„Væri eitthvað skrýtið ef ég væri í skýjunum einhverra hluta vegna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2023 21:38 Finnur Freyr Stefánsson var sáttur með sigurinn, en segir að liðið eigi enn eftir að slípa sig saman. Vísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, gat leyft sér að brosa eftir góðan 15 stiga sigur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Valsliðið lenti 18 stigum undir í öðrum leikhluta, en snéri taflinu við í seinni hálfleik. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið týpískur haustleikur?“ spurði Finnur Freyr í leikslok. „Við vorum seinir í gang og óöruggir fannst mér enda vorum við með mikið af nýjum andlitum á vellinum sem voru að spila margar mínútur og það er eðlilegt að það taki menn tíma að komast inn í þetta. En svo fórum við að hugsa aðeins betur um boltann og ná stoppunum og þá fannst mér við gera aðeins betur.“ „Við vorum töluvert betri í seinni hálfleiknum og mér fannst við eiga að koma þessu í meiri mun með því að klára lay-up og tapa ekki boltanum svona klaufalega á mómentum í seinni hálfleik. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna miðað við fyrsta leik.“ Eins og Finnur segir var Valsliðið lengi í gang og lenti mest 18 stigum undir í upphafi annars leikhluta, en Finnur segist ekki hafa haft sérstakar áhyggjur af liðinu sínu á þeim tímapunkti. „Nei, nei. Við þurftum bara að halda áfram. Þetta var djúp hola sem við vorum í en við höfum verið í djúpum holum hérna áður. Þetta er snemma á tímabilinu og liðið verður bara að halda áfram að reyna að gera litlu hlutina betur og það voru nokkrir hlutir sem við vorum að gera mjög illa í byrjun, en svo þegar leið á leikinn náðum við að múra fyrir það og finna flæði sóknarlega.“ Valsvörnin hefur verið aðalsmerki liðsins undanfarin tímabil og hún small heldur betur í gang eftir erfiða byrjun í kvöld. „Það var bara hörkugott Þórslið sem kom hérna með læti og er með flotta leikmenn. Þeir eru bara á sama stað og við og eiga eftir að slípa sig saman og verða betri. Vörnin okkar var ágæt en þeir voru líka að missa mikið af opnum skotum.“ „Maður er ekki ánægður með eitt eða neitt núna. Það væri eitthvað skrýtið ef ég væri í skýjunum einhverra hluta vegna.“ Þá hrósaði Finnur einnig liðsheld Valsliðsins eftir að Frank Aron Booker þurfti að hvíla um stund eftir að hafa lent á auglýsingaskiltum í húsinu. Þrátt fyrir að vera draghaltur var hann manna æstastur á bekknum og dró sína menn með sér í stemninguna. „Aron er bara einstök mannvera. Hann er mjög skemmtilegur og flottur og einstök orka í kringum hann. Sérstaklega eins og hann endaði í úrslitakeppninni í fyrra þá getur hann gefið okkur mikið. Ef hann er ekki að setja skotin sín eða spila mínútur á gólfinu þá er hann jafn sveittur á hliðarlínunni. Hann er magnaður strákur sem ég er mjög ánægður að hafa í mínu liði.“ Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur | Valur kom til baka og vann í Þorlákshöfn Valur hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þökk sé endurkomu í þriðja leikhluta. Umfjöllun og viðtöl eru á leiðinni. 6. október 2023 21:06 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
„Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið týpískur haustleikur?“ spurði Finnur Freyr í leikslok. „Við vorum seinir í gang og óöruggir fannst mér enda vorum við með mikið af nýjum andlitum á vellinum sem voru að spila margar mínútur og það er eðlilegt að það taki menn tíma að komast inn í þetta. En svo fórum við að hugsa aðeins betur um boltann og ná stoppunum og þá fannst mér við gera aðeins betur.“ „Við vorum töluvert betri í seinni hálfleiknum og mér fannst við eiga að koma þessu í meiri mun með því að klára lay-up og tapa ekki boltanum svona klaufalega á mómentum í seinni hálfleik. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna miðað við fyrsta leik.“ Eins og Finnur segir var Valsliðið lengi í gang og lenti mest 18 stigum undir í upphafi annars leikhluta, en Finnur segist ekki hafa haft sérstakar áhyggjur af liðinu sínu á þeim tímapunkti. „Nei, nei. Við þurftum bara að halda áfram. Þetta var djúp hola sem við vorum í en við höfum verið í djúpum holum hérna áður. Þetta er snemma á tímabilinu og liðið verður bara að halda áfram að reyna að gera litlu hlutina betur og það voru nokkrir hlutir sem við vorum að gera mjög illa í byrjun, en svo þegar leið á leikinn náðum við að múra fyrir það og finna flæði sóknarlega.“ Valsvörnin hefur verið aðalsmerki liðsins undanfarin tímabil og hún small heldur betur í gang eftir erfiða byrjun í kvöld. „Það var bara hörkugott Þórslið sem kom hérna með læti og er með flotta leikmenn. Þeir eru bara á sama stað og við og eiga eftir að slípa sig saman og verða betri. Vörnin okkar var ágæt en þeir voru líka að missa mikið af opnum skotum.“ „Maður er ekki ánægður með eitt eða neitt núna. Það væri eitthvað skrýtið ef ég væri í skýjunum einhverra hluta vegna.“ Þá hrósaði Finnur einnig liðsheld Valsliðsins eftir að Frank Aron Booker þurfti að hvíla um stund eftir að hafa lent á auglýsingaskiltum í húsinu. Þrátt fyrir að vera draghaltur var hann manna æstastur á bekknum og dró sína menn með sér í stemninguna. „Aron er bara einstök mannvera. Hann er mjög skemmtilegur og flottur og einstök orka í kringum hann. Sérstaklega eins og hann endaði í úrslitakeppninni í fyrra þá getur hann gefið okkur mikið. Ef hann er ekki að setja skotin sín eða spila mínútur á gólfinu þá er hann jafn sveittur á hliðarlínunni. Hann er magnaður strákur sem ég er mjög ánægður að hafa í mínu liði.“
Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur | Valur kom til baka og vann í Þorlákshöfn Valur hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þökk sé endurkomu í þriðja leikhluta. Umfjöllun og viðtöl eru á leiðinni. 6. október 2023 21:06 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Valur | Valur kom til baka og vann í Þorlákshöfn Valur hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þökk sé endurkomu í þriðja leikhluta. Umfjöllun og viðtöl eru á leiðinni. 6. október 2023 21:06