Tíu í gæsluvarðhaldi vegna smygls að jafnaði Árni Sæberg skrifar 12. október 2023 14:01 Margir hafa reynt að smygla fíkniefnum fram hjá tollvöðrum í Leifsstöð það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins. Í ár hafa mennirnir 96 setið í gæsluvarðhaldi í samtals 2.617 daga, um það bil tíu á dag það sem af er ári. Í dag sitja tíu menn í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að á síðasta ári hafi lögreglan á Suðurnesjum rannsakað 69 mál vegna smygls á fíkniefnum, peningaþvættis og flutnings á reiðufé úr landi. Það sem af er þessu ári séu málin orðin 58. Í þessum málum hafi sakborningar verið handteknir á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins eða handteknir vegna gruns um að vera með illa fengið fé á leið úr landi. Lagt hafi verið hald á 65 kíló af kókaíni, fjórtán þúsund töflur af oxycontin, átján hundruð töflur af contalgin, eitt hundrað kíló af kannabis, amfetamínbasa og önnur efni sem bönnuð eru hér á landi. Um sextíu milljónir króna í reiðufé hafi verið haldlagðar í aðgerðum tollgæslu og lögreglu. Tolleftirlit í komusal flugstöðvar hafi reynst árangursríkt. Það sé síðan í höndum lögreglu að rannsaka mál áfram og leiða í gegnum dómskerfið. Aldrei fleirum vísað frá landi í Keflavík Þá segir að aldrei hafi fleiri farþegum verið vísað frá landinu á Keflavíkurflugvelli við komu þeirra til landsins. Flestir þeirra séu þriðja ríkis borgarar sem komi hingað með flugi frá öðru Schengen-ríki. Nú séu 258 frávísunarmál skráð það sem af er ári. „Tölur sem ekki hafa sést áður.“ Breytt verklag og skipulag löggæslu á flugvellinum hafi eflaust breytt miklu ásamt góðu samstarfi við tollgæslu. Ástæður frávísana geti verið margar en þar fari mest fyrir frávísunum einstaklinga frá landinu vegna tengsla þeirra við brotastarfsemi. Flugfélög veiti ekki upplýsingar Mikilvægt sé að starfsemi lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli sé öflug og vel þjálfaður mannskapur sé til staðar auk nauðsynlegs tækjabúnaðar og viðunandi starfsaðstöðu. Samstarf Evrópuríkja á sviði lögreglusamstarfs og landamæraeftirlits, sem byggist á Schengen-samningnum, sé gríðarlega umfangsmikið og krefjand, ekki síst fyrir Ísland svo fjarri meginlandi Evrópu. Íbúar á Schengen-svæðinu séu fleiri en fjögur hundruð milljónir. Þeim sé heimilt að fara yfir innri landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs. Samkvæmt lögum um landamæri sé fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Þá sé lögreglu heimilt að safna og skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn við tollyfirvöld í þágu eftirlits og greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum. Flest flugfélög veiti umbeðnar upplýsingar, þar á meðal íslensku flugfélögin. Þó séu flugfélög sem fljúga hingað reglulega sem veita ekki þessar upplýsingar og komast upp með það. Tollayfirvöld geti lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn skyldu til að veita umbeðnar upplýsingar. Lögregla vit ekki til þess að það hafi verið gert. „Brýnt er að koma þessu í lag. Lög bjóða ekki annað,“ segir í lok tilkynningar. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Efnahagsbrot Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Í ár hafa mennirnir 96 setið í gæsluvarðhaldi í samtals 2.617 daga, um það bil tíu á dag það sem af er ári. Í dag sitja tíu menn í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að á síðasta ári hafi lögreglan á Suðurnesjum rannsakað 69 mál vegna smygls á fíkniefnum, peningaþvættis og flutnings á reiðufé úr landi. Það sem af er þessu ári séu málin orðin 58. Í þessum málum hafi sakborningar verið handteknir á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins eða handteknir vegna gruns um að vera með illa fengið fé á leið úr landi. Lagt hafi verið hald á 65 kíló af kókaíni, fjórtán þúsund töflur af oxycontin, átján hundruð töflur af contalgin, eitt hundrað kíló af kannabis, amfetamínbasa og önnur efni sem bönnuð eru hér á landi. Um sextíu milljónir króna í reiðufé hafi verið haldlagðar í aðgerðum tollgæslu og lögreglu. Tolleftirlit í komusal flugstöðvar hafi reynst árangursríkt. Það sé síðan í höndum lögreglu að rannsaka mál áfram og leiða í gegnum dómskerfið. Aldrei fleirum vísað frá landi í Keflavík Þá segir að aldrei hafi fleiri farþegum verið vísað frá landinu á Keflavíkurflugvelli við komu þeirra til landsins. Flestir þeirra séu þriðja ríkis borgarar sem komi hingað með flugi frá öðru Schengen-ríki. Nú séu 258 frávísunarmál skráð það sem af er ári. „Tölur sem ekki hafa sést áður.“ Breytt verklag og skipulag löggæslu á flugvellinum hafi eflaust breytt miklu ásamt góðu samstarfi við tollgæslu. Ástæður frávísana geti verið margar en þar fari mest fyrir frávísunum einstaklinga frá landinu vegna tengsla þeirra við brotastarfsemi. Flugfélög veiti ekki upplýsingar Mikilvægt sé að starfsemi lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli sé öflug og vel þjálfaður mannskapur sé til staðar auk nauðsynlegs tækjabúnaðar og viðunandi starfsaðstöðu. Samstarf Evrópuríkja á sviði lögreglusamstarfs og landamæraeftirlits, sem byggist á Schengen-samningnum, sé gríðarlega umfangsmikið og krefjand, ekki síst fyrir Ísland svo fjarri meginlandi Evrópu. Íbúar á Schengen-svæðinu séu fleiri en fjögur hundruð milljónir. Þeim sé heimilt að fara yfir innri landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs. Samkvæmt lögum um landamæri sé fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Þá sé lögreglu heimilt að safna og skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn við tollyfirvöld í þágu eftirlits og greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum. Flest flugfélög veiti umbeðnar upplýsingar, þar á meðal íslensku flugfélögin. Þó séu flugfélög sem fljúga hingað reglulega sem veita ekki þessar upplýsingar og komast upp með það. Tollayfirvöld geti lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn skyldu til að veita umbeðnar upplýsingar. Lögregla vit ekki til þess að það hafi verið gert. „Brýnt er að koma þessu í lag. Lög bjóða ekki annað,“ segir í lok tilkynningar.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Efnahagsbrot Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira