfbæra nýtingu með vistkerfisnálgun út frá varúð ásamt eftirliti og ítrustu kröfum ættu að styðja við jákvæða þróun í fiskeldi. Sanngjörn gjaldtaka, til að þjóðin fái hlutdeild í arði af nýtingu sameiginlegra auðlinda er forsenda. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á fullvinnslu afurða, til að draga úr kolefnisspori og um leið efla atvinnulífið. Alltaf þarf að hafa í huga sjónarmið heimafólks og gæta þess að hagsmunir samfélags og umhverfis séu í fyrirrúmi við skipulag svæða fyrir fiskeldi. Skipting gjaldheimtu milli ríkis og sveitarfélaga til að tryggja sveitarfélögum fjármagn til uppbyggingar innviða og þeirrar þjónustu sem skapast af vexti greinarinnar er einnig afar jákvætt skref. Að mínu mati er fiskeldi í sjó vafasamt, það sýna ótal dæmi og umhverfisslys sem erfitt er að leiðrétta og koma sárlega niðri á villta laxinum okkar sem við ættum að beita öllum brögðum til að vernda. Hvalveiðar Mikilvægt er að stöðva hvalveiðar enda næg rök því til stuðnings. Ekki aðeins sú staðreynd að það ríkir alþjóðlegt bann við veiðum hvala í atvinnuskyni, þær séu tímaskekkja og brjóti gegn lögum um velferð dýra heldur einnig vegna þess þær eru tilgangslitlar. Hvalir gegna auk þess áríðandi hlutverki í viðskerfi jarðar, úrgangur þeirra og hræ mikilvæg öðrum lífverum og þeir gefa frá sér köfnunar- og næringarefni nauðsynleg vistkerfinu. Hér áður var litið á hvali sem keppinauta um fisk og vissulega geta þeir verið það að einhverju ráði en langreyðar éta engan fisk, heldur geta enn fremur verið til gagns fyrir vistkerfi sjávar, fjölgað svifi og krabbadýrum. Við verðum nefnilega að gæta okkar á græðgi, ofveiði og offramleiðslu. Slíkt er ekkert annað en rányrkja sem við öll töpum á. Umhverfið okkar og náttúran mega ekki við ótakmörkuðum ágangi heldur ber okkur að taka tillit til, vernda og virða hvoru tveggja. Allt þarf að gera til að stemma stigum við loftslagsvá og stefna ákveðið að kolefnishlutleysi með áherslu á vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Framtíð barnanna okkar veltur á því. Höfundur er menntunarfræðingur, formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum og stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Sjávarútvegur Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Það ætti ekki að koma neinum á óvart hverjar áherslur matvælaráðherra eru þegar kemur að málefnum sjávar og dýra. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíða lagt mikla áherslu á ábyrga umgengni um auðlindir hafsins, enda þær takmarkaðar og nauðsynlegt að nýta þær á sjálfbæran hátt. Grunnurinn eru rannsóknir og fræðileg þekking sem ávallt þarf að hafa að leiðarljósi þegar lög og reglugerðir eru settar og veiðiheimildum ráðstafað. Nytjastofnar sjávar eru sameign þjóðarinnar og ber að tryggja umgengni og arð með auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Því fyrr þeim mun betra. Sjálfsagt er að samfélagið njóti arðs af sinni sameign og að einkaaðilar sem fái aðgang greiði fyrir það sanngjarnt endurgjald og hafi samfélagsleg, umhverfisleg og byggðarleg sjónarmið í huga ásamt heildstæðri og hagrænni nálgun í öllum sínum verkum. Möguleikar til nýliðunar verða að vera til staðar og vissum hluta veiðiheimilda verður að ráðstafa til dreifðari byggða. Fiskeldi Metnaðarfull framtíðarsýn í málaflokknum hefur litið dagsins ljós og því ber að fagna. Skýr viðmið um sjálfbæra nýtingu með vistkerfisnálgun út frá varúð ásamt eftirliti og ítrustu kröfum ættu að styðja við jákvæða þróun í fiskeldi. Sanngjörn gjaldtaka, til að þjóðin fái hlutdeild í arði af nýtingu sameiginlegra auðlinda er forsenda. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á fullvinnslu afurða, til að draga úr kolefnisspori og um leið efla atvinnulífið. Alltaf þarf að hafa í huga sjónarmið heimafólks og gæta þess að hagsmunir samfélags og umhverfis séu í fyrirrúmi við skipulag svæða fyrir fiskeldi. Skipting gjaldheimtu milli ríkis og sveitarfélaga til að tryggja sveitarfélögum fjármagn til uppbyggingar innviða og þeirrar þjónustu sem skapast af vexti greinarinnar er einnig afar jákvætt skref. Að mínu mati er fiskeldi í sjó vafasamt, það sýna ótal dæmi og umhverfisslys sem erfitt er að leiðrétta og koma sárlega niðri á villta laxinum okkar sem við ættum að beita öllum brögðum til að vernda. Hvalveiðar Mikilvægt er að stöðva hvalveiðar enda næg rök því til stuðnings. Ekki aðeins sú staðreynd að það ríkir alþjóðlegt bann við veiðum hvala í atvinnuskyni, þær séu tímaskekkja og brjóti gegn lögum um velferð dýra heldur einnig vegna þess þær eru tilgangslitlar. Hvalir gegna auk þess áríðandi hlutverki í viðskerfi jarðar, úrgangur þeirra og hræ mikilvæg öðrum lífverum og þeir gefa frá sér köfnunar- og næringarefni nauðsynleg vistkerfinu. Hér áður var litið á hvali sem keppinauta um fisk og vissulega geta þeir verið það að einhverju ráði en langreyðar éta engan fisk, heldur geta enn fremur verið til gagns fyrir vistkerfi sjávar, fjölgað svifi og krabbadýrum. Við verðum nefnilega að gæta okkar á græðgi, ofveiði og offramleiðslu. Slíkt er ekkert annað en rányrkja sem við öll töpum á. Umhverfið okkar og náttúran mega ekki við ótakmörkuðum ágangi heldur ber okkur að taka tillit til, vernda og virða hvoru tveggja. Allt þarf að gera til að stemma stigum við loftslagsvá og stefna ákveðið að kolefnishlutleysi með áherslu á vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Framtíð barnanna okkar veltur á því. Höfundur er menntunarfræðingur, formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum og stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun