Skipstjóri skaðabótaskyldur fyrir „stórfellt gáleysi“ í heimsfaraldri Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2023 17:11 Frá því þegar Júlíus Geirmundsson kom í land á Ísafirði með veika áhofn. Hafþór Sjómanni, sem vann á skipinu Júlíusi Geirmundssyni, hafa verið dæmdar skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meðferðar sem hann varð fyrir á meðan hann var smitaður af kórónuveirunni um borð í skipinu. Það er skipstjórinn sem þarf að greiða honum 400 þúsund krónur og 1,8 milljón í málskostnað, en útgerðarstjóri og framkvæmdastjóri útgerðarinnar voru sýknaðir í málinu. Áður hafði skipstjórinn verið sviptur réttindum sínum í fjóra mánuði. Mál Júlíusar Geirmundssonar vakti athygli fjölmiðla í október 2020, þegar heimsfaraldurinn stóð yfir. Í dómi Héraðsdóms er stöðunni á skipinu lýst, bæði veikindum áhafnarinnar og samskiptum skipstjórans við umdæmislækni í landi. Á meðal þess sem kemur fram er að þann 28. september 2020 hafi einn skipverji fundið fyrir einkennum, daginn eftir hafi annar veikst og næstu daga hafi þeim fjölgað. Þar á meðal var sjómaðurinn sem fór í mál við skipstjórann. Hann veiktist 2. október og lá veikur í einangrun í sjúkraklefa skipsins í þrjá daga áður en hann sneri aftur til vinnu. Hann segir skipstjórann hafa þrýst á sig að gera það, jafnvel þó skipverjinn hafi ekki talið sig hafa heilsu til. Vegna veikindanna hafi hann fengið aðra skipverja til að sinna líkamlega erfiðustu störfin fyrir sig. Þann 18. október var ákveðið að halda í land og fara með skipverjana í sýnatöku. Fram kemur að 22 af 25 skipverjum hafi fundið fyrir einkennum og samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku sem barst daginn eftir voru 22 af 25 skipverjum annað hvort sýktir af Covid-19 eða með mótefni gegn veirunni. Þar á meðal var sá sem höfðaði málið. Þennan sama dag var greint frá því í fjölmiðlum að skipið væri að snúa í land þar sem að meirihluti skipverja væri smitaður. Málið varðaði hvort skipstjórinn, útgerðarstjórinn og framkvæmdastjórinn hefðu valdið skipverjanum tjóni með gáleysi sínu. Í dómnum segir að fyrir liggi trúverðug gögn um að dvöl sjómannsins í skipinu, á meðan hann var veikur, hafi haft alvarleg áhrif á andlega heilsu hans. Skipstjórinn bar meðal annars fyrir sig að ekki væri hægt að sanna það að hann væri ábyrgur fyrir því að skipverjinn hafi smitast. Hann hafi þess vegna hafa getað smitast áður en hann fór um borð í skipinu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að skipstjórinn hafi sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ gagnvart heilsu skipverjans, enda hafi verið alþekkt í samfélaginu á þessum tíma að Covid-19 veikindi gætu hæglega þróast til verri vegar. Ábyrgð hans hafi ekki falist í að smita skipverjann, heldur bar hann ábyrgð á að sjómaðurinn hafi verið veikur í skipinu í um það bil átján daga, þar sem hann hafi meðal annars unnið. Hvað varðar mál útgerðarstjóra og framkvæmdastjórans segir í héraðsdómi að fyrir liggi í sjómannalögum að það sé skipstjóri sem sé ábyrgur fyrir skipverjum sínum þegar þeir séu um borð. Það sé ekki á valdi útgerðarstjóra og framkvæmdastjóra að grípa inn í mál sem þessi. Þar af leiðandi voru þeir sýknaðir. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Það er skipstjórinn sem þarf að greiða honum 400 þúsund krónur og 1,8 milljón í málskostnað, en útgerðarstjóri og framkvæmdastjóri útgerðarinnar voru sýknaðir í málinu. Áður hafði skipstjórinn verið sviptur réttindum sínum í fjóra mánuði. Mál Júlíusar Geirmundssonar vakti athygli fjölmiðla í október 2020, þegar heimsfaraldurinn stóð yfir. Í dómi Héraðsdóms er stöðunni á skipinu lýst, bæði veikindum áhafnarinnar og samskiptum skipstjórans við umdæmislækni í landi. Á meðal þess sem kemur fram er að þann 28. september 2020 hafi einn skipverji fundið fyrir einkennum, daginn eftir hafi annar veikst og næstu daga hafi þeim fjölgað. Þar á meðal var sjómaðurinn sem fór í mál við skipstjórann. Hann veiktist 2. október og lá veikur í einangrun í sjúkraklefa skipsins í þrjá daga áður en hann sneri aftur til vinnu. Hann segir skipstjórann hafa þrýst á sig að gera það, jafnvel þó skipverjinn hafi ekki talið sig hafa heilsu til. Vegna veikindanna hafi hann fengið aðra skipverja til að sinna líkamlega erfiðustu störfin fyrir sig. Þann 18. október var ákveðið að halda í land og fara með skipverjana í sýnatöku. Fram kemur að 22 af 25 skipverjum hafi fundið fyrir einkennum og samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku sem barst daginn eftir voru 22 af 25 skipverjum annað hvort sýktir af Covid-19 eða með mótefni gegn veirunni. Þar á meðal var sá sem höfðaði málið. Þennan sama dag var greint frá því í fjölmiðlum að skipið væri að snúa í land þar sem að meirihluti skipverja væri smitaður. Málið varðaði hvort skipstjórinn, útgerðarstjórinn og framkvæmdastjórinn hefðu valdið skipverjanum tjóni með gáleysi sínu. Í dómnum segir að fyrir liggi trúverðug gögn um að dvöl sjómannsins í skipinu, á meðan hann var veikur, hafi haft alvarleg áhrif á andlega heilsu hans. Skipstjórinn bar meðal annars fyrir sig að ekki væri hægt að sanna það að hann væri ábyrgur fyrir því að skipverjinn hafi smitast. Hann hafi þess vegna hafa getað smitast áður en hann fór um borð í skipinu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að skipstjórinn hafi sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ gagnvart heilsu skipverjans, enda hafi verið alþekkt í samfélaginu á þessum tíma að Covid-19 veikindi gætu hæglega þróast til verri vegar. Ábyrgð hans hafi ekki falist í að smita skipverjann, heldur bar hann ábyrgð á að sjómaðurinn hafi verið veikur í skipinu í um það bil átján daga, þar sem hann hafi meðal annars unnið. Hvað varðar mál útgerðarstjóra og framkvæmdastjórans segir í héraðsdómi að fyrir liggi í sjómannalögum að það sé skipstjóri sem sé ábyrgur fyrir skipverjum sínum þegar þeir séu um borð. Það sé ekki á valdi útgerðarstjóra og framkvæmdastjóra að grípa inn í mál sem þessi. Þar af leiðandi voru þeir sýknaðir.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira