Fimmtán ár frá Guð blessi Ísland ræðunni Boði Logason skrifar 6. október 2023 14:02 Geir ávarpaði þjóðina klukkan fjögur þann 6. október 2008. Stöð 2 Í dag eru fimmtán ár frá því að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa landið. Geir ávarpaði þjóðina klukkan fjögur þann 6. október árið 2008 en oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. Í ávarpinu sagði hann meðal annars að heimsbyggðin öll gengi í gegnum mikla fjármálakreppu og ríkistjórnir í mörgum löndum myndu nú róa lífróður til að bjarga því sem bjargað verður heimafyrir. „Ég hvet ykkur öll til að standa vörð um það sem skiptir mestu máli í lífi hvers einasta manns, standa vörð um þau lífsgildi sem standast það gjörningaveður sem nú er að hefjast,“ sagði Geir meðal annars í ávarpinu. „Með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.“ Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma þar sem meðal annars var rætt við Björn Inga Hrafnsson, sem þá var ritstjóri Markaðarins, Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, Ellert B. Schram, þáverandi þingmann Samfylkingarinnar og Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi þingmann Vinstri Grænna og núverandi forsætisráðherra. Þingmenn og álitsgjafar í útsendingunni voru eðlilega ringluð og fáir vissu hvað var framundan. Nokkrum mínútum eftir ávarp Geirs sagði Katrín að staðan væri mjög þröng og ástandið væri mjög alvarlegt. „Það er nauðsynlegt að ríkið grípi til aðgerða, það er verið að gera það.“ Í samtali við fréttastofu árið 2018, þegar tíu ár voru frá ræðunni, útskýrði Geir hvað fór í gegnum huga hans þegar hann skrifaði ræðuna. „Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að þessi þrjú orð myndu vekja eins mikla athygli og þau gerði, að þetta yrði kannski það eina sem fólk myndi úr þessari ræðu - það var aldrei hugmyndin,“ sagði hann meðal annars. Alþingi Hrunið Efnahagsmál Tímamót Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Geir ávarpaði þjóðina klukkan fjögur þann 6. október árið 2008 en oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. Í ávarpinu sagði hann meðal annars að heimsbyggðin öll gengi í gegnum mikla fjármálakreppu og ríkistjórnir í mörgum löndum myndu nú róa lífróður til að bjarga því sem bjargað verður heimafyrir. „Ég hvet ykkur öll til að standa vörð um það sem skiptir mestu máli í lífi hvers einasta manns, standa vörð um þau lífsgildi sem standast það gjörningaveður sem nú er að hefjast,“ sagði Geir meðal annars í ávarpinu. „Með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.“ Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma þar sem meðal annars var rætt við Björn Inga Hrafnsson, sem þá var ritstjóri Markaðarins, Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, Ellert B. Schram, þáverandi þingmann Samfylkingarinnar og Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi þingmann Vinstri Grænna og núverandi forsætisráðherra. Þingmenn og álitsgjafar í útsendingunni voru eðlilega ringluð og fáir vissu hvað var framundan. Nokkrum mínútum eftir ávarp Geirs sagði Katrín að staðan væri mjög þröng og ástandið væri mjög alvarlegt. „Það er nauðsynlegt að ríkið grípi til aðgerða, það er verið að gera það.“ Í samtali við fréttastofu árið 2018, þegar tíu ár voru frá ræðunni, útskýrði Geir hvað fór í gegnum huga hans þegar hann skrifaði ræðuna. „Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að þessi þrjú orð myndu vekja eins mikla athygli og þau gerði, að þetta yrði kannski það eina sem fólk myndi úr þessari ræðu - það var aldrei hugmyndin,“ sagði hann meðal annars.
Alþingi Hrunið Efnahagsmál Tímamót Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira