Skipstjóri skaðabótaskyldur fyrir „stórfellt gáleysi“ í heimsfaraldri Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2023 17:11 Frá því þegar Júlíus Geirmundsson kom í land á Ísafirði með veika áhofn. Hafþór Sjómanni, sem vann á skipinu Júlíusi Geirmundssyni, hafa verið dæmdar skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meðferðar sem hann varð fyrir á meðan hann var smitaður af kórónuveirunni um borð í skipinu. Það er skipstjórinn sem þarf að greiða honum 400 þúsund krónur og 1,8 milljón í málskostnað, en útgerðarstjóri og framkvæmdastjóri útgerðarinnar voru sýknaðir í málinu. Áður hafði skipstjórinn verið sviptur réttindum sínum í fjóra mánuði. Mál Júlíusar Geirmundssonar vakti athygli fjölmiðla í október 2020, þegar heimsfaraldurinn stóð yfir. Í dómi Héraðsdóms er stöðunni á skipinu lýst, bæði veikindum áhafnarinnar og samskiptum skipstjórans við umdæmislækni í landi. Á meðal þess sem kemur fram er að þann 28. september 2020 hafi einn skipverji fundið fyrir einkennum, daginn eftir hafi annar veikst og næstu daga hafi þeim fjölgað. Þar á meðal var sjómaðurinn sem fór í mál við skipstjórann. Hann veiktist 2. október og lá veikur í einangrun í sjúkraklefa skipsins í þrjá daga áður en hann sneri aftur til vinnu. Hann segir skipstjórann hafa þrýst á sig að gera það, jafnvel þó skipverjinn hafi ekki talið sig hafa heilsu til. Vegna veikindanna hafi hann fengið aðra skipverja til að sinna líkamlega erfiðustu störfin fyrir sig. Þann 18. október var ákveðið að halda í land og fara með skipverjana í sýnatöku. Fram kemur að 22 af 25 skipverjum hafi fundið fyrir einkennum og samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku sem barst daginn eftir voru 22 af 25 skipverjum annað hvort sýktir af Covid-19 eða með mótefni gegn veirunni. Þar á meðal var sá sem höfðaði málið. Þennan sama dag var greint frá því í fjölmiðlum að skipið væri að snúa í land þar sem að meirihluti skipverja væri smitaður. Málið varðaði hvort skipstjórinn, útgerðarstjórinn og framkvæmdastjórinn hefðu valdið skipverjanum tjóni með gáleysi sínu. Í dómnum segir að fyrir liggi trúverðug gögn um að dvöl sjómannsins í skipinu, á meðan hann var veikur, hafi haft alvarleg áhrif á andlega heilsu hans. Skipstjórinn bar meðal annars fyrir sig að ekki væri hægt að sanna það að hann væri ábyrgur fyrir því að skipverjinn hafi smitast. Hann hafi þess vegna hafa getað smitast áður en hann fór um borð í skipinu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að skipstjórinn hafi sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ gagnvart heilsu skipverjans, enda hafi verið alþekkt í samfélaginu á þessum tíma að Covid-19 veikindi gætu hæglega þróast til verri vegar. Ábyrgð hans hafi ekki falist í að smita skipverjann, heldur bar hann ábyrgð á að sjómaðurinn hafi verið veikur í skipinu í um það bil átján daga, þar sem hann hafi meðal annars unnið. Hvað varðar mál útgerðarstjóra og framkvæmdastjórans segir í héraðsdómi að fyrir liggi í sjómannalögum að það sé skipstjóri sem sé ábyrgur fyrir skipverjum sínum þegar þeir séu um borð. Það sé ekki á valdi útgerðarstjóra og framkvæmdastjóra að grípa inn í mál sem þessi. Þar af leiðandi voru þeir sýknaðir. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Það er skipstjórinn sem þarf að greiða honum 400 þúsund krónur og 1,8 milljón í málskostnað, en útgerðarstjóri og framkvæmdastjóri útgerðarinnar voru sýknaðir í málinu. Áður hafði skipstjórinn verið sviptur réttindum sínum í fjóra mánuði. Mál Júlíusar Geirmundssonar vakti athygli fjölmiðla í október 2020, þegar heimsfaraldurinn stóð yfir. Í dómi Héraðsdóms er stöðunni á skipinu lýst, bæði veikindum áhafnarinnar og samskiptum skipstjórans við umdæmislækni í landi. Á meðal þess sem kemur fram er að þann 28. september 2020 hafi einn skipverji fundið fyrir einkennum, daginn eftir hafi annar veikst og næstu daga hafi þeim fjölgað. Þar á meðal var sjómaðurinn sem fór í mál við skipstjórann. Hann veiktist 2. október og lá veikur í einangrun í sjúkraklefa skipsins í þrjá daga áður en hann sneri aftur til vinnu. Hann segir skipstjórann hafa þrýst á sig að gera það, jafnvel þó skipverjinn hafi ekki talið sig hafa heilsu til. Vegna veikindanna hafi hann fengið aðra skipverja til að sinna líkamlega erfiðustu störfin fyrir sig. Þann 18. október var ákveðið að halda í land og fara með skipverjana í sýnatöku. Fram kemur að 22 af 25 skipverjum hafi fundið fyrir einkennum og samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku sem barst daginn eftir voru 22 af 25 skipverjum annað hvort sýktir af Covid-19 eða með mótefni gegn veirunni. Þar á meðal var sá sem höfðaði málið. Þennan sama dag var greint frá því í fjölmiðlum að skipið væri að snúa í land þar sem að meirihluti skipverja væri smitaður. Málið varðaði hvort skipstjórinn, útgerðarstjórinn og framkvæmdastjórinn hefðu valdið skipverjanum tjóni með gáleysi sínu. Í dómnum segir að fyrir liggi trúverðug gögn um að dvöl sjómannsins í skipinu, á meðan hann var veikur, hafi haft alvarleg áhrif á andlega heilsu hans. Skipstjórinn bar meðal annars fyrir sig að ekki væri hægt að sanna það að hann væri ábyrgur fyrir því að skipverjinn hafi smitast. Hann hafi þess vegna hafa getað smitast áður en hann fór um borð í skipinu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að skipstjórinn hafi sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ gagnvart heilsu skipverjans, enda hafi verið alþekkt í samfélaginu á þessum tíma að Covid-19 veikindi gætu hæglega þróast til verri vegar. Ábyrgð hans hafi ekki falist í að smita skipverjann, heldur bar hann ábyrgð á að sjómaðurinn hafi verið veikur í skipinu í um það bil átján daga, þar sem hann hafi meðal annars unnið. Hvað varðar mál útgerðarstjóra og framkvæmdastjórans segir í héraðsdómi að fyrir liggi í sjómannalögum að það sé skipstjóri sem sé ábyrgur fyrir skipverjum sínum þegar þeir séu um borð. Það sé ekki á valdi útgerðarstjóra og framkvæmdastjóra að grípa inn í mál sem þessi. Þar af leiðandi voru þeir sýknaðir.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira