„Stríð er ekki róleg skógarferð“ Tom Brenner skrifar 12. október 2023 11:01 Óvissuferð Í dag fór ég í óvissuferð. Ekki um skemmtiferð var að ræða, heldur keyrði ég með nauðsynjarvörur til bæjarins Ashkelon, eins af röð bæja í suður Ísraels þar sem Hamasliðar hafa síðustu daga gengið—og sums staðar eru enn að ganga—berserksgang. Loftið í Ashkelon er mettað með sætum ilm rotnandi líkja. Lík flestra almennra borgara er búið að fjarlægja, en marga blóðbletti má sjá á almannafæri. Ekki sá ég beint ódæðisverkin, en þökk sé samfélagsmiðlum á borð við Telegram, þá getur hver sem það kýs horft á misþyrmt lík Þýskrar konu, eða, fyrir lengra komna í ofbeldiskláminu, afhöfðun Tælensks manns með skóflu. Erfitt er að segja hvort hafi gerst fyrr: Þýska konan verið myrt, eða mjaðmirnar teknar úr liði og hún—orðrétt—brotin á bak aftur—en án efa var Tælendingurinn á lífi er „frelsisbaráttumenn“ Hamas tóku hann af lífi með skóflunni. Ekki róleg skógarferð Nýlega gaf félagið Ísland–Palestína (FÍP) frá sér yfirlýsingu sem hefst á fordæmingu allra árasa á almenna borgara. Þessi fordæming kemur ekki heim og saman við deilingu formanns félagsins á færslum sem upphefja rétt Palestínu til að „verja sig". Að því tilefni finnst undirrituðum rétt að samræma orðræðunni, svo einfaldast sé fyrir flesta að sjá bjálkann í eigin auga, eða a.m.k reyna að vera sjálfum sér samkvæmir. Rök (ef rök skal kalla) þeirra sem eiga hvað erfiðast að fjarlægja sig frá gjörðum Hamas má draga saman í grófum dráttum þannig: vondir hlutir gerast í stríði, og þeir sem lenda í þeim eiga það hvort eð skilið. Þessa afstöðu endurspegla ummæli á borð við „stríð er ekki róleg skógarferð“, en það hafði formaður FÍP að segja um örlög Þýsku konunnar, þeirrar sömu og vitnað er í að ofan; og „Þetta er náttúrulega kannski upp til hópa hermenn en líka fólk sem var allavega ekki klætt í herbúning... [fyrst að] allir [eru] í varaliðinu“, eins og haft var eftir fyrrverandi formanni FÍP um fórnarlömb árasar Hamas, en þau heppnu meðal þeirra voru tekin af lífi samstundis, meðan að hin voru tekin til Gaza, þar sem örlög verri en dauðinn biðu þeirra. Ef við gleymum aðeins börnunum sem Hamas myrtu í þessari innrás í Ísrael—en þau voru jú allt niður í nýfædd—þá virðist að ríkisborgurum margra landa (Ástralíu, Bandaríkjanna, Bretlands, Filippseyja, Frakklands, Indlands, Kína, Nepals, Tælands og Þýskalands—og væntanlega fleiri) hafi láðst að sækja um laun hjá ísraelska hernum. En svona til að einfalda orðræðuna vil ég bara biðja þá sem hafa ákveðið, til að afsaka eigin afstöðu, að stríð sé ekki róleg skógarferð: Sýnið smá heiðarleika, haldið ykkur við þetta nýja skilyrðislausa skylduboðið ykkar, og hættið að væla og velta ykkur upp úr hverju einustu meintu mannréttindabroti Ísraela héðan í frá. Með öðrum orðum, helst haldiði bara kjafti. Stríðsrekstur verður nefnilega svo miklu auðveldari um leið og allir tileinka sér þetta nýja siðferði FÍP. Höfundur er efnafræðingur og prófarkalesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Sjá meira
Óvissuferð Í dag fór ég í óvissuferð. Ekki um skemmtiferð var að ræða, heldur keyrði ég með nauðsynjarvörur til bæjarins Ashkelon, eins af röð bæja í suður Ísraels þar sem Hamasliðar hafa síðustu daga gengið—og sums staðar eru enn að ganga—berserksgang. Loftið í Ashkelon er mettað með sætum ilm rotnandi líkja. Lík flestra almennra borgara er búið að fjarlægja, en marga blóðbletti má sjá á almannafæri. Ekki sá ég beint ódæðisverkin, en þökk sé samfélagsmiðlum á borð við Telegram, þá getur hver sem það kýs horft á misþyrmt lík Þýskrar konu, eða, fyrir lengra komna í ofbeldiskláminu, afhöfðun Tælensks manns með skóflu. Erfitt er að segja hvort hafi gerst fyrr: Þýska konan verið myrt, eða mjaðmirnar teknar úr liði og hún—orðrétt—brotin á bak aftur—en án efa var Tælendingurinn á lífi er „frelsisbaráttumenn“ Hamas tóku hann af lífi með skóflunni. Ekki róleg skógarferð Nýlega gaf félagið Ísland–Palestína (FÍP) frá sér yfirlýsingu sem hefst á fordæmingu allra árasa á almenna borgara. Þessi fordæming kemur ekki heim og saman við deilingu formanns félagsins á færslum sem upphefja rétt Palestínu til að „verja sig". Að því tilefni finnst undirrituðum rétt að samræma orðræðunni, svo einfaldast sé fyrir flesta að sjá bjálkann í eigin auga, eða a.m.k reyna að vera sjálfum sér samkvæmir. Rök (ef rök skal kalla) þeirra sem eiga hvað erfiðast að fjarlægja sig frá gjörðum Hamas má draga saman í grófum dráttum þannig: vondir hlutir gerast í stríði, og þeir sem lenda í þeim eiga það hvort eð skilið. Þessa afstöðu endurspegla ummæli á borð við „stríð er ekki róleg skógarferð“, en það hafði formaður FÍP að segja um örlög Þýsku konunnar, þeirrar sömu og vitnað er í að ofan; og „Þetta er náttúrulega kannski upp til hópa hermenn en líka fólk sem var allavega ekki klætt í herbúning... [fyrst að] allir [eru] í varaliðinu“, eins og haft var eftir fyrrverandi formanni FÍP um fórnarlömb árasar Hamas, en þau heppnu meðal þeirra voru tekin af lífi samstundis, meðan að hin voru tekin til Gaza, þar sem örlög verri en dauðinn biðu þeirra. Ef við gleymum aðeins börnunum sem Hamas myrtu í þessari innrás í Ísrael—en þau voru jú allt niður í nýfædd—þá virðist að ríkisborgurum margra landa (Ástralíu, Bandaríkjanna, Bretlands, Filippseyja, Frakklands, Indlands, Kína, Nepals, Tælands og Þýskalands—og væntanlega fleiri) hafi láðst að sækja um laun hjá ísraelska hernum. En svona til að einfalda orðræðuna vil ég bara biðja þá sem hafa ákveðið, til að afsaka eigin afstöðu, að stríð sé ekki róleg skógarferð: Sýnið smá heiðarleika, haldið ykkur við þetta nýja skilyrðislausa skylduboðið ykkar, og hættið að væla og velta ykkur upp úr hverju einustu meintu mannréttindabroti Ísraela héðan í frá. Með öðrum orðum, helst haldiði bara kjafti. Stríðsrekstur verður nefnilega svo miklu auðveldari um leið og allir tileinka sér þetta nýja siðferði FÍP. Höfundur er efnafræðingur og prófarkalesari.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun