Ekkert flug til og frá Luton vegna mikils eldsvoða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2023 08:48 Eldurinn logaði glatt í nótt en svo virðist sem slökkvistarfi sé að ljúka. Stilla Búið er að loka Luton-flugvelli á Englandi vegna eldsvoða sem breiddist hratt út um bílageymslu á vellinum. Byggingin virðist hrunin að hluta og öll starfsemi vallarins liggur niðri. Ferðalöngum hefur verið sagt að halda sig frá flugvellinum og að allt flug muni liggja niðri þar til að minnsta kosti þrjú í dag. Þá hefur þeim verið ráðlagt að setja sig í samband við viðkomandi flugfélög. Flug Easy Jet frá Luton til Keflavíkur sem átti að lenda klukkan 8.20 í morgun var aflýst og sömuleiðis brottför klukkan 9 frá Keflavík til Luton. Á samfélagsmiðlum má sjá myndskeið þar sem það sést vel hvernig eldurinn hefur breiðst út og reyk leggur frá efstu hæð bílageymslunnar. Þá hafa sprengingar heyrst og hávaði frá þjófavarnakerfum bifreiða. Efforts are still ongoing to extinguish a serious fire at Luton Airport. We are continuing to protect surrounding airport infrastructure, vehicles and the Luton DART. For anyone whose travel plans may be affected, please refer to the advice being provided by London Luton Airport. pic.twitter.com/tNFo4hvRdX— Beds Fire and Rescue (@BedsFire) October 11, 2023 Viðbragðsaðilar í Bedfordshire segja eldinn hafa náð til um helmings mannvirkisins og að hluti þess sé hruninn. Útkall barst rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi og enn var unnið að því að slökkva eldinn klukkan 4 í morgun. Þegar mest var tóku yfir hundrað slökkviliðsmenn þátt í aðgerðum, á fimmtán slökkviliðsbifreiðum. Þá voru þrjú loftför notuð við slökkvistarfið. Einn almennur borgari og sex slökkviliðsmenn eru sagðir hafa þurft á aðhlynningu að halda vegna mögulegrar reykeitrunar. Fréttir af flugi Bretland England Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Ferðalöngum hefur verið sagt að halda sig frá flugvellinum og að allt flug muni liggja niðri þar til að minnsta kosti þrjú í dag. Þá hefur þeim verið ráðlagt að setja sig í samband við viðkomandi flugfélög. Flug Easy Jet frá Luton til Keflavíkur sem átti að lenda klukkan 8.20 í morgun var aflýst og sömuleiðis brottför klukkan 9 frá Keflavík til Luton. Á samfélagsmiðlum má sjá myndskeið þar sem það sést vel hvernig eldurinn hefur breiðst út og reyk leggur frá efstu hæð bílageymslunnar. Þá hafa sprengingar heyrst og hávaði frá þjófavarnakerfum bifreiða. Efforts are still ongoing to extinguish a serious fire at Luton Airport. We are continuing to protect surrounding airport infrastructure, vehicles and the Luton DART. For anyone whose travel plans may be affected, please refer to the advice being provided by London Luton Airport. pic.twitter.com/tNFo4hvRdX— Beds Fire and Rescue (@BedsFire) October 11, 2023 Viðbragðsaðilar í Bedfordshire segja eldinn hafa náð til um helmings mannvirkisins og að hluti þess sé hruninn. Útkall barst rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi og enn var unnið að því að slökkva eldinn klukkan 4 í morgun. Þegar mest var tóku yfir hundrað slökkviliðsmenn þátt í aðgerðum, á fimmtán slökkviliðsbifreiðum. Þá voru þrjú loftför notuð við slökkvistarfið. Einn almennur borgari og sex slökkviliðsmenn eru sagðir hafa þurft á aðhlynningu að halda vegna mögulegrar reykeitrunar.
Fréttir af flugi Bretland England Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira