Innlent

Kol­brún Birna nýr per­sónu­verndar­full­trúi borgarinnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kolbrún Birna hefur sérhæft sig í persónuvernd á undanförnum árum.
Kolbrún Birna hefur sérhæft sig í persónuvernd á undanförnum árum.

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachman er nýr persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Samhliða því hefur hún verið skipuð fagstjóri fagsviðs persónuverndar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf borgarinnar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar, en þar segir að Kolbrún Birna hafi starfað hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf á fagsviði persónuverndar frá mars 2022. Hún hafi sérhæft sig í persónuvernd síðustu ár. 

„Þannig fór hún í meistararitgerð sinni yfir sögu og þróun persónuverndarréttarins og lagði þar mat á möguleg áhrif persónuverndarréttarins á umfang verndar persónuupplýsinga sem heyra undir friðhelgi einkalífs 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, með hliðsjón af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu.

Kolbrún Birna starfaði áður hjá Persónuvernd og með námi aðstoðaði hún við gerð bókarinnar Persónuverndarréttur eftir Björgu Thorarensen,“ segir í tilkynningunni.

Kolbrún Birna tekur við stöðunni af Dagbjörtu Hákonardóttur, sem tók sæti á Alþingi í síðasta mánuði. Áður hafði hún verið varaþingmaður, en tók við þingmennsku eftir að Helga Vala Helgadóttir hætti á þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×